Fleiri fréttir Ungir framsóknarmenn bjóða Davíð Oddssyni í hádegisverð Ungir framsóknarmenn hafa sent Davíð Oddssyni opið bréf og bjóða honum í grjónagraut og slátur í hádeginu á laugardaginn. Í bréfinu segjast ungir framsóknarmenn hafa heyrt Davíð segja svo merkilega hluti á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudaginn, meðal annars um það hvernig Davíð hefði séð bankakreppuna fyrir og reynt að vara alla við. 20.11.2008 13:03 Hollenskur öldungur áfram í haldi vegna hassmáls Hollenski öldungurinn, sem gripinn var með um 190 kíló af hassi, kókaín og marijúana í húsbíl sínum við komuna til landsins með Norrænu í júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember. 20.11.2008 12:54 Valgerður fagnar IMF áfanga Valgerður Sverrisdóttir segir það fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gera út um deilur vegna Icesave. 20.11.2008 12:51 Ræddu nágrannavörslu í Garðabæ Íbúar í götum sem liggja að Seljuási og Hlíðarási í Garðabæ mættu á fund sem haldinn var í gærkvöld um nágrannavörslu í hverfinu. Nágrannavarslan er samstarfsverkefni Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Garðabæ. 20.11.2008 12:32 Meiri stemmning í sjávarútveginum en um árabil Íslenskir frystitogarar hafa skilað á land aflaverðmæti sem nemur tveimur milljörðum króna síðustu daga. Meiri stemmning er í greininni en um árabil. 20.11.2008 12:29 Ingibjörg: Tvö næstu ár verða þjóðinni erfið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir næstu tvö ár verða þjóðinni erfið og segir afar mikilvægt að allir aðilar gangi í takt. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Alþingi í dag. 20.11.2008 12:20 Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta. 20.11.2008 12:06 Steingrímur: Ríkisstjórnin biðjist lausnar Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í umræðum um IMF lánið á Alþingi í dag. Hann kallaði umræðuna „eftiráumræðu“ og honum fannst sérkennilegt að heyra í forsætisráðherra tala eins og það væri verið að sýna Alþingi sérstaka „virðingu“ með því að taka málið upp á þingi. Enn undarlegra væri að hlusta á Geir tala eins og það hefði fyllilega komið til álita að gera þetta án þess að þingið kæmi að málum. Hann gagnrýndi einnig deilur á milli ríkistjórnarflokkanna og sagði ástand ríkisstjórnarinnar vera þannig að hún ætti að biðjast lausnar sem fyrst. 20.11.2008 11:43 Þurfa að sækja um greiðslujöfnun fyrir miðvikudaginn Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána sinna samkvæmt nýsamþykktum lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. 20.11.2008 11:27 Deildu um hvort yfirstjórn Seðlabankans ætti að víkja Geir H. Haarde forsætisráðherra og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, deildu hart um það hvort stjórn Seðlabankans ætti að víkja þegar ráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 11:09 Spurði hvort Sjálfstæðisflokkur hefði lært eitthvað á gjaldþroti Heilsuverndarstöðvar Sjálfstæðisflokkurinn var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort hann hygðist halda áfram óbreyttri stefnu varðandi einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. 20.11.2008 11:05 Samfylkingin í Garðabæ vill bankastjórn Seðlabankans burt Á aðalfundi Félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi kom fram að allar forsendur ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn séu nú gjörbreyttar. Fundurinn telur því að endurnýja þurfi umboð stjórnmálaflokkanna allra í síðasta lagi vorið 2009. 20.11.2008 11:01 Ritstjóri Fréttablaðsins: Seðlabankinn ákveður pólitíska umræðu Markmið bankastjórnar Seðlabankans með ræðu Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs í vikunni var tvíþætt, að þvo hendur sínar og að sýna að bankastjórnin getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Þorsteinn segir að seinna markmiðið hafi náðst. Ríkisstjórnin hafi komist í vörn. 20.11.2008 11:00 Um 250 vildu í Latabæ eftir bankahrunið Um 250 atvinnuumsóknir bárust Latabæ snemma í október þegar bankakerfið hrundi eftir því sem fram kemur í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Magnús Scheving, höfund Latabæjar. 