Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 10:29 FJörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni sem rakst á fólksbíl og lenti utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustir í desember árið 2017. Tveir ferðamannanna létust og tugir slösuðust. Ökumaður rútunnar var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira