Fleiri fréttir Ljósin slökkt í Reykjanesbæ Reykjanesbær tekur þátt í alheimsátakinu Vote Earth í samvinnu við vinabæ sinn Orlando á morgun, laugardaginn 28. mars með því að slökkva öll götuljós í bænum í samvinnu við HS orku en um leið eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í kosningunni með því að slökkva ljósin á sama tíma kl. 20:30 í eina klukkustund. 27.3.2009 11:08 Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27.3.2009 10:20 Fimm ára hljóp á bíl Fimm ára gamall drengur lenti í óvanalegu umferðaróhappi við Skólaveg í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Drengurinn hljóp út á götuna beint á bifreið sem ekið var var eftir Skólaveginum. 27.3.2009 10:04 Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27.3.2009 09:48 Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember. 27.3.2009 09:34 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut skammt sunnan við álverið í Straumsvík laust fyrir klukkan átta í morgun, þegar bíll valt þar út af veginum og hafnaði á hvolfi. 27.3.2009 08:36 Hlutur bænda rýr fyrir kosningarnar Hlutur bænda á framboðslistum fyrir Alþingiskosningarnar er heldur rýr, samkvæmt athugun Bændablaðsins, sem setur þó þann fyrirvara að framboðslistar liggja ekki enn fyrir hjá sumum flokkum í nokkurm kjördæmum. 27.3.2009 07:21 Sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Kveikt var í sinu á nokkrum stöðum við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík rétt fyrir miðnætti og var slökkviliðið kallað á vettvang. Það náði að slökkva eldana áður en þeir náðu útbreiðslu og voru mannvirki ekki í hættu. Brennuvargarnir eru ófundnir. 27.3.2009 07:18 Á stolnum bíl og undir áhrifum Lögregla stöðvaði tvo menn á bíl á Skúlagötu á þriðja tímanum í nótt. Bíllinn reyndist stolinn, ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og ýmislegt góss var í bílnum, sem mennirnir eiga eftir að gera grein fyrir við yfirheyrslur í dag. Grunur leikur á að það sé þýfi, hvort heldur úr einhverju innbroti næturinnar, eða úr fyrri innbrotum. 27.3.2009 07:16 Fjöldi innbrota á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi innbrota var framinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er þjófanna leitað. Verðmætum var stolið úr bíl við Sundlaugaveg, brotist var inn í dekkjaverkstæði við Reykjavíkurveg, í íbúðarhús við Holtsgötu, samkomusal við Smiðjuveg, Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og inn í íbúðarhús við Viðarás. 27.3.2009 07:13 Samfylkingin stærst samkvæmt nýrri könnun Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Vinstri grænir hafa náð öðru sætinu af Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt nýjustu könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. 27.3.2009 07:02 Vinningstillaga Landsbankans loksins til sýnis Vinningstillaga úr alþjóðlegri samkeppni í fyrrasumar um hönnun á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands verður sýnd á Háskólatorgi í dag. Að því er segir í tilkynningu sigraði tillaga frá BIG frá Danmörku ásamt 27.3.2009 06:00 Hitað upp fyrir varaformannsslaginn Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á. 26.3.2009 20:50 Lúðvík skipar fimmta sætið í SV Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði mun skipa fimmta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í dag. Í fyrsta sæti er Árni Páll Árnason alþingismaður og í öðru sæti Katrín Júlíusdóttir alþingismaður. Listinn er annars skipaður eftirtöldum aðilum. 26.3.2009 23:41 Segir fjármálaráðherrann hygla fjármagnseigendum „Steingrímur J. Sigfússon passar auðvaldið," segir Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Eygló segir að Steingrímur hafi ákveðið að færa niður skuldir VBS og Saga Capital um 8 þúsund milljónir króna með því að bjóða þeim vexti sem séu langt undir því sem öðrum fyrirtækjum og hvað þá einstaklingum bjóðast. 26.3.2009 21:44 Fleiri styðja Bjarna í formanninn Bjarni Benediktsson nýtur stuðnings tæp sextíu prósent Sjálfstæðismanna til að verða næsti formaður flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Kristján Þór Júlíusson hefur þó svipað fylgi og hann á landsbyggðinni. 