20.11.2008 10:27 Vilja samninga við Samflotið Stjórn og trúnaðarráð Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS), skorar á sveitarstjórnir á Suðurlandi eða Launanefnd sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Þetta kemur fram á ályktun sem samþykkt var í fundi þriðjudaginn 18. nóvember. 20.11.2008 10:18 Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar heita samstarfi Þjóðverjar, Hollendingar og Bretar fagna því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggist lána Íslandi 2,1 milljarð dollara til þess að koma á stöðugleika og segjast munu vinna með íslenskum stjórnvöldum að lausn deilna vegna innistæðueigenda hjá íslensku bönkunum í útlöndum. 20.11.2008 10:06 Um sex prósenta kaupmáttarrýrnun á einu ári Kaupmáttarrýrnun almennings á síðstu tólf mánuðum hér á landi nemur um það bil sex prósentum ef marka má þróun verðbólgu og launavísitölu 20.11.2008 09:52 IKEA innkallar gluggatjöld IKEA hefur ákveðið að innkalla felligluggatjöldin IRIS og ALVINE og biður alla þá sem eiga slík gluggatjöld með ákveðinni framleiðsludagsetningu að hafa samband við verslunina. Prófanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að gluggatjöldin uppfylla ekki allar öryggiskröfur sem gerðar eru. Tilkynning frá IKEA er hér að neðan: 20.11.2008 09:51 Samið við starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja Starfsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja hafa náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja um breytingar og framlengingu kjarasamnings til sex mánaða, 20.11.2008 09:23 Byggingarkostnaður hækkað um 26,8 prósent síðastliðið ár Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 26,8 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar sem í dag birtir vísitölu byggingarkostnaðar fyrir desember. Vísitalan sem gildir í desember var reiknuð um miðjan nóvember og var þá 478,8 stig, sem er hækkun um 3,2 prósent frá fyrri mánuði. 20.11.2008 09:11 Grímsnesið ekki enn komið í land eftir strand í gær Dragnótabáturinn Grímsnes GK, sem strandaði á sandrifi austan við Skarðsfjöruvita á Suðurströndinni seint í gærkvöldi með níu manna áhöfn, er ekki enn kominn til lands. 20.11.2008 07:20 Tæp 52 prósent landsmanna hlynnt ESB-aðild Tæp 52 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og rösklega 62 prósent eru hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður við sambandið, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. 20.11.2008 07:18 Hugur í ferðaþjónustunni Mikill hugur er í ferðaþjónustufólki, sem sér tækifæri í að nýta sér lágt gengi krónunnar til að laða að fleiri ferðamenn en ella. 20.11.2008 07:14 IMF lánar Íslendingum 2,1 milljarð dollara Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti á fundi sínum í Washington í gærkvöldi,að lána Íslendingum rúma tvo milljarða dollara til að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi. 20.11.2008 07:11 Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. 20.11.2008 04:45 Stjórn IMF samþykkti lánabeiðni Íslendinga Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán. 19.11.2008 23:09 Yfir sextíu prósent landsmanna vilja aðildarviðræður Hreinn meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og vill taka upp evru. Þetta eru megin niðurstöður könnunar sem CapaCent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok október. 19.11.2008 22:18 Segir atburði í fjarlægum löndum hafa orsakað fall bankanna Atburðir í fjarlægum löndum orsökuðu fall íslensku bankanna, að mati Jóns Sigurðssonar stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins og varaformanns bankaráðs Seðlabankans. Jón var gestur Helga Seljans í Kastljósi fyrr í kvöld. 19.11.2008 21:15 Fjármagnsflutningar Kaupþings orsökuðu hryðjuverkalög Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur að meintir fjármagnsflutningar Kaupþings frá Bretlandi til Íslands, skömmu fyrir fall bankanna, hafi orðið til þess að umdeildum hryðjuverkalögum var beitt. Þetta sagði hann í samtali við forsætisráðherra í dag. 19.11.2008 19:56 Myntkörfulán bankamálaráðherra hefur hækkað um 25 milljónir Ráðherrarnir tólf í ríkisstjórn Íslands skulda að meðaltali rétt rúmar sextán milljónir í húsum sínum. Þau eru að meðaltali 217 fermetrar og verðmæti þeirra um 65 milljónir. