Fleiri fréttir

Eggert spyr hvort illskan sé í ættinni

Eggert Haukdal á Bergþórshvoli stendur enn einu sinni í harðvítugum nágrannaerjum, að þessu sinni við frænku sína og eiginmann hennar. Þingmaðurinn fyrrverandi spyr hlæjandi hvort það sé í ættinni að vera illmenni.

Hefur tapað yfir sjö milljörðum á viku

Róbert Wessman keypti hlutabréf í Glitni fyrir 5,7 milljarða síðastliðinn föstudag. Það kom honum í opna skjöldu þegar bankinn var þjóðnýttur á mánudag. Róbert segir aldrei gaman að tapa peningum en mikilvægast sé að horfa fram á veginn og finna lausnir á vandanum.

Þorskverð í hæstu hæðum

Þorskverð á fiskmörkuðum hérlendis síðustu daga hefur aldrei verið hærra og hefur óslægður þorskur verið að seljast á yfir 350 krónur kílóið. Stórhækkaður lána- og olíukostnaður skyggir hins vegar á gleði útgerðarmanna.

,,Krónan er í raun veru ónýtur pappír"

Ekkert lát virðist vera á falli krónunnar sem veiktist um 2,8 prósent í dag. Sérfræðingar segja að lítið geti komið í veg fyrir áframhaldandi fall. Krónan er ónýtur pappír segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Lagaprófessor segir þjóðnýtingu Glitnis ólöglega

Lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi ekki haft lagalega heimild til að ákveða kaup á 75% hlut í Glitni. Stjórnarmaður í Glitni segir ekki hafi komið skýrt fram í fyrstu hvort Seðlabankinn eða ríkisstjórnin hafi verið viðsemjandi Glitnis.

Mátu ekki þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis

Hagfræðingar Seðlabankans mátu ekki þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis. Síðan tíðindi bárust um á mánudagsmorgun, hefur gengi krónunnar lækkað um 15 prósent og lánshæfismat ríkisins og íslensku viðskiptabankanna verið lækkað.

Vildi Davíð bráðabirgðalög á Landsbankann og Kaupþing?

Heimildir Vísis herma að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði til á ríkisstjórnarfundi síðasta þriðjudag að Landsbankinn og Kaupþing yrðu einnig þjóðnýttir og að mynduð yrði þjóðstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir seðlabankastjóra kominn langt út fyrir sitt valdsvið.

Losun við Kársnes stöðvuð

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi síðdegis í dag að fresta losun umframefna á landfyllingu við Kársnes uns niðurstaða liggur fyrir um skipulag svæðisins.

Ráðherrar ræða um ríkisstjórnarsamstarfið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, verða gestir í Íslandi í dag strax að loknum fréttum í kvöld.

Hæstiréttur skilorðsbindur 22 mánaða dóm yfir síbrotamanni

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot, fíkniefnalagabrot, hilmingu og umferðarlagabrot. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt manninn þann 30. nóvember síðastliðinn í 22 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Sekt Flugþjónustunnar lækkuð um 20 milljónir

Hæstiréttur hefur lækkað stjórnvaldssekt samkeppnisyfirvalda á hendur Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli um 20 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni við afgreiðslu farþegavéla.

Hæstiréttur: Eiríkur greiði Þóru í Atlanta hálfa milljón

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þóru Guðmundsdóttur gegn Eiríki Jónssyni blaðamanni, Mikael Torfasyni fyrrverandi ritstjóra Séð & hert og Þorsteini Svani Jónssyni sem seldi Þóru einbýlishúsið. Þeir tveir síðarnefndu voru sýknaðir en Eiríkur þarf að greiða Þóru 500.000 krónur í skaðabætur.

Tekjur af sölu byggingarréttar aðeins sjö prósent af áætlun

Aðalsjóður Reykjavíkurborgar skilaði 3,6 milljarða króna afgangi á fyrri helmingi ársins samkvæmt árshlutareikningi sem lagður var fram í borgarráði í dag. Það er 3,3 milljörðum króna meiri afgangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Þorgerður skammar Davíð

„Ég tel rétt að seðlabankastjóri einbeiti sér að þeim ærnu verkefnum sem Seðlabankinn þarf að takast á við en láti stjórnmálamönnum eftir stjórn landsins,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Segir seðlabankastjóra valda sífellt meiri skaða

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, fer hörðum orðum um Davíð Oddsson seðlabankastjóra á bloggi sínu um leið og hann kallar eftir alvöru aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar við efnahagsástandinu.