26.3.2009 19:06 Öryrkjum fjölgar í kreppunni Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. 26.3.2009 18:50 Hyggilegast hefði verið að mynda þjóðstjórn í haust Geir H. Haarde fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hyggilegast hefði verið strax í haust að mynda þjóðstjórn allra flokka sem sæti áttu á þingi. Þetta kom fram í ræðu sem Geir hélt í upphafi landsfundar í laugardalshöll sem hófst klukkan hálfsex. 26.3.2009 18:19 Móðir nemanda dæmd til að greiða kennara 10 milljónir Hæstiréttur dæmdi í dag, móður barns í Mýrarhúsaskóla, sem skellti hurð á höfuð kennara með þeim afleiðingum að hann hlaut örorku til að greiða kennaranum 9,7 milljónir króna í bætur vegna slyssins. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í málinu í mars í fyrra. 26.3.2009 17:22 Margir vilja stýra N1 á Ísafirði Fimmtíu og fjórir sóttu um stöðu rekstrarstjóra N1 stöðvarinnar á Ísafirði. Óvenjumargar umsóknir miðað við stærð bæjarfélagins, segir Kolbeinn Finnsson starfsmannastjóri N1. Mikill meirihluti umsækjenda eru frá Ísafirði eða nágrannabæjarfélögum. 26.3.2009 17:11 Greip um löggulegg á Lukku-Láka Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem braut gegn valdsstjórninni fyir utan skemmtistaðinn Lukku-Láka í Grindavík árið 2007. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var að sinna skyldustarfi sínu, en maðurinn læsti höndum sínum um fótlegg lögreglumannsins sem við það féll í jörðina og hlaut rispur á fingri og marbletti á vinstra hné. Maðurinn var einnig dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað, samtals 200.000 krónur. 26.3.2009 16:49 Fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun Hæstirétttur Íslands staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sævari Sævarssyni fyrir tilraun til manndráps síðustu Verslunarmannahelgi. Þá stakk Sævar mann af erlendum uppruna á Hverfisgötu eftir að hann taldi að maðurinn hefði slegið flösku í bílinn. 26.3.2009 16:44 Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði. 26.3.2009 16:23 Tvísýnn varaformannsslagur Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll. 26.3.2009 16:06 Skáld tapar þakdeilu Rithöfundurinn og ljóðskáldið, Auður Haralds, tapaði einkamáli gegn Páli Björgvinssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún höfðaði mál á hendur honum vegna kostnaðar við þakviðgerðir á húsi sem þau bjuggu í við Bergþórugötu í miðborg Reykjavíkur. 26.3.2009 15:50 Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26.3.2009 15:09 Dæmdur fyrir ólöglegt samræði við fjórtán ára stúlku Rúmlega tvítugur piltur var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft þrisvar samræði við fjórtán ára stúlku. Að auki er hann dæmdur fyrir að hafa látið hana hafa haft munnmök við sig. Brotin áttu sér stað í bifreið piltsins. 26.3.2009 15:09 Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26.3.2009 15:07 Ráðherrar gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú allir gert grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum sem þeir gegna. Ríkisstjórnin ákvað þann 17. mars síðastliðinn að gera grein fyrir þessum upplýsingum og nú hafa allir ráðherrarnir skilað þeim inn. Skemmst er frá því að segja að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar eiga lítilla eða engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta og gegna fáir þeirra einhversskonar trúnaðarstörfum fyrir utan flokka þeirra. 26.3.2009 14:38 Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26.3.2009 14:20 Dæmdur tvisvar fyrir að lemja unnustu sína Flugmaðurinn Jens R. Kane var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leggja hendur konu sína, Veronicu Rincon frá Venesúela. Málið vakti talsverða athygli þegar fyrst var réttað í því en þá hélt Veronica því fram að Jens, sem þá starfaði sem flugmaður, hefði smyglað henni ólöglega til landsins í skjóli starfs síns. 26.3.2009 14:09 Á írsku menningarrölti í miðjum niðurskurði „Við fórum á sunnudaginn til Írlands og ræddum við þarlend yfirvöld um menningarhátíðina en við getum haldið hana með minna umfangi en áður," segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs sem fékk heldur eitraðan pistil í morgunsárið þar sem Flosi Eiríkisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi hann harðlega fyrir að fara til útlanda vegna menningarhátíðar á meðan bæjarstarfsmenn þurfa að þola mikinn niðurskurð. Gunnar kom aftur heim í gær en með honum í för var framkvæmdarstjóri menningarmála í bænum. 