Innlent

Fjórir þingmenn með myntkörfulán

Fjórir þingmenn eru í þeirri stöðu að hafa tekið myntkörfulán á síðustu árum. Einn hefur þegar látið frysta sín lán.

Af þeim sextíu og þremur þingmönnum sem nú eiga sæti á þingi hafa aðeins fjórir tekið myntkörfulán undanfarin ár. Þrír þingmenn samfylkingar og einn framsóknarþingmaður.

Þetta eru þau Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Höskuldur Þórhallsson og Helgi Hjörvar.

,,Við vorum nú sem betur svo forsjál við Þórhildur að við geymdum þriðjunginn af erlendu myntinni til þess að mæta skammtímasveiflum og getum þess vegna selt það núna og fengið talsvert til að mæta hækkuninni og dugar okkur næstu árin en þau hafa vissulega hækkað mikið," segir Helgi Hjörvar.

Steinunn Valdís tók myntkörfulán í maí á þessu ári. ,,Ég gerði eins og allir aðrir þetta þótti hagstætt þá. Ég fékk myntkörfulán í Kaupþingi til þess að fjármagna ákveðnar endurbætur í húsnæði sem við búum í en við búum í gömlu húsi. Þær eru mjög óhagstæðar í dag og afborganirnar hafa tvöfaldast á þessum stutta tíma," segir Steinun sem hefur nú þegar gripið til ráðstafana.

,,Við ráðum ekki við þetta frekar en margir aðrir. Ég hef látið frysta þetta lán og svo verður maðu bara að sjá til og reyna öngla saman en ég náttúruelga eins og aðrir í þeim sporum að frystingin þetta kemur að fullum þunga eftir þrjá mánuði. Þannig að maður þarf að eiga fyrir þessu þegar þetta kemur af fullum þunga eftir þrjá mánuði."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×