Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan leggur fram vantrausttillögu - Vill rjúfa Alþingi fyrir áramót Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Sverrisdóttir og Guðjón Arnar Kristjánsson, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. 21.11.2008 12:32 Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 21.11.2008 11:47 Erlent eignarhald kemur til greina Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir það koma til greina að erlent eignahald verði að hluta á íslensku viðskiptabönkunum í framtíðinni. 21.11.2008 11:41 Ekki rætt um flatan 10 prósenta niðurskurð í heilbrigðisráðuneyti Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir ekki rætt um flatan tíu prósenta niðurskurð í heilbrigðisráðuneytinu og að ríkisstjórnin geri allt sem hún geti til þess að verja velferðarkerfið, þar á meðal heilbrigðisþjónustuna. 21.11.2008 11:36 Geir staðfestir að breytingar verði á eftirlaunum ráðamanna Frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum verður vonandi lagt fyrir Alþingi í næstu viku, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 21.11.2008 11:36 Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum. 21.11.2008 11:22 Ingibjörg Sólrún: Ótímabært að ræða kosningar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála þeim Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra að ganga eigi til kosninga á næsta ári. Þetta sagði hún í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. 21.11.2008 11:10 Segir frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum verða kynnt stjórnarandstöðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum umdeildum verði að líkindum kynnt formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, formanns Framsóknarflokksins.Ingibjörg gaf hins vegar ekki upp hvernær slíkt frumvarp yrði lagt fram. 21.11.2008 11:02 Telur ESB-þjóðir ekki munu leggjast gegn aðild Íslands Olli Rehn, ráðherra stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, telur ólíklegt að þjóðir sambandsins leggist gegn því að Ísland gerist aðili að sambandinu, svo framarlega sem samkomulag um innistæður í gömlu bönkunum erlendis liggi fyrir. 21.11.2008 10:30 Hætta við jólahlaðborðsferðir frá norskum bæjum til Íslands Norska ferðaskrifstofan Islandsferder, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir Norðmenn til Íslands, hefur hætt við jólahlaðborðsferðir sínar til landsins frá völdum stöðum í Noregi. 21.11.2008 10:13 Sprotafyrirtæki til samstarfs við stjórnvöld um ný störf Um 50 hátækni- og sprotafyrirtæki hyggjast bæta við sig um 230 manns, meðal annars með því að ganga til samstarfs við stjórnvöld um fjármuni út atvinnuleysistryggingarsjóði. 21.11.2008 10:01 Eldur í rafmagnstöflu í leikskóla í Kópavogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að leikskóla við Marbakkabraut í Kópavogi nú á tíunda tímanum. Að sögn slökkviliðs kom eldurinn upp í rafmagnstöflu og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang. 21.11.2008 09:55 Skíðasvæðið á Siglufirði opið eftir hádegi Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 14 til 20 eftir því sem segir í tilkynningu frá staðarhöldurum. 21.11.2008 09:29 Kostnaður við sérsveit eykst um 60 prósent milli 2005 og 2007 Kostnaður vegna sérsveitar Ríkislögreglustjóra jókst um rúm 60 prósent á milli áranna 2005 og 2007 á meðan verkefnum sveitarinnar fjölgaði aðeins um 17 prósent. 21.11.2008 08:47 Björgvin G. og Þórunn segi af sér Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir ættu þegar að segja af sér í kjölfar þeirra ummæla þeirra í gær að rétt væri að efna til kosninga í vetur í ljósi nýrra aðstæðna í þjóðfélaginu. 21.11.2008 08:14 Ölvaður ökumaður ók út af Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hringtorgi í Mosfellsbæ í nótt, ók á ljósastaur og hafnaði úti í móa. 21.11.2008 07:22 Aðstoðuðu rjúpnaskyttu í sjálfheldu Björgunarsveitarmenn frá Bíldudal og Tálknafirði komu í gærkvöldi rjúpnaskyttu til aðstoðar, sem komin var í sjálfheldu í fjallshlíð skammt frá flugvellinum á Bíldudal. 