26.3.2009 13:31 Uppræting kannabisverksmiðja heldur áfram Lögreglan hefur upprætt enn eina kannabisræktunina, nú í bakhúsi á Vesturgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum var um að ræða 190 kannabisplöntur og þar af voru um 60 í miklum blóma. Hinar voru á mismundandi stigum ræktunar. Einn maður hefur verið yfirheyrður vegna málsins en hann var ekki handtekinn. 26.3.2009 13:15 Tjónið í Sandgerði hleypur á tugum milljóna Tjónið, sem varð í bruna í plastverksmiðju Sólplasts í Sandgerði í gærkvöldi, hleypur á mörgum tugum milljóna. Eldurinn virðist hafa komið upp í stórum plastfiskibáti, sem var verið að gera við eftir bruna í honum í febrúar. 26.3.2009 12:26 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26.3.2009 12:11 Þrír handteknir í tengslum við kannabisrækt í Þykkvabæ Lögreglan á Hvolsvelli handtók í gær þrjá menn á þrítugsaldri í tengslum við stóra kannabisverksmiðju í Þykkvabæ. Mennirnir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. 26.3.2009 12:00 Framsókn toppaði of snemma Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Framsóknarflokkurinn hafi toppað of snemma þegar flokkurinn var á miklu flugi í skoðanakönnum í kjölfar landsfundar í janúar. Frá þeim tíma hafi margt breyst og ný ríkisstjórn verið mynduð fyrir tilstilli flokksins. 26.3.2009 11:16 Ógnaði afgreiðslumanni 10-11 með hnífi Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi kom drengur inn í verslun 10-11 við Engihjalla í Kópavogi, ógnaði þar afgreiðslumanni með hnífi og heimtaði peninga. Afgreiðslumaðurinn lét hann hafa peninga en hann var síðan handsamaður fyrir utan verslunina. Að sögn lögreglu er drengurinn andlega vanheill og var lögregla að leita hans áður en ránið var framið. 26.3.2009 10:31 Sendiráðinu í Managua lokað í sumar Samuel Santos utanríkisráðherra Níkaragva og Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands áttu fund í Managua á þriðjudag vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að loka sendiráði Íslands í landinu sem jafnframt er umdæmisskrifstofa Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. 26.3.2009 10:26 Rafmagn komið á í Garðabæ Rafmagn er komið á í Garðabæ en fyrir stundu varð háspennubilun í bænum sem gerði það að verkum að hluti bæjarins varð rafmagnslaus um tíma. 26.3.2009 09:36 Dólgapópúlismi Ögmundar Yfirlýsing Ögmundar Jónassonar um að hann afþakki ráðherralaun markar nýjar lægðir í ódýrri yfirboðs- og yfirborðspólitík mánuði fyrir kosningar, segir á vefritinu Herðubreið sem tengist Samfylkingunni. 26.3.2009 09:21 Ríkisstjórnarflokkarnir fengju traustan meirihluta Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum. 26.3.2009 08:21 Sunnlenskir þríburar fengu ökuréttindi samtímis Sunnlenskir þríburar, tvær stúlkur og einn piltur, fengu ökuréttindi samtímis í vikunni. Þau höfðu lokið ökunámi og tekið prófið áður en þau náðu 17 ára aldrinum en á miðnætti, aðfaranótt afmælisdagsins, mættu þau á lögreglustöðina á Selfossi og sóttu skírteinin. 26.3.2009 08:10 Ökumenn í vandræðum fyrir norðan Lögreglan á Akureyri braust upp í Víkurskarð laust fyrir miðnætti til að aðstoða mann sem sat þar fastur í bíl sínum. Ekkert amaði að manninum. Þar var hvasst og ófærð og snjóaði talsvert á þessum slóðum í nótt. Undir morgun lenti annar ökumaður í vandræðum á Öxnadalsheiði, en snjóruðningsmenn komu honum til hjálpar. 26.3.2009 07:11 Norskur sjómaður slasaðist á Akureyri Norskur sjómaður slasaðist þegar hann féll fjóra metra niður á þilfar olíuskips, sem var í Akureyrarhöfn í gærkvöldi. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og reyndist höfuðkúpubrotinn og mikið meiddur á hné. Hann er þó ekki í lífshættu, en mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu. Slysið varð þegar maðurinn var að tengja barka til dælingar. 26.3.2009 07:09 Sjá næstu 50 fréttir
