Fleiri fréttir Orð Geirs eru brandari Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, frá því í vor að botninum væri náð í efnahagskreppunni hljómi eins og brandari í dag. 1.10.2008 20:30 Vilja stofna Efnahagsstofnun Vinstri grænir vilja að stofnuð verði Efnahagsstofnun og mun þingflokkur flokksins leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi. 1.10.2008 20:00 Á annað hundrað fóru of hratt um Gullinbrú Brot 185 ökumanna voru mynduð á Gullinbrú í Grafarvogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullinbrú í norðurátt. 1.10.2008 20:00 Illskárri kostur að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir illskárri kost að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn, en að þeir afpláni fullan dóm því þá sé útilokað að fylgjast með þeim eða skikka í meðferð. 1.10.2008 19:30 Haft í hótunum við starfsfólk Glitnis Viðskiptavinir Glitnis höfðu í hótunum við starfsmenn í útibúum bankans í dag. Flestir sýndu þó stillingu, en fjöldi fólks hreyfði innistæður sínar í sjóðum og á reikningum. 1.10.2008 19:00 Reyna að koma í veg fyrir þjóðnýtingu Forsvarsmenn Glitnis reyna nú allt hvað þeir geta til að komast hjá þjóðnýtingu bankans. Hluthafafundur verður í næstu viku. Stjórnarmaður í Glitni segir að Seðlabankinn geti ekki einn staðið fyrir þessari aðgerð heldur þurfi allt fjármálalífið að koma að því að finna lausn fyrir íslenskt efnahagslíf. 1.10.2008 18:31 Davíð þyrfti að verða 202 sentímetra hár. Lengja þyrfti Davíð Oddsson um 24 sentímetra ef hæð hans ætti að samsvara gengisvísitölu krónunnar í dag. Fyrir tveimur vikum jafngilti vísitalan hæð seðlabankastjórans í sentímetrum. 1.10.2008 18:58 Fjárlögin kynnt - Erfiðar tímar framundan Það eru erfiðir tímar framundan sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlögin í dag. Gert er ráð fyrir samdrætti á næsta ári og tæpum 60 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóð. Framkvæmdum við Sundabraut og Hátæknisjúkrahús hefur verið frestað. 1.10.2008 18:57 Semja um að borga bara vexti Dæmi eru um að afborganir á tuttugu milljón króna myntkörfuláni hafi hækkað um rúmar áttatíuþúsund krónur á tveimur árum. Forstöðumaður hjá fjárfestingarbanka segir marga semja um að borga bara vexti lánanna á meðan að krónan er svo veik. 1.10.2008 18:46 Forseti ASÍ: Ástandið er skelfilegt Ástandið er svo skelfilegt að tala mætti um neyðarástand, segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands, um hrikalegt gengisfall krónunnar síðustu sólarhringa. 1.10.2008 18:37 Metnaðarleysi meirihluta borgarstjórnar Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma metnaðarleysi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í leiksskólamálum sem endurspeglast í ákvörðun þeirra um að hefja heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi. 1.10.2008 17:56 45 teknir í Vesturbænum í dag Brot 45 ökumanna voru mynduð á Neshaga í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt við Melaskóla. 1.10.2008 17:41 Samtök iðnaðarins: Talið skýrt og markið stefnu Stjórn Samtaka iðnaðarins segir brýnt að tryggt eðlilegt flæði gjaldeyris á markaði með öllum tiltækum ráðum. ,,Það er nauðsynlegt til þess að koma fjármagni inn á uppþornaðan íslenskan lánamarkað. Seðlabankar um allan heim keppast við að smyrja hjól atvinnulífsins með lausafé. Það ætti íslenski Seðlabankinn líka að gera," segir í tilkynningu. 1.10.2008 17:26 Ábyrgðarsjóður launa greiði út 860 milljónir á næsta ári Áætlað er að Ábyrgðarsjóður launa greiði um 860 milljónir króna á næsta ári sem er um 300 milljónum króna meira en í áætlun þessa árs. Frá þessu greinir í nýju fjárlagafrumvarpi. 1.10.2008 17:06 Jórunn í Strætó Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, var kjörin nýr stjórnarformaður Strætó bs. á síðasta stjórnarfundi byggðasamlagsins. Jórunn tekur við af Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi, sem lét af formennsku eftir að hafa gegnt embættinu frá júlí 2006. 1.10.2008 16:54 Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1.10.2008 16:40 Þorsteinn stendur við orð sín í Kastljósi Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi það hvort samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi verið fengið áður en Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn sagði í Kastljósi í gær að ekki hafi verið fengið samþykki stærstu hluthafa áður en boðað var til fundarins en Seðlabankinn vísaði þessu á bug í tilkynningu fyrr í dag. 1.10.2008 16:38 Þriðjungssamdráttur á vörugjöldum af ökutækjum á milli ára Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum dragist mikil saman á milli áranna 2008 og 2009