Innlent

180 óku of hratt um Gullinbrú

Hundrað áttatíu og fimm ökumenn mældust á of miklum hrað á Gullinbrú í Reykjavík í gær.

Mælingin stóð í aðeins hálfa klukustund og mældist meira en helmingur ökutækja á of miklum hraða. Hámarkshraði þarna er 60 kílómetrar á klukkustund og óku fimmtíu ökumenn á áttatíu kílómetra hraða og þar yfir.

Sá sem hraðast ók var á hundrað og tíu kílómetra hraða. Þetta er lang hæsta hraðakstursprósenta í mælingum lögrelgu til þessa, eða yfir 50 prósent. Til samanburðar aka aðeins um tvö prósent ökumanna yfir hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum, þegar hraði er mældur þar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×