Innlent

Umhverfisráðherra vill kosningar á næsta ári

Breki Logason skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist vera þeirrar skoðunnar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Hún segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. Þórunn er fyrst ráðherra til þess að lýsa því yfir að hún vilji ganga til kosninga á næstunni.

Þórunn sat fund félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi þar sem ályktun þessa efnis var samþykkt. Þórunn segist þó hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Hinsvegar mælti hún fyrir því á fundinum að boða ætti til kosninga.

„Ég er þeirrar skoðunar að við sem þjóð og samfélag séum stödd á þeim stað að á næsta ári einhvern tíma þurfi að endurnýja umboð stjórnvalda og með því gefa fólki það eðlilega og lýðræðislega vald sem hjá því býr," segir Þórunn í samtali við Vísi.

„Þetta segi ég vegna þess að atburðir síðustu daga og vikna eru þeirrar gerðar að eftir hrun af þessu tagi, sem er ekkert annað en kerfishrun, er mjög mikilvægt að þeir sem fari í uppbyggingarstarfið hafi til þess skýrt umboð," segir Þórunn.

Hún segir að samkvæmt leikreglum lýðræðisins séu kosningar líklegasta aðferðin til þess að svo verði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×