Innlent

Aðstoðuðu rjúpnaskyttu í sjálfheldu

Björgunarsveitarmenn frá Bíldudal og Tálknafirði komu í gærkvöldi rjúpnaskyttu til aðstoðar, sem komin var í sjálfheldu í fjallshlíð skammt frá flugvellinum á Bíldudal.

Skyttan var í símasambandi við björgunarmennina, sem flýtti fyrir aðgerðinni og voru leiðangursmenn komnir með skyttuna, heila á húfi, niður á láglendi um áttaleytið í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×