Innlent

Tekist hafi að lágmarka tjón sjóðsfélaga í Glitni

Forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis telur að tekist hafi að lágmarka það fjárhagslega tjón sem viðskiptavinir urðu fyrir vegna lækkunar á gengi verðbréfasjóða í kjölfar þrenginga bankans.

Símalínur voru rauðglóandi og örtröð myndaðist í Glitni þegar verðbréfasjóðir voru opnaðir á ný í gærmorgun en þeim hafði verið lokað fyrstu tvo daga vikunnar vegna óvissuástands á markaðnum. Bankinn greip til ákveðinna aðgerða til að tryggja hagsmuni viðskiptavina sinna en í ljós kom í þegar opnað var fyrir viðskipti á ný að gengi sjóðs 9 hafði lækkað um 7 prósent og sýnt að margir höfðu tapað fjármunum.

Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis, segir að auðvitað hafi viðskiptavinir tekið ákveðið högg út af sjóði 9. „Hins vegar greip bankinn til þess að styðja við bakið á sjóðnum og það var gripið til ráðstafana til að lágmarka tjón sjóðsfélaga og ég tel að það hafi gengið nokkuð vel," segir Már.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×