Innlent

Eldur í rafmagnstöflu í leikskóla í Kópavogi

MYND/Anton Brink

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að leikskóla við Marbakkabraut í Kópavogi nú á tíunda tímanum. Að sögn slökkviliðs kom eldurinn upp í rafmagnstöflu og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang.

Starfsfólk leikskólans brást hratt við og hafði komið öllum börnum út úr leikskólanum þegar slökkvilið bar að garði og því var ekki mikil hætta á ferðum. Eldurinn var slökktur og húsið reykræst en fulltrúar frá Kópavogsbæ eru á staðnum til að meta hvað skuli gera þar sem leikskólinn er rafmangslaus.

Slökkvilið var fyrr í morgun, á áttunda tímanum, kallað að veitingastaðnum Kryddlegnum hjörtum við Skúlagötu. Að sögn starfsstúlku á staðnum kom enginn eldur upp á staðnum, einungis reykur. Staðurinn er opinn og engar skemmdir urðu á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×