Innlent

Ekki verið að skerða grunnþjónustu

Kjartan mótmælir því að verið sé að skera niður grunnþjónustu.
Kjartan mótmælir því að verið sé að skera niður grunnþjónustu.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að alls ekki sé verið að skerða grunnþjónustu með þeim tillögum sem borgaryfirvöld hafa kynnt í fjárhagsáætlun borgarinnar. Í tillögunum er gert ráð fyrir að hægt sé að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Svandís Svavarsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihlutinn í Reykjavík stæði vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýndi fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk.

„Viðbótarkennslustundin sem hefur verið veitt í nokkrum sveitarfélögum er ekki grunnþjónusta. Hún er viðbót við þá þjónustu sem hefur verið veitt," segir Kjartan. Hann bendir á að einungis nokkur sveitafélög hafi þessa viðbótarkennslustund og hann búist við að þau muni einnig fella hana niður. „Reykjavíkurborg mun eftir sem áður veita íbúum alla grunnþjónustu, það er að segja þá þjónustu sem bundin er í lög," segir Kjartan.

Kjartan bendir á að mörg sveitarfélög hafi aldrei haft þessa viðbótarkennslustund. Þar á meðal séu sveitarfélög þar sem Vinstri grænir séu í meirihluta. „Er þar með hægt að segja að þau hafi aldrei sinnt þessari grunnþjónustu?" spyr Kjartan.




Tengdar fréttir

Svandís: Hátekjufólk frekar en börn

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×