Innlent

Stjórnarandstaðan leggur fram vantrausttillögu - Vill rjúfa Alþingi fyrir áramót

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Sverrisdóttir og Guðjón Arnar Kristjánsson, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina.

Tillagan var lögð fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni lýsir Alþingi þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 31. desember og efnt til almennra þingkosninga í framhaldinu.

Formennirnir staðfestu við Fréttablaðið í morgun að til umræðu hefði verið að leggja fram slíka vantrausttillögu vegna frammistöðu ríkisstjórnarinnar í núverandi efnahagsþrengingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×