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er sá eini sem er með myntkörfulán. Það hefur hækkað um 25 milljónir á einu ári. 19.11.2008 18:47 Ekki sjálfgefið að Davíð víki Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ekki gefið að Davíð Oddsson fari frá þó Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabanka Íslands, eins og pólitískur vilji er fyrir hjá báðum stjórnarflokkunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra vill hins vegar fá nýja forystu og einn faglegan bankastjóra. 19.11.2008 18:30 Stjórn IMF fundar um beiðni Íslendinga Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tekur nú fyrir beiðni Íslands um lán á fundi sínum. Ráðgert var að fundurinn hæfist klukkan 20 að íslenskum tíma. 19.11.2008 20:33 Nýr Framsóknarflokkur hugsanlega í burðarliðnum Afsagnir Bjarna Harðarsonar og Guðna Ágústssonar hafa valdið miklum titringi meðal Framsóknarmanna. Ekki síst þeirra sem hafa barist gegn því að flokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum. Þetta var fullyrt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 19.11.2008 19:27 Hreppurinn borgaði laxveiði og flugmódel fyrir Brynjólf Fyrrverandi sveitarstjóri í Grímsey lét hreppinn greiða fyrir sig laxveiði og flugmódel. Hann neitaði ekki sakargiftum þegar fjársvikamál hans var dómtekið í dag, en grunur leikur á að hann hafi stolið 27 milljónum. 19.11.2008 19:00 Fjármálaráðherra jákvæður í garð stærra álvers Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í áform Norðuráls um stærra álver í Helguvík meðan Samfylkingarráðherrar hafa efasemdir. 19.11.2008 18:58 Íslendingar gætu hagnast á olíu við Austur-Grænland Olíu- og gaslindir við Austur-Grænland eru taldar tvöfalt meiri en á Drekasvæðinu. Bæjarstjóri Ísafjarðar segir þarna mikil tækifæri sem Vestfirðingar ætli að nýta. 19.11.2008 18:53 Ekki stendur til að endurskoða launahækkun ráðamanna Alþingismenn, ráðherrar og aðrir opinberir embættismenn fengu ríflega launahækkun aðeins mánuði áður en bankarnir hrundu. Ekki stendur til að endurskoða þá hækkun. 19.11.2008 18:40 Vinnuhópur um sameiningu FME og Seðlabankans Að öllum líkindum verður stofnaður vinnuhópur til að kanna sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 19.11.2008 18:01 Vara við að reynt sé að gera laxveiðiferðir tortryggilegar Stjórn Landssambands veiðifélaga varar við að reynt sé að gera laxveiðiferðir í viðskiptaerindum tortryggilegar og koma jafnframt óorði á fyrirtæki sem bjóða viðskiptavinum sínum til laxveiða. 19.11.2008 17:59 Hundrað ára og hlustar ekki á kreppukjaftæði Fjölmenni var í hundrað ára afmælisveislu Herdísar Albertsdóttur á Ísafirði í dag. Hún þakkar íslenskum mat háan aldur og hlustar ekki á kreppukjaftæði. 19.11.2008 17:23 Staðfest að kveikt var í húsi við Baldursgötu Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að kveikt hafi verið í yfirgefnu húsi við Baldursgötu sem brann á laugardag. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur enginn verið handtekinn vegna málsins og enginn yfirheyrður. Rannsókn málsins sé hins vegar haldið áfram. 19.11.2008 17:14 Ráðherrabíll Björns grýttur Þegar mótmæli stóðu sem hæst yfir við Alþingishúsið í hádeginu í dag var ráðherrabíll Björns Bjarnasonar grýttur með eggjum. Björn segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hann telur ólíklegt að markmið mótmælendanna, að fá ríkisstjórnina til að víkja og koma á tímabundinni þjóðstjórn, náist með aðgerðum sem þessum. 19.11.2008 16:56 Sektaður fyrir að skemma bíl Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 40 þúsund krónur fyrir að hafa fyrir utan skemmtistað á Selfossi í febrúar hlaupið harkalega á bifreið og hent sér upp á húdd hennar með þeim afleiðingum að vinstra frambretti bifreiðarinnar beyglaðist. 19.11.2008 16:48 Gamalt timburhús í Landeyjum eyðilagðist í bruna Gamalt timburhús á jörðinni Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum gjöreyðilagðist í bruna í morgun. 19.11.2008 16:23 Foreldrar í Garðabæ kæra sveitarfélagið Vegna ákvörðunar Garðabæjar um að taka ekki þátt í greiðslu skólamáltíða í grunnskólum bæjarins hafa foreldrar grunnskólabarna í bænum kært sveitarfélagið til menntamálaráðuneytisins. 19.11.2008 16:19 Sjá næstu 50 fréttir
Ungir framsóknarmenn bjóða Davíð Oddssyni í hádegisverð Ungir framsóknarmenn hafa sent Davíð Oddssyni opið bréf og bjóða honum í grjónagraut og slátur í hádeginu á laugardaginn. Í bréfinu segjast ungir framsóknarmenn hafa heyrt Davíð segja svo merkilega hluti á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudaginn, meðal annars um það hvernig Davíð hefði séð bankakreppuna fyrir og reynt að vara alla við. 20.11.2008 13:03
Hollenskur öldungur áfram í haldi vegna hassmáls Hollenski öldungurinn, sem gripinn var með um 190 kíló af hassi, kókaín og marijúana í húsbíl sínum við komuna til landsins með Norrænu í júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember. 20.11.2008 12:54
Valgerður fagnar IMF áfanga Valgerður Sverrisdóttir segir það fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gera út um deilur vegna Icesave. 20.11.2008 12:51
Ræddu nágrannavörslu í Garðabæ Íbúar í götum sem liggja að Seljuási og Hlíðarási í Garðabæ mættu á fund sem haldinn var í gærkvöld um nágrannavörslu í hverfinu. Nágrannavarslan er samstarfsverkefni Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Garðabæ. 20.11.2008 12:32
Meiri stemmning í sjávarútveginum en um árabil Íslenskir frystitogarar hafa skilað á land aflaverðmæti sem nemur tveimur milljörðum króna síðustu daga. Meiri stemmning er í greininni en um árabil. 20.11.2008 12:29
Ingibjörg: Tvö næstu ár verða þjóðinni erfið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir næstu tvö ár verða þjóðinni erfið og segir afar mikilvægt að allir aðilar gangi í takt. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Alþingi í dag. 20.11.2008 12:20
Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta. 20.11.2008 12:06
Steingrímur: Ríkisstjórnin biðjist lausnar Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í umræðum um IMF lánið á Alþingi í dag. Hann kallaði umræðuna „eftiráumræðu“ og honum fannst sérkennilegt að heyra í forsætisráðherra tala eins og það væri verið að sýna Alþingi sérstaka „virðingu“ með því að taka málið upp á þingi. Enn undarlegra væri að hlusta á Geir tala eins og það hefði fyllilega komið til álita að gera þetta án þess að þingið kæmi að málum. Hann gagnrýndi einnig deilur á milli ríkistjórnarflokkanna og sagði ástand ríkisstjórnarinnar vera þannig að hún ætti að biðjast lausnar sem fyrst. 20.11.2008 11:43
Þurfa að sækja um greiðslujöfnun fyrir miðvikudaginn Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána sinna samkvæmt nýsamþykktum lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. 20.11.2008 11:27
Deildu um hvort yfirstjórn Seðlabankans ætti að víkja Geir H. Haarde forsætisráðherra og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, deildu hart um það hvort stjórn Seðlabankans ætti að víkja þegar ráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 11:09
Spurði hvort Sjálfstæðisflokkur hefði lært eitthvað á gjaldþroti Heilsuverndarstöðvar Sjálfstæðisflokkurinn var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort hann hygðist halda áfram óbreyttri stefnu varðandi einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. 20.11.2008 11:05
Samfylkingin í Garðabæ vill bankastjórn Seðlabankans burt Á aðalfundi Félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi kom fram að allar forsendur ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn séu nú gjörbreyttar. Fundurinn telur því að endurnýja þurfi umboð stjórnmálaflokkanna allra í síðasta lagi vorið 2009. 20.11.2008 11:01
Ritstjóri Fréttablaðsins: Seðlabankinn ákveður pólitíska umræðu Markmið bankastjórnar Seðlabankans með ræðu Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs í vikunni var tvíþætt, að þvo hendur sínar og að sýna að bankastjórnin getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Þorsteinn segir að seinna markmiðið hafi náðst. Ríkisstjórnin hafi komist í vörn. 20.11.2008 11:00
Um 250 vildu í Latabæ eftir bankahrunið Um 250 atvinnuumsóknir bárust Latabæ snemma í október þegar bankakerfið hrundi eftir því sem fram kemur í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Magnús Scheving, höfund Latabæjar. 20.11.2008 10:27
