Innlent

Sprotafyrirtæki til samstarfs við stjórnvöld um ný störf

Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, og Svafa Grönfeldt, rektor HR, á fundinum í síðustu viku.
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, og Svafa Grönfeldt, rektor HR, á fundinum í síðustu viku.

Um 50 hátækni- og sprotafyrirtæki hyggjast bæta við sig um 230 manns, meðal annars með því að ganga til samstarfs við stjórnvöld um fjármuni út atvinnuleysistryggingarsjóði.

Samkvæmt tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins felur samkomulagið í sér að atvinnuleysistryggingasjóður greiði 90 prósent af bótum hvers manns sem fyrirtæki ræður af atvinnuleysisskrá, leggi fyrirtækið það sama á móti. Ekkert takmark er á fjölda starfsmanna.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hafi greint frá samkomulaginu á rúmlega þúsund manna fjöldafundi hátækni- og nýsköpunarfyrirtækja síðastliðinn föstudag sem bar yfirskriftina Núna er tækifærið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×