21.11.2008 07:20 Yfirheyrðir í dag vegna árásar við Njarðvíkurskóla Lögreglan á Suðurnesjum er búin að hafa uppi á öllum þremur piltunum, sem gengu í skrokk á skólafélaga sínum á lóð Njarðvíkurskóla í gær, þannig að gera þurfti að sárum fórnarlambsins á heilsugæslustöðinni. 21.11.2008 07:16 Grímsnesið til hafnar eftir hrakfarir Hrakfallasiglingu dragnótabátsins Grímsness GK, með sjö manna áhöfn, sem upphaflega strandaði á Skarðsfjöru á miðvikudagsmorgun, lauk loks á miðnætti, þegar síldveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson kom með hann í togi til Njarðvíkur, þar sem Grímsnesið verður tekið í slipp. 21.11.2008 07:14 Hugsanlega hálsbrotinn eftir hópslagsmál Hópslagsmál brutust út utan dyra í efri byggðum borgarinnar um klukkan þrjú í nótt, þar sem nokkrir menn gerðu öðrum mönnum fyrirsát. 21.11.2008 07:11 Frumvarp um breytt eftirlaunalög lagt fyrir Alþingi á morgun Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samkvæmt heimildum Vísis náð samkomulagi um að gera breytingar á umdeildum eftirlaunalögum og verður frumvarp þess efnis lagt fyrir á Alþingi á morgun. 20.11.2008 21:18 Þingmenn Samfylkingarinnar vilja einnig kosningar á næsta ári Að minnsta kosti fjórir þingmenn og tveir ráðherrar Samfylkingarinnar vilja að gengið verði til kosninga á næsta ári. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að atburðir síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. 20.11.2008 22:11 Bíræfni bílþjófurinn laus úr haldi Bíræfni bílþjófurinn sem lögreglan handsamaði í Borgarnesi í gærmorgun er laus úr haldi. Ekki reyndist grundvöllur til að fara fram á gæsluvarðhald fyrir manninum. Lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins. 20.11.2008 21:00 Geir vill ekki kosningar heldur pólitískan stöðugleika ,,Það verða allir að standa í lappirnar. Annað væri uppgjöf," sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, aðspurður í Kastljósi fyrr í kvöld um þá afstöðu tveggja ráðherra Samfylkingarinnar sem vilja að gengið verði til kosninga á næsta ári. 20.11.2008 20:01 Leit gerð að rjúpnaskyttu sem nú er fundin Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu klukkan rúmlega 18 í kvöld. 20.11.2008 21:37 Fólskuleg líkamsárás á skólalóð í Reykjanesbæ Á vefsíðunni Youtube.com er að finna alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í Reyjanesbæ í dag. Þar veitast þrír ungir drengir að jafnaldra sínum með höggum og spörkum á skólalóð Njarðvíkurskóla og er meðal annars sparkað í höfuð drengsins. 20.11.2008 20:13 Raddir fólksins biðja borgina um aðstoð Raddir fólksins vilja að Reykjavíkurborg aðstoði samtökin og hafa farið fram á að borgin útvegi þeim húsnæði til fundarhalda og skrifstofustarfssemi. Raddir fólksins eru samtök aðila sem hafa staðið að mótmælafundum á Austurvelli á laugardögum undanfarnar vikur. 20.11.2008 20:08 Fikt stráka með eld orskaði bruna á Baldursgötu Á laugardaginn kviknaði í mannlausu húsi við Baldursgötu í Reykjavík. Eldsupptök voru ókunn en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið sem nú er upplýst. 20.11.2008 19:47 Fjórir þingmenn með myntkörfulán Fjórir þingmenn eru í þeirri stöðu að hafa tekið myntkörfulán á síðustu árum. Einn hefur þegar látið frysta sín lán. 20.11.2008 18:50 Skuldir heimilanna fimmfaldast frá einkavæðingu bankanna Skuldir heimilanna fimmfölduðust frá því bankarnir voru einkavæddir þangað til þeir hrundu í síðasta mánuði. Skuldirnar hafa vaxið jafnt og þétt frá því bankarnir voru einkavæddir. 20.11.2008 18:46 Reynsla Finna í barnaverndarmálum á kreppuárunum víti til varnaðar Sjötíu prósenta aukning varð á þeim fjölda barna sem þurfti að skilja frá foreldrum sínum og koma fyrir á fósturheimilum og stofnunum eftir kreppuárin í Finnlandi. Víti til varnaðar, segir forstjóri Barnaverndarstofu. 20.11.2008 18:43 Geir: Ekki verði gengið hömlulaust á gjaldeyrsjóðinn Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ákveðið að lána Íslandi 2,1 milljarð dollara eða sem nemur tæpum 300 milljörðum króna. Peningarnir verða ekki notaðir til að styrkja gjaldeyrismarkaðinn nema nauðsyn krefji segir forsætisráðherra. 20.11.2008 18:38 Viðskiptaráðherra vill kosningar á næsta ári Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er þeirrar skoðunar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Undir þá skoðun tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. 20.11.2008 18:30 Björgunarskip komið að vélarvana fiskiskipi Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er komið að Grímsnesi GK-555 þar sem að skipið er vélarvana rúmlega tvær sjómílur undan Sandvík á Reykjanesi. 20.11.2008 17:54 Fylgjast með þróun og áhrifum atvinnuleysis í borginni Svandísi Svavarsdóttur, oddvita Vinstri - grænna, hefur verið falið að fara fyrir starfshópi á vegum borgarinnar sem á að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. 20.11.2008 17:08 Athvarf fyrir heimilislausa áfram rekið á Njálsgötu Reykjavíkurborg hefur ákveðið að starfrækja áfram heimili fyrir karla með áfengisvanda og annan vímuefnavanda á Njálsgötu í ljósi þeirra reynslu sem hafi fengist. Staðsetning heimilisins sætti mikilli gagnrýni íbúa á Njálsgötunni þegar það opnaði sumarið 2007. 20.11.2008 17:02 Vill styttri opnunartíma og dreifðari staði til þess draga úr afbrotum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur að með því að fækka skemmtistöðum í miðborginni, stytta opnunartíma, dreifa veitingastöðum meira um borgina og færa skemmtistaði af tiltekinni tegund í iðnaðarhverfi megi draga úr afbrotum í miðborginni og raunar öllu höfuðborgarsvæðinu. 20.11.2008 16:59 Vélarvana bát rekur að landi Vélarvana fiskibát rekur nú að landi við Stóru-Sandvík á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir og björgunarskip Slysavarnafélagsins eru á leið að bátnum auk þess sem nærstaddir bátar hafa verið beðnir að sigla á staðinn. 20.11.2008 16:29 Verð á einstökum vörum hefur tvöfaldast á hálfu ári Dæmi eru um að verð á einstökum vörum í matvöruverslunum hafi hækkað um yfir 100 prósent á síðastliðnu hálfu ári. Þetta leiða verðkannanir ASÍ í ljós. 20.11.2008 16:11 Ólafur Ragnar örmagnaðist eftir fráfall eiginkonu sinnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varð örmagna á sál og líkama í byrjun ársins 2001. 20.11.2008 15:46 Fyrirtæki sýknað af bótakröfu vegna flugeldaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fyrirtæki af um 14,5 milljóna króna bótakröfu karlmanns vegna flugeldaslyss sem hann varð fyrir í janúar árið 2006. 20.11.2008 15:39 Ólafur tjáir sig ekki um bókina Fréttir upp úr bók Guðjóns Friðrikssonar, Saga af forseta, hafa birst í fjölmiðlum í dag. Þar hefur ýmislegt fróðlegt komið fram eins og t.d afskipti Davíðs Oddssonar af hjónavígslu forsetans og Dorritar. 20.11.2008 15:20 Fá ekki að skila útboðslóðum eða atvinnulóðum í borginni Þeir aðilar sem fengu úthlutað lóð á grundvelli útboðs árið 2006 geta ekki skilað þeim til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. 20.11.2008 15:17 Umhverfisráðherra vill kosningar á næsta ári Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist vera þeirrar skoðunnar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Hún segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. Þórunn er fyrst ráðherra til þess að lýsa því yfir að hún vilji ganga til kosninga á næstunni. 20.11.2008 15:09 Bretar lána 460 milljarða vegna innistæðuskulda Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að lána íslenskum stjórnvöldum 2,2 milljarða punda, jafnvirði nærri 460 milljarða króna, og er það sagður hluti af samkomulagi sem gert hafi verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 15:05 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnarandstaðan leggur fram vantrausttillögu - Vill rjúfa Alþingi fyrir áramót Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Sverrisdóttir og Guðjón Arnar Kristjánsson, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. 21.11.2008 12:32
Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 21.11.2008 11:47
Erlent eignarhald kemur til greina Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir það koma til greina að erlent eignahald verði að hluta á íslensku viðskiptabönkunum í framtíðinni. 21.11.2008 11:41
Ekki rætt um flatan 10 prósenta niðurskurð í heilbrigðisráðuneyti Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir ekki rætt um flatan tíu prósenta niðurskurð í heilbrigðisráðuneytinu og að ríkisstjórnin geri allt sem hún geti til þess að verja velferðarkerfið, þar á meðal heilbrigðisþjónustuna. 21.11.2008 11:36
Geir staðfestir að breytingar verði á eftirlaunum ráðamanna Frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum verður vonandi lagt fyrir Alþingi í næstu viku, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 21.11.2008 11:36
Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum. 21.11.2008 11:22
Ingibjörg Sólrún: Ótímabært að ræða kosningar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála þeim Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra að ganga eigi til kosninga á næsta ári. Þetta sagði hún í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. 21.11.2008 11:10
Segir frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum verða kynnt stjórnarandstöðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum umdeildum verði að líkindum kynnt formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, formanns Framsóknarflokksins.Ingibjörg gaf hins vegar ekki upp hvernær slíkt frumvarp yrði lagt fram. 21.11.2008 11:02
Telur ESB-þjóðir ekki munu leggjast gegn aðild Íslands Olli Rehn, ráðherra stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, telur ólíklegt að þjóðir sambandsins leggist gegn því að Ísland gerist aðili að sambandinu, svo framarlega sem samkomulag um innistæður í gömlu bönkunum erlendis liggi fyrir. 21.11.2008 10:30
Hætta við jólahlaðborðsferðir frá norskum bæjum til Íslands Norska ferðaskrifstofan Islandsferder, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir Norðmenn til Íslands, hefur hætt við jólahlaðborðsferðir sínar til landsins frá völdum stöðum í Noregi. 21.11.2008 10:13
Sprotafyrirtæki til samstarfs við stjórnvöld um ný störf Um 50 hátækni- og sprotafyrirtæki hyggjast bæta við sig um 230 manns, meðal annars með því að ganga til samstarfs við stjórnvöld um fjármuni út atvinnuleysistryggingarsjóði. 21.11.2008 10:01
Eldur í rafmagnstöflu í leikskóla í Kópavogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að leikskóla við Marbakkabraut í Kópavogi nú á tíunda tímanum. Að sögn slökkviliðs kom eldurinn upp í rafmagnstöflu og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang. 21.11.2008 09:55
Skíðasvæðið á Siglufirði opið eftir hádegi Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 14 til 20 eftir því sem segir í tilkynningu frá staðarhöldurum. 21.11.2008 09:29
Kostnaður við sérsveit eykst um 60 prósent milli 2005 og 2007 Kostnaður vegna sérsveitar Ríkislögreglustjóra jókst um rúm 60 prósent á milli áranna 2005 og 2007 á meðan verkefnum sveitarinnar fjölgaði aðeins um 17 prósent. 21.11.2008 08:47
Björgvin G. og Þórunn segi af sér Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir ættu þegar að segja af sér í kjölfar þeirra ummæla þeirra í gær að rétt væri að efna til kosninga í vetur í ljósi nýrra aðstæðna í þjóðfélaginu. 21.11.2008 08:14
Ölvaður ökumaður ók út af Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hringtorgi í Mosfellsbæ í nótt, ók á ljósastaur og hafnaði úti í móa. 21.11.2008 07:22
