Innlent

Bíræfni bílþjófurinn laus úr haldi

Maðurinn stal fjölda bifreiða út á stolin skilríki. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að hún er tekin á bílasölu.
Maðurinn stal fjölda bifreiða út á stolin skilríki. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að hún er tekin á bílasölu.

Bíræfni bílþjófurinn sem lögreglan handsamaði í Borgarnesi í gærmorgun er laus úr haldi. Ekki reyndist grundvöllur til að fara fram á gæsluvarðhald fyrir manninum. Lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins.

Maðurinn stal veski frá Stefáni Má Haraldssyni þann 30 október síðastliðinn. Frá þeim tíma, eða á nærri þriggja vikna tímabili nýtti hann sér skilríki Stefáns til þess að sigla undir fölsku flaggi. Hann stal hverri bifreiðinni á eftir annarri og tók út vörur og þjónustu fyrir um 90 þúsund krónur á stolið kreditkort. Þar á meðal tók hann út sígarettur fyrir tugi þúsunda, greiddi hótelreikning og greiddi reikning hjá dýralækni.






Tengdar fréttir

Þáði kakó og stal bíl

Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt.

Stal fjölda bíla með stolnum skilríkjum

Bíræfni bílþjófurinn stal veski frá Stefáni Má Haraldssyni þann 30 október síðastliðinn. Frá þeim tíma, eða á nærri þriggja vikna tímabili nýtti hann sér skilríki

Bíræfni bílþjófurinn stöðvaður í Borgarnesi

Vísir sagði í gær frá manni sem heimsótti Bílahúsið í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þáði hann kakó, köku og fékk að reynsluaka silfurlituðum Volkswagen Golf. Var maðurinn hinn viðmótlegasti en bílnum hefur hann enn ekki skilað. Guðni Daníelsson framkvæmdarstjóri Bílahúss segist hafa fengið mikil viðbrögð í kjölfar fréttar Vísis í gær og sést hafi til bílþjófsins víða um land. Lögreglan í Borgarnesi hafði hinsvegar uppi á manninum fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×