Innlent

Skíðasvæðið á Siglufirði opið eftir hádegi

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 14 til 20 eftir því sem segir í tilkynningu frá staðarhöldurum. Veðrið er sagt mjög gott, norðvestan gola, fjögurra stiga frost og hálfskýjað. Neðsta lyfta og T-lyfta verða opnar, færi er mjög gott og nýr troðinn snjór. Þá segir í tilkynningunni að verðurútlitið sé einnig gott fyrir helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×