Innlent

Leit gerð að rjúpnaskyttu sem nú er fundin

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu klukkan rúmlega 18 í kvöld.

Viðkomandi skytta gat látið vita af sér en gat ekki komist niður klettabelti sem hann var kominn fram að. Maðurinn er vanur rjúpnaveiðum og var vel útbúinn.

Klukkan hálf áttu fundu björgunarsveitarmenn manninn og eru þeir nú á leið með hann til bak en aðstæður eru þó erfiðar og sækist ferðin hægt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×