Innlent

Telur ESB-þjóðir ekki munu leggjast gegn aðild Íslands

MYND/AFP

Olli Rehn, ráðherra stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, telur ólíklegt að þjóðir sambandsins leggist gegn því að Ísland gerist aðili að sambandinu, svo framarlega sem samkomulag um innistæður í gömlu bönkunum erlendis liggi fyrir.

Þetta kemur fram í viðtali viðtali við hann á heimasíðunni EurActiv. Rehn segir engar flýtileiðir inn í sambandið en bendir á að Ísland hafi í gegnum EES-samninginn ákveðið forskot á aðrar þjóðir. Aðspurður hvort Ísland geti komist á undan Króatíu, sem stefnir á aðild árið 2012, útilokar Rehn það ekki en það sé háð því hvernig samningaviðræður og innleiðing löggjafar ESB gangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×