Jóhanna á kvöldvakt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra verður staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld og flytur aðalræðu Samfylkingarinnar.

Rekstur verslunarmanna orðinn þungur

Rekstur verslunarmanna er þungur, enda hafa innfluttar vörur hafa hækkað um 50 prósent frá áramótum. Innganga í ESB virðist eina leiðin út úr ógöngunum, segir talsmaður norðlenskra kaupmanna.

Óvæntur starfsmannafundur seðlabankafólks

Boðað var til starfsmannafundar í Seðlabanka Íslands í hádeginu. Þar fór Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, yfir Glitnismálið, og dró fram þær opinberu upplýsingar sem til eru um málið.

Lagning Danice hafin

Lagning Danice-sæstrengsins hófst á þriðjudag frá landtökustöð í Landeyjum en lagning strengsins hófst frá landtökustöð í Danmörku í byrjun september.

Eldur í bíl

Slökkviliðið á höfuðborgasvæðinu var kallað til rétt eftir klukkan 13 í dag eftir að upp kom eldur í mannlausum bíl við Vatnagarða. Töluverðan reyk leggur frá bílnum en slökkvilið á ekki í erfiðleikum með að ráða niðurlögum eldsins.

Deildar meiningar um hálkuvarnir

Strætisvagn lenti í vandræðum á Akureyri í morgun vegna hálku. Deildar meiningar eru um hvort mengunarvarnir bæjarins gegn svifryki bitni á hálkuvörnum.

Tekist hafi að lágmarka tjón sjóðsfélaga í Glitni

Forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis telur að tekist hafi að lágmarka það fjárhagslega tjón sem viðskiptavinir urðu fyrir vegna lækkunar á gengi verðbréfasjóða í kjölfar þrenginga bankans.

Framvísaði fölsku vegabréfi

Pakistani á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þann 11. september síðastliðinn framvísað fölsuðu bresku vegabréfi á Keflavíkurflugvelli.

Ríkisstjórnin taki af skarið um samráð

Allar forsendur kjarasamninga eru farnar út og suður, segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands. Hann segir verkalýðshreyfinguna tilbúna að leggja sitt af mörkum til að lágmarka skaðann og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki af skarið.

„Er Davíð Oddsson ekki hættur í stjórnmálum?“

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir Davíð Oddsson ekki hafa rætt hugmyndir um þjóðstjórn við sig. Hann segist sjálfur hafa sett fram hugmyndir um þjóðarsátt fyrir ári síðan og muni ekki skorast undan ábyrgð verði leitað til hans með hugmyndina eins og hann setti hana fram.

Hugmyndir Davíðs um þjóðstjórn hafa enga þýðingu

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina ekki sitja með hendur í skauti í því erfiða efnahagsástandi sem nú dynur á þjóðinni. Hann segir hugmyndir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn hugmyndir manns út í bæ sem ekki hafi þýðingu á hinum pólitíska vettvangi.

Skaði í efnahagslífinu hefur áhrif á fíkniefnaneytendur

Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir það vitað mál að skaði í efnahagslífinu hafi áhrif á vímuefnaneyslu fólks. Hann segir það aðallega vera fíkla og yngsta fólkið sem dragi úr neyslunni þar sem sá hópur hefur úr minni peningum að spila. Hann býst því ekki við aukningu inni á Vogi til lengri tíma litið en óttast aukningu annarra geðrænna vandamála.

Enginn tilgangur með þjóðstjórn

„Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur.

Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið.

Stjórnvöld geta ekki setið með hendur í skauti

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnvöld ekki geta setið með hendur í skauti eins og ástandið í þjóðfélaginu sé nú. Forða verði fjölda fólks frá gjaldþroti sem nú blasi við.

Mikill samdráttur í nýskráningum bíla

Nýskráningar bíla á fyrstu níu mánuðum ársins reyndust nærri 11.900 og er það nærri þriðjungsfækkun frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar.

Síldveiðiskipin komin inn í norska lögsögu

Síldveiðiskipin, sem eru að veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum eru nú komin inn í norska lögsögu, samkvæmt samningum Íslands og Noregs, en veiðin er sáratreg.

Sjá næstu 50 fréttir