Ljósin slökkt í Reykjanesbæ Reykjanesbær tekur þátt í alheimsátakinu Vote Earth í samvinnu við vinabæ sinn Orlando á morgun, laugardaginn 28. mars með því að slökkva öll götuljós í bænum í samvinnu við HS orku en um leið eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í kosningunni með því að slökkva ljósin á sama tíma kl. 20:30 í eina klukkustund. 27.3.2009 11:08
Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27.3.2009 10:20
Fimm ára hljóp á bíl Fimm ára gamall drengur lenti í óvanalegu umferðaróhappi við Skólaveg í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Drengurinn hljóp út á götuna beint á bifreið sem ekið var var eftir Skólaveginum. 27.3.2009 10:04
Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27.3.2009 09:48
Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember. 27.3.2009 09:34
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut skammt sunnan við álverið í Straumsvík laust fyrir klukkan átta í morgun, þegar bíll valt þar út af veginum og hafnaði á hvolfi. 27.3.2009 08:36
Hlutur bænda rýr fyrir kosningarnar Hlutur bænda á framboðslistum fyrir Alþingiskosningarnar er heldur rýr, samkvæmt athugun Bændablaðsins, sem setur þó þann fyrirvara að framboðslistar liggja ekki enn fyrir hjá sumum flokkum í nokkurm kjördæmum. 27.3.2009 07:21
Sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Kveikt var í sinu á nokkrum stöðum við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík rétt fyrir miðnætti og var slökkviliðið kallað á vettvang. Það náði að slökkva eldana áður en þeir náðu útbreiðslu og voru mannvirki ekki í hættu. Brennuvargarnir eru ófundnir. 27.3.2009 07:18
Á stolnum bíl og undir áhrifum Lögregla stöðvaði tvo menn á bíl á Skúlagötu á þriðja tímanum í nótt. Bíllinn reyndist stolinn, ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og ýmislegt góss var í bílnum, sem mennirnir eiga eftir að gera grein fyrir við yfirheyrslur í dag. Grunur leikur á að það sé þýfi, hvort heldur úr einhverju innbroti næturinnar, eða úr fyrri innbrotum. 27.3.2009 07:16
Fjöldi innbrota á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi innbrota var framinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er þjófanna leitað. Verðmætum var stolið úr bíl við Sundlaugaveg, brotist var inn í dekkjaverkstæði við Reykjavíkurveg, í íbúðarhús við Holtsgötu, samkomusal við Smiðjuveg, Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og inn í íbúðarhús við Viðarás. 27.3.2009 07:13
Samfylkingin stærst samkvæmt nýrri könnun Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Vinstri grænir hafa náð öðru sætinu af Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt nýjustu könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. 27.3.2009 07:02
Vinningstillaga Landsbankans loksins til sýnis Vinningstillaga úr alþjóðlegri samkeppni í fyrrasumar um hönnun á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands verður sýnd á Háskólatorgi í dag. Að því er segir í tilkynningu sigraði tillaga frá BIG frá Danmörku ásamt 27.3.2009 06:00
Hitað upp fyrir varaformannsslaginn Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á. 26.3.2009 20:50
Lúðvík skipar fimmta sætið í SV Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði mun skipa fimmta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í dag. Í fyrsta sæti er Árni Páll Árnason alþingismaður og í öðru sæti Katrín Júlíusdóttir alþingismaður. Listinn er annars skipaður eftirtöldum aðilum. 26.3.2009 23:41
Segir fjármálaráðherrann hygla fjármagnseigendum „Steingrímur J. Sigfússon passar auðvaldið," segir Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Eygló segir að Steingrímur hafi ákveðið að færa niður skuldir VBS og Saga Capital um 8 þúsund milljónir króna með því að bjóða þeim vexti sem séu langt undir því sem öðrum fyrirtækjum og hvað þá einstaklingum bjóðast. 26.3.2009 21:44
Fleiri styðja Bjarna í formanninn Bjarni Benediktsson nýtur stuðnings tæp sextíu prósent Sjálfstæðismanna til að verða næsti formaður flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Kristján Þór Júlíusson hefur þó svipað fylgi og hann á landsbyggðinni. 26.3.2009 19:06
