Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2025 07:25 Ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og löggæsluyfirvalda í Los Angeles í sumar, þar sem aðgerðum yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum var mótmælt. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. „Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira