Innlent

Lagaprófessor segir þjóðnýtingu Glitnis ólöglega

Lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi ekki haft lagalega heimild til að ákveða kaup á 75% hlut í Glitni. Stjórnarmaður í Glitni segir ekki hafi komið skýrt fram í fyrstu hvort Seðlabankinn eða ríkisstjórnin hafi verið viðsemjandi Glitnis.

Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur og stjórnarmaður í Glitni, telur að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni standist ekki þau lög sem gilda um Seðlabankann og greiðslur úr ríkissjóði. Hann segir að ekki hafi komið skýrt fram í fyrstu hvort Seðlabankinn eða ríkisstjórnin hafi verið viðsemjandi Glitnis.

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, telur gjörninginn ólöglegann hafi Seðlabankinn verið viðsemjandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×