Innlent

Ólafur Ragnar örmagnaðist eftir fráfall eiginkonu sinnar

Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir þegar Ólafur var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir þegar Ólafur var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins. Mynd/ GVA.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varð örmagna á sál og líkama í byrjun ársins 2001. Hann var þrotinn að kröftum, veiktist og lá í rúminu í þrjár eða fjórar vikur. Ástæðuna mátti rekja til fráfalls Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, eiginkonu hans. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, nýrri bók sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar um Ólaf Ragnar. Guðjón segir að opinberlega hafi verið gefið til kynna að hann væri með flensu, en í raun og veru hefði ónæmiskerfið gefið sig.

„Allan fyrra hluta ársins 2001 var forsetinn með hitavellu langtímum saman og þreklaus. Læknar ráðlögðu honum að fara í langt frí en hann kaus að sinna embætti sínu eftir því sem hann gæti og safna þreki smátt og smátt. Hann mætti á forsetaskrifstofuna síðla morguns, var þar kannski í tvo eða þrjá tíma til að sinna lágmarksstörfum en fór síðan heim og lagði sig. Það var ekki fyrr en á síðari hluta ársins að hann var aftur kominn í sæmilegt form og náði þó ekki fullu þreki fyrr en 2002," segir Guðjón í bókinni. Allt frá því að Guðrún Katrín veiktist í september 1997 og langt fram eftir árinu 1999 og svo aftur árið 2001 hafi forsetaembættið verið í hægagangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×