Innlent

Reynsla Finna í barnaverndarmálum á kreppuárunum víti til varnaðar

Sjötíu prósenta aukning varð á þeim fjölda barna sem þurfti að skilja frá foreldrum sínum og koma fyrir á fósturheimilum og stofnunum eftir kreppuárin í Finnlandi. Víti til varnaðar, segir forstjóri Barnaverndarstofu.

Efnahagsþrengingunum hér á landi hefur verið líkt við kreppuna sem varð í Finnlandi upp úr 1990. Þar í landi var dregið úr félagslegri aðstoð í niðursveiflunni og sýnir nýleg finnsk rannsókn þær alvarlegu afleiðingar sem það hafði á börn og barnavernd í landinu.

Efnahagsþrengingar hittir fjölskyldur sem búa við fátækt, veikindi eða einhver félagsleg vandamál verst fyrir - kvíði, áhyggjur og spenna dregur úr hæfni foreldra til að sinna börnum sínum. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu leggur áherslu á mikilvægi foreldrahlutverksins og segir afar brýnt að velferðarþjónusta fyrir barnafjölskyldur verði ekki skert.

,,í þessari rannsókn sem er afskaplega ítarlega kemur berlega fram hversu illa getur farið ef að forgangsröðun er ekki rétt. Finnska reynslan er vissulega víti til varnaðar," segir Bragi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×