Öryrkjum fjölgar í kreppunni Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. 26.3.2009 18:50
Hyggilegast hefði verið að mynda þjóðstjórn í haust Geir H. Haarde fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hyggilegast hefði verið strax í haust að mynda þjóðstjórn allra flokka sem sæti áttu á þingi. Þetta kom fram í ræðu sem Geir hélt í upphafi landsfundar í laugardalshöll sem hófst klukkan hálfsex. 26.3.2009 18:19
Móðir nemanda dæmd til að greiða kennara 10 milljónir Hæstiréttur dæmdi í dag, móður barns í Mýrarhúsaskóla, sem skellti hurð á höfuð kennara með þeim afleiðingum að hann hlaut örorku til að greiða kennaranum 9,7 milljónir króna í bætur vegna slyssins. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í málinu í mars í fyrra. 26.3.2009 17:22
Margir vilja stýra N1 á Ísafirði Fimmtíu og fjórir sóttu um stöðu rekstrarstjóra N1 stöðvarinnar á Ísafirði. Óvenjumargar umsóknir miðað við stærð bæjarfélagins, segir Kolbeinn Finnsson starfsmannastjóri N1. Mikill meirihluti umsækjenda eru frá Ísafirði eða nágrannabæjarfélögum. 26.3.2009 17:11
Greip um löggulegg á Lukku-Láka Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem braut gegn valdsstjórninni fyir utan skemmtistaðinn Lukku-Láka í Grindavík árið 2007. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var að sinna skyldustarfi sínu, en maðurinn læsti höndum sínum um fótlegg lögreglumannsins sem við það féll í jörðina og hlaut rispur á fingri og marbletti á vinstra hné. Maðurinn var einnig dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað, samtals 200.000 krónur. 26.3.2009 16:49
Fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun Hæstirétttur Íslands staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sævari Sævarssyni fyrir tilraun til manndráps síðustu Verslunarmannahelgi. Þá stakk Sævar mann af erlendum uppruna á Hverfisgötu eftir að hann taldi að maðurinn hefði slegið flösku í bílinn. 26.3.2009 16:44
Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði. 26.3.2009 16:23
Tvísýnn varaformannsslagur Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll. 26.3.2009 16:06
Skáld tapar þakdeilu Rithöfundurinn og ljóðskáldið, Auður Haralds, tapaði einkamáli gegn Páli Björgvinssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún höfðaði mál á hendur honum vegna kostnaðar við þakviðgerðir á húsi sem þau bjuggu í við Bergþórugötu í miðborg Reykjavíkur. 26.3.2009 15:50
Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26.3.2009 15:09
Dæmdur fyrir ólöglegt samræði við fjórtán ára stúlku Rúmlega tvítugur piltur var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft þrisvar samræði við fjórtán ára stúlku. Að auki er hann dæmdur fyrir að hafa látið hana hafa haft munnmök við sig. Brotin áttu sér stað í bifreið piltsins. 26.3.2009 15:09
Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26.3.2009 15:07
Ráðherrar gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú allir gert grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum sem þeir gegna. Ríkisstjórnin ákvað þann 17. mars síðastliðinn að gera grein fyrir þessum upplýsingum og nú hafa allir ráðherrarnir skilað þeim inn. Skemmst er frá því að segja að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar eiga lítilla eða engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta og gegna fáir þeirra einhversskonar trúnaðarstörfum fyrir utan flokka þeirra. 26.3.2009 14:38
Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26.3.2009 14:20
Dæmdur tvisvar fyrir að lemja unnustu sína Flugmaðurinn Jens R. Kane var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leggja hendur konu sína, Veronicu Rincon frá Venesúela. Málið vakti talsverða athygli þegar fyrst var réttað í því en þá hélt Veronica því fram að Jens, sem þá starfaði sem flugmaður, hefði smyglað henni ólöglega til landsins í skjóli starfs síns. 26.3.2009 14:09