Aðstoðuðu rjúpnaskyttu í sjálfheldu Björgunarsveitarmenn frá Bíldudal og Tálknafirði komu í gærkvöldi rjúpnaskyttu til aðstoðar, sem komin var í sjálfheldu í fjallshlíð skammt frá flugvellinum á Bíldudal. 21.11.2008 07:20
Yfirheyrðir í dag vegna árásar við Njarðvíkurskóla Lögreglan á Suðurnesjum er búin að hafa uppi á öllum þremur piltunum, sem gengu í skrokk á skólafélaga sínum á lóð Njarðvíkurskóla í gær, þannig að gera þurfti að sárum fórnarlambsins á heilsugæslustöðinni. 21.11.2008 07:16
Grímsnesið til hafnar eftir hrakfarir Hrakfallasiglingu dragnótabátsins Grímsness GK, með sjö manna áhöfn, sem upphaflega strandaði á Skarðsfjöru á miðvikudagsmorgun, lauk loks á miðnætti, þegar síldveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson kom með hann í togi til Njarðvíkur, þar sem Grímsnesið verður tekið í slipp. 21.11.2008 07:14
Hugsanlega hálsbrotinn eftir hópslagsmál Hópslagsmál brutust út utan dyra í efri byggðum borgarinnar um klukkan þrjú í nótt, þar sem nokkrir menn gerðu öðrum mönnum fyrirsát. 21.11.2008 07:11
Frumvarp um breytt eftirlaunalög lagt fyrir Alþingi á morgun Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samkvæmt heimildum Vísis náð samkomulagi um að gera breytingar á umdeildum eftirlaunalögum og verður frumvarp þess efnis lagt fyrir á Alþingi á morgun. 20.11.2008 21:18
Þingmenn Samfylkingarinnar vilja einnig kosningar á næsta ári Að minnsta kosti fjórir þingmenn og tveir ráðherrar Samfylkingarinnar vilja að gengið verði til kosninga á næsta ári. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að atburðir síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. 20.11.2008 22:11
Bíræfni bílþjófurinn laus úr haldi Bíræfni bílþjófurinn sem lögreglan handsamaði í Borgarnesi í gærmorgun er laus úr haldi. Ekki reyndist grundvöllur til að fara fram á gæsluvarðhald fyrir manninum. Lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins. 20.11.2008 21:00
Geir vill ekki kosningar heldur pólitískan stöðugleika ,,Það verða allir að standa í lappirnar. Annað væri uppgjöf," sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, aðspurður í Kastljósi fyrr í kvöld um þá afstöðu tveggja ráðherra Samfylkingarinnar sem vilja að gengið verði til kosninga á næsta ári. 20.11.2008 20:01
Leit gerð að rjúpnaskyttu sem nú er fundin Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu klukkan rúmlega 18 í kvöld. 20.11.2008 21:37
Fólskuleg líkamsárás á skólalóð í Reykjanesbæ Á vefsíðunni Youtube.com er að finna alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í Reyjanesbæ í dag. Þar veitast þrír ungir drengir að jafnaldra sínum með höggum og spörkum á skólalóð Njarðvíkurskóla og er meðal annars sparkað í höfuð drengsins. 20.11.2008 20:13
Raddir fólksins biðja borgina um aðstoð Raddir fólksins vilja að Reykjavíkurborg aðstoði samtökin og hafa farið fram á að borgin útvegi þeim húsnæði til fundarhalda og skrifstofustarfssemi. Raddir fólksins eru samtök aðila sem hafa staðið að mótmælafundum á Austurvelli á laugardögum undanfarnar vikur. 20.11.2008 20:08
Fikt stráka með eld orskaði bruna á Baldursgötu Á laugardaginn kviknaði í mannlausu húsi við Baldursgötu í Reykjavík. Eldsupptök voru ókunn en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið sem nú er upplýst. 20.11.2008 19:47
Fjórir þingmenn með myntkörfulán Fjórir þingmenn eru í þeirri stöðu að hafa tekið myntkörfulán á síðustu árum. Einn hefur þegar látið frysta sín lán. 20.11.2008 18:50
Skuldir heimilanna fimmfaldast frá einkavæðingu bankanna Skuldir heimilanna fimmfölduðust frá því bankarnir voru einkavæddir þangað til þeir hrundu í síðasta mánuði. Skuldirnar hafa vaxið jafnt og þétt frá því bankarnir voru einkavæddir. 20.11.2008 18:46
Reynsla Finna í barnaverndarmálum á kreppuárunum víti til varnaðar Sjötíu prósenta aukning varð á þeim fjölda barna sem þurfti að skilja frá foreldrum sínum og koma fyrir á fósturheimilum og stofnunum eftir kreppuárin í Finnlandi. Víti til varnaðar, segir forstjóri Barnaverndarstofu. 20.11.2008 18:43
Geir: Ekki verði gengið hömlulaust á gjaldeyrsjóðinn Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ákveðið að lána Íslandi 2,1 milljarð dollara eða sem nemur tæpum 300 milljörðum króna. Peningarnir verða ekki notaðir til að styrkja gjaldeyrismarkaðinn nema nauðsyn krefji segir forsætisráðherra. 20.11.2008 18:38
Viðskiptaráðherra vill kosningar á næsta ári Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er þeirrar skoðunar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Undir þá skoðun tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. 20.11.2008 18:30
Björgunarskip komið að vélarvana fiskiskipi Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er komið að Grímsnesi GK-555 þar sem að skipið er vélarvana rúmlega tvær sjómílur undan Sandvík á Reykjanesi. 20.11.2008 17:54
Fylgjast með þróun og áhrifum atvinnuleysis í borginni Svandísi Svavarsdóttur, oddvita Vinstri - grænna, hefur verið falið að fara fyrir starfshópi á vegum borgarinnar sem á að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. 20.11.2008 17:08
Athvarf fyrir heimilislausa áfram rekið á Njálsgötu Reykjavíkurborg hefur ákveðið að starfrækja áfram heimili fyrir karla með áfengisvanda og annan vímuefnavanda á Njálsgötu í ljósi þeirra reynslu sem hafi fengist. Staðsetning heimilisins sætti mikilli gagnrýni íbúa á Njálsgötunni þegar það opnaði sumarið 2007. 20.11.2008 17:02
Vill styttri opnunartíma og dreifðari staði til þess draga úr afbrotum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur að með því að fækka skemmtistöðum í miðborginni, stytta opnunartíma, dreifa veitingastöðum meira um borgina og færa skemmtistaði af tiltekinni tegund í iðnaðarhverfi megi draga úr afbrotum í miðborginni og raunar öllu höfuðborgarsvæðinu. 20.11.2008 16:59
Vélarvana bát rekur að landi Vélarvana fiskibát rekur nú að landi við Stóru-Sandvík á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir og björgunarskip Slysavarnafélagsins eru á leið að bátnum auk þess sem nærstaddir bátar hafa verið beðnir að sigla á staðinn. 20.11.2008 16:29
Verð á einstökum vörum hefur tvöfaldast á hálfu ári Dæmi eru um að verð á einstökum vörum í matvöruverslunum hafi hækkað um yfir 100 prósent á síðastliðnu hálfu ári. Þetta leiða verðkannanir ASÍ í ljós. 20.11.2008 16:11
Ólafur Ragnar örmagnaðist eftir fráfall eiginkonu sinnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varð örmagna á sál og líkama í byrjun ársins 2001. 20.11.2008 15:46
Fyrirtæki sýknað af bótakröfu vegna flugeldaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fyrirtæki af um 14,5 milljóna króna bótakröfu karlmanns vegna flugeldaslyss sem hann varð fyrir í janúar árið 2006. 20.11.2008 15:39
Ólafur tjáir sig ekki um bókina Fréttir upp úr bók Guðjóns Friðrikssonar, Saga af forseta, hafa birst í fjölmiðlum í dag. Þar hefur ýmislegt fróðlegt komið fram eins og t.d afskipti Davíðs Oddssonar af hjónavígslu forsetans og Dorritar. 20.11.2008 15:20
Fá ekki að skila útboðslóðum eða atvinnulóðum í borginni Þeir aðilar sem fengu úthlutað lóð á grundvelli útboðs árið 2006 geta ekki skilað þeim til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. 20.11.2008 15:17
Umhverfisráðherra vill kosningar á næsta ári Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist vera þeirrar skoðunnar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Hún segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. Þórunn er fyrst ráðherra til þess að lýsa því yfir að hún vilji ganga til kosninga á næstunni. 20.11.2008 15:09
Bretar lána 460 milljarða vegna innistæðuskulda Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að lána íslenskum stjórnvöldum 2,2 milljarða punda, jafnvirði nærri 460 milljarða króna, og er það sagður hluti af samkomulagi sem gert hafi verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 15:05