Vilja samninga við Samflotið Stjórn og trúnaðarráð Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS), skorar á sveitarstjórnir á Suðurlandi eða Launanefnd sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Þetta kemur fram á ályktun sem samþykkt var í fundi þriðjudaginn 18. nóvember. 20.11.2008 10:18
Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar heita samstarfi Þjóðverjar, Hollendingar og Bretar fagna því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggist lána Íslandi 2,1 milljarð dollara til þess að koma á stöðugleika og segjast munu vinna með íslenskum stjórnvöldum að lausn deilna vegna innistæðueigenda hjá íslensku bönkunum í útlöndum. 20.11.2008 10:06
Um sex prósenta kaupmáttarrýrnun á einu ári Kaupmáttarrýrnun almennings á síðstu tólf mánuðum hér á landi nemur um það bil sex prósentum ef marka má þróun verðbólgu og launavísitölu 20.11.2008 09:52
IKEA innkallar gluggatjöld IKEA hefur ákveðið að innkalla felligluggatjöldin IRIS og ALVINE og biður alla þá sem eiga slík gluggatjöld með ákveðinni framleiðsludagsetningu að hafa samband við verslunina. Prófanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að gluggatjöldin uppfylla ekki allar öryggiskröfur sem gerðar eru. Tilkynning frá IKEA er hér að neðan: 20.11.2008 09:51
Samið við starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja Starfsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja hafa náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja um breytingar og framlengingu kjarasamnings til sex mánaða, 20.11.2008 09:23
Byggingarkostnaður hækkað um 26,8 prósent síðastliðið ár Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 26,8 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar sem í dag birtir vísitölu byggingarkostnaðar fyrir desember. Vísitalan sem gildir í desember var reiknuð um miðjan nóvember og var þá 478,8 stig, sem er hækkun um 3,2 prósent frá fyrri mánuði. 20.11.2008 09:11
Grímsnesið ekki enn komið í land eftir strand í gær Dragnótabáturinn Grímsnes GK, sem strandaði á sandrifi austan við Skarðsfjöruvita á Suðurströndinni seint í gærkvöldi með níu manna áhöfn, er ekki enn kominn til lands. 20.11.2008 07:20
Tæp 52 prósent landsmanna hlynnt ESB-aðild Tæp 52 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og rösklega 62 prósent eru hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður við sambandið, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. 20.11.2008 07:18
Hugur í ferðaþjónustunni Mikill hugur er í ferðaþjónustufólki, sem sér tækifæri í að nýta sér lágt gengi krónunnar til að laða að fleiri ferðamenn en ella. 20.11.2008 07:14
IMF lánar Íslendingum 2,1 milljarð dollara Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti á fundi sínum í Washington í gærkvöldi,að lána Íslendingum rúma tvo milljarða dollara til að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi. 20.11.2008 07:11
Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. 20.11.2008 04:45
Stjórn IMF samþykkti lánabeiðni Íslendinga Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán. 19.11.2008 23:09
Yfir sextíu prósent landsmanna vilja aðildarviðræður Hreinn meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og vill taka upp evru. Þetta eru megin niðurstöður könnunar sem CapaCent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok október. 19.11.2008 22:18
Segir atburði í fjarlægum löndum hafa orsakað fall bankanna Atburðir í fjarlægum löndum orsökuðu fall íslensku bankanna, að mati Jóns Sigurðssonar stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins og varaformanns bankaráðs Seðlabankans. Jón var gestur Helga Seljans í Kastljósi fyrr í kvöld. 19.11.2008 21:15
Fjármagnsflutningar Kaupþings orsökuðu hryðjuverkalög Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur að meintir fjármagnsflutningar Kaupþings frá Bretlandi til Íslands, skömmu fyrir fall bankanna, hafi orðið til þess að umdeildum hryðjuverkalögum var beitt. Þetta sagði hann í samtali við forsætisráðherra í dag. 19.11.2008 19:56
Myntkörfulán bankamálaráðherra hefur hækkað um 25 milljónir Ráðherrarnir tólf í ríkisstjórn Íslands skulda að meðaltali rétt rúmar sextán milljónir í húsum sínum. Þau eru að meðaltali 217 fermetrar og verðmæti þeirra um 65 milljónir. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er sá eini sem er með myntkörfulán. Það hefur hækkað um 25 milljónir á einu ári. 19.11.2008 18:47