Á írsku menningarrölti í miðjum niðurskurði „Við fórum á sunnudaginn til Írlands og ræddum við þarlend yfirvöld um menningarhátíðina en við getum haldið hana með minna umfangi en áður," segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs sem fékk heldur eitraðan pistil í morgunsárið þar sem Flosi Eiríkisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi hann harðlega fyrir að fara til útlanda vegna menningarhátíðar á meðan bæjarstarfsmenn þurfa að þola mikinn niðurskurð. Gunnar kom aftur heim í gær en með honum í för var framkvæmdarstjóri menningarmála í bænum. 26.3.2009 13:31
Uppræting kannabisverksmiðja heldur áfram Lögreglan hefur upprætt enn eina kannabisræktunina, nú í bakhúsi á Vesturgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum var um að ræða 190 kannabisplöntur og þar af voru um 60 í miklum blóma. Hinar voru á mismundandi stigum ræktunar. Einn maður hefur verið yfirheyrður vegna málsins en hann var ekki handtekinn. 26.3.2009 13:15
Tjónið í Sandgerði hleypur á tugum milljóna Tjónið, sem varð í bruna í plastverksmiðju Sólplasts í Sandgerði í gærkvöldi, hleypur á mörgum tugum milljóna. Eldurinn virðist hafa komið upp í stórum plastfiskibáti, sem var verið að gera við eftir bruna í honum í febrúar. 26.3.2009 12:26
Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26.3.2009 12:11
Þrír handteknir í tengslum við kannabisrækt í Þykkvabæ Lögreglan á Hvolsvelli handtók í gær þrjá menn á þrítugsaldri í tengslum við stóra kannabisverksmiðju í Þykkvabæ. Mennirnir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. 26.3.2009 12:00
Framsókn toppaði of snemma Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Framsóknarflokkurinn hafi toppað of snemma þegar flokkurinn var á miklu flugi í skoðanakönnum í kjölfar landsfundar í janúar. Frá þeim tíma hafi margt breyst og ný ríkisstjórn verið mynduð fyrir tilstilli flokksins. 26.3.2009 11:16
Ógnaði afgreiðslumanni 10-11 með hnífi Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi kom drengur inn í verslun 10-11 við Engihjalla í Kópavogi, ógnaði þar afgreiðslumanni með hnífi og heimtaði peninga. Afgreiðslumaðurinn lét hann hafa peninga en hann var síðan handsamaður fyrir utan verslunina. Að sögn lögreglu er drengurinn andlega vanheill og var lögregla að leita hans áður en ránið var framið. 26.3.2009 10:31
Sendiráðinu í Managua lokað í sumar Samuel Santos utanríkisráðherra Níkaragva og Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands áttu fund í Managua á þriðjudag vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að loka sendiráði Íslands í landinu sem jafnframt er umdæmisskrifstofa Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. 26.3.2009 10:26
Rafmagn komið á í Garðabæ Rafmagn er komið á í Garðabæ en fyrir stundu varð háspennubilun í bænum sem gerði það að verkum að hluti bæjarins varð rafmagnslaus um tíma. 26.3.2009 09:36
Dólgapópúlismi Ögmundar Yfirlýsing Ögmundar Jónassonar um að hann afþakki ráðherralaun markar nýjar lægðir í ódýrri yfirboðs- og yfirborðspólitík mánuði fyrir kosningar, segir á vefritinu Herðubreið sem tengist Samfylkingunni. 26.3.2009 09:21
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju traustan meirihluta Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum. 26.3.2009 08:21
Sunnlenskir þríburar fengu ökuréttindi samtímis Sunnlenskir þríburar, tvær stúlkur og einn piltur, fengu ökuréttindi samtímis í vikunni. Þau höfðu lokið ökunámi og tekið prófið áður en þau náðu 17 ára aldrinum en á miðnætti, aðfaranótt afmælisdagsins, mættu þau á lögreglustöðina á Selfossi og sóttu skírteinin. 26.3.2009 08:10
Ökumenn í vandræðum fyrir norðan Lögreglan á Akureyri braust upp í Víkurskarð laust fyrir miðnætti til að aðstoða mann sem sat þar fastur í bíl sínum. Ekkert amaði að manninum. Þar var hvasst og ófærð og snjóaði talsvert á þessum slóðum í nótt. Undir morgun lenti annar ökumaður í vandræðum á Öxnadalsheiði, en snjóruðningsmenn komu honum til hjálpar. 26.3.2009 07:11
Norskur sjómaður slasaðist á Akureyri Norskur sjómaður slasaðist þegar hann féll fjóra metra niður á þilfar olíuskips, sem var í Akureyrarhöfn í gærkvöldi. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og reyndist höfuðkúpubrotinn og mikið meiddur á hné. Hann er þó ekki í lífshættu, en mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu. Slysið varð þegar maðurinn var að tengja barka til dælingar. 26.3.2009 07:09