Innlent

Hugsanlega hálsbrotinn eftir hópslagsmál

Hópslagsmál brutust út utan dyra í efri byggðum borgarinnar um klukkan þrjú í nótt, þar sem nokkrir menn gerðu öðrum mönnum fyrirsát.

Var meðal annars beitt golfkylfum og stórri sleggju. Vitni kölluðu á lögreglu sem sendi lið lögreglumanna á nokkrum bílum á vettvang og yfirbuguðu mennina, en tveir þeirra veittu lögreglu mótspyrnu. Þá kom í ljós að einn var alvarlega slasaður, jafnvel hálsbrotinn, og er hann á slysadeild Landspítalans.

Þrír gista fangageymslur og bíða yfirheyrslu en einn komst undan og er hans leitað. Ekkert liggur fyrir um orsakir átakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×