Innlent

Björgunarskip komið að vélarvana fiskiskipi

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er komið að Grímsnesi GK-555 þar sem að skipið er vélarvana rúmlega tvær sjómílur undan Sandvík á Reykjanesi.

Ekkert amar að skipverjum, áætlað er að Oddur V. Gíslason taki Grímsnes í tog og draga til hafnar. Fleiri skip og bátar eru á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Stjórnstöðinni barst aðstoðarbeiðni frá Grímsnesi klukkan korter í fjögur í dag. Í framhaldinu var jörgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar boðað út auk þess kallað var í nærstödd skip og þeim stefntá staðinn.

Nokkrum mínútum yfir klukkun fimm var Oddur V. Gíslason kominn með taug í Grímsnes.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×