Ekki sjálfgefið að Davíð víki Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ekki gefið að Davíð Oddsson fari frá þó Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabanka Íslands, eins og pólitískur vilji er fyrir hjá báðum stjórnarflokkunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra vill hins vegar fá nýja forystu og einn faglegan bankastjóra. 19.11.2008 18:30
Stjórn IMF fundar um beiðni Íslendinga Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tekur nú fyrir beiðni Íslands um lán á fundi sínum. Ráðgert var að fundurinn hæfist klukkan 20 að íslenskum tíma. 19.11.2008 20:33
Nýr Framsóknarflokkur hugsanlega í burðarliðnum Afsagnir Bjarna Harðarsonar og Guðna Ágústssonar hafa valdið miklum titringi meðal Framsóknarmanna. Ekki síst þeirra sem hafa barist gegn því að flokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum. Þetta var fullyrt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 19.11.2008 19:27
Hreppurinn borgaði laxveiði og flugmódel fyrir Brynjólf Fyrrverandi sveitarstjóri í Grímsey lét hreppinn greiða fyrir sig laxveiði og flugmódel. Hann neitaði ekki sakargiftum þegar fjársvikamál hans var dómtekið í dag, en grunur leikur á að hann hafi stolið 27 milljónum. 19.11.2008 19:00
Fjármálaráðherra jákvæður í garð stærra álvers Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í áform Norðuráls um stærra álver í Helguvík meðan Samfylkingarráðherrar hafa efasemdir. 19.11.2008 18:58
Íslendingar gætu hagnast á olíu við Austur-Grænland Olíu- og gaslindir við Austur-Grænland eru taldar tvöfalt meiri en á Drekasvæðinu. Bæjarstjóri Ísafjarðar segir þarna mikil tækifæri sem Vestfirðingar ætli að nýta. 19.11.2008 18:53
Ekki stendur til að endurskoða launahækkun ráðamanna Alþingismenn, ráðherrar og aðrir opinberir embættismenn fengu ríflega launahækkun aðeins mánuði áður en bankarnir hrundu. Ekki stendur til að endurskoða þá hækkun. 19.11.2008 18:40
Vinnuhópur um sameiningu FME og Seðlabankans Að öllum líkindum verður stofnaður vinnuhópur til að kanna sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 19.11.2008 18:01
Vara við að reynt sé að gera laxveiðiferðir tortryggilegar Stjórn Landssambands veiðifélaga varar við að reynt sé að gera laxveiðiferðir í viðskiptaerindum tortryggilegar og koma jafnframt óorði á fyrirtæki sem bjóða viðskiptavinum sínum til laxveiða. 19.11.2008 17:59
Hundrað ára og hlustar ekki á kreppukjaftæði Fjölmenni var í hundrað ára afmælisveislu Herdísar Albertsdóttur á Ísafirði í dag. Hún þakkar íslenskum mat háan aldur og hlustar ekki á kreppukjaftæði. 19.11.2008 17:23
Staðfest að kveikt var í húsi við Baldursgötu Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að kveikt hafi verið í yfirgefnu húsi við Baldursgötu sem brann á laugardag. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur enginn verið handtekinn vegna málsins og enginn yfirheyrður. Rannsókn málsins sé hins vegar haldið áfram. 19.11.2008 17:14
Ráðherrabíll Björns grýttur Þegar mótmæli stóðu sem hæst yfir við Alþingishúsið í hádeginu í dag var ráðherrabíll Björns Bjarnasonar grýttur með eggjum. Björn segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hann telur ólíklegt að markmið mótmælendanna, að fá ríkisstjórnina til að víkja og koma á tímabundinni þjóðstjórn, náist með aðgerðum sem þessum. 19.11.2008 16:56
Sektaður fyrir að skemma bíl Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 40 þúsund krónur fyrir að hafa fyrir utan skemmtistað á Selfossi í febrúar hlaupið harkalega á bifreið og hent sér upp á húdd hennar með þeim afleiðingum að vinstra frambretti bifreiðarinnar beyglaðist. 19.11.2008 16:48
Gamalt timburhús í Landeyjum eyðilagðist í bruna Gamalt timburhús á jörðinni Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum gjöreyðilagðist í bruna í morgun. 19.11.2008 16:23
Foreldrar í Garðabæ kæra sveitarfélagið Vegna ákvörðunar Garðabæjar um að taka ekki þátt í greiðslu skólamáltíða í grunnskólum bæjarins hafa foreldrar grunnskólabarna í bænum kært sveitarfélagið til menntamálaráðuneytisins. 19.11.2008 16:19