Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð 27. mars 2009 12:52 Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2009 hófst í byrjun janúar og var markmiðið að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skera 1.126 milljónir niður í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði.Á ekki að hafa áhrif á grunnþjónustu borgarinnar Á þriðja þúsund starfsmanna tók þátt í vinnu endurskoðun fjárhagsáætlunar. Markmiðið var að ná fram hagræðingu án þess að það hefði áhrif á grunnþjónustu, störf eða gjaldskrár. Meðal annars verður skorið niður í launaútgjöldum um 390 milljónir á menntasviði, 225 milljónir á leikskólasviði, 113 milljónir á Íþrótta- og tómstundasviði og 103 milljónir á velferðarsviði.Kennsla barna í 2.-4. bekk skorin niður Á menntasviði verður niðurskurðinum náð með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með því að minnka kaup á fastri yfirvinnu almennra starfsmanna og í öðru lagi með breyttu vinnufyrirkomulagi, en innifalið í því er breyting á viðbótar kennslustund hjá börnum í 2. til 4. bekk.Faslaunasamningar endurskoðaðir Fastlaunsamningar verða endurskoðaðir hjá starfsmönnum leikskólasviðs. Starfsmanna- og foreldrafundir sem haldnir hafa verið á kvöldin verða færðir á dagvinnutíma. Íþrótta- og tómstundaráð, sem meðal annars sér um rekstur frístundaheimila, mun endurskoða fastlaunasamninga starfmanna sviðsins, eftirvinna verður lækkuð og ekki verður ráðið í lausar stöður sem losna. Fastlaunasamningum starfsfólks á velferðarsviði verður sagt upp og samið verður um nýja. Áætluð hagræðing af því eru 53 milljónir króna. Dregið verður úr mældri yfirvinnu fyrir samtals 50 milljónir. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2009 hófst í byrjun janúar og var markmiðið að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skera 1.126 milljónir niður í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði.Á ekki að hafa áhrif á grunnþjónustu borgarinnar Á þriðja þúsund starfsmanna tók þátt í vinnu endurskoðun fjárhagsáætlunar. Markmiðið var að ná fram hagræðingu án þess að það hefði áhrif á grunnþjónustu, störf eða gjaldskrár. Meðal annars verður skorið niður í launaútgjöldum um 390 milljónir á menntasviði, 225 milljónir á leikskólasviði, 113 milljónir á Íþrótta- og tómstundasviði og 103 milljónir á velferðarsviði.Kennsla barna í 2.-4. bekk skorin niður Á menntasviði verður niðurskurðinum náð með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með því að minnka kaup á fastri yfirvinnu almennra starfsmanna og í öðru lagi með breyttu vinnufyrirkomulagi, en innifalið í því er breyting á viðbótar kennslustund hjá börnum í 2. til 4. bekk.Faslaunasamningar endurskoðaðir Fastlaunsamningar verða endurskoðaðir hjá starfsmönnum leikskólasviðs. Starfsmanna- og foreldrafundir sem haldnir hafa verið á kvöldin verða færðir á dagvinnutíma. Íþrótta- og tómstundaráð, sem meðal annars sér um rekstur frístundaheimila, mun endurskoða fastlaunasamninga starfmanna sviðsins, eftirvinna verður lækkuð og ekki verður ráðið í lausar stöður sem losna. Fastlaunasamningum starfsfólks á velferðarsviði verður sagt upp og samið verður um nýja. Áætluð hagræðing af því eru 53 milljónir króna. Dregið verður úr mældri yfirvinnu fyrir samtals 50 milljónir.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira