Innlent

Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga

Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum.

Sagði Helga að sér hefði verið sagt að hann hefði sýnt skurðstofum, sem til stæði að loka í sparnaðarskyni, sérstakan áhuga. Enn fremur spurði hún hvaða hlutverki auðmenn ættu að gegna í heilbrigðisþjónustunni.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði auðmönnum ekki ætlað neitt sérstakt hlutverk í heilbrigðisþjónustunni. Hann gæti ekki svarað fyrir einstakar heimsóknir á heilbrigðisstofninar en benti á að mjög margir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hefðu komið auga á gæði íslenskra heilbrigðisþjónustu. Jafnvel sé verið að huga að því að flytja inn sjúklinga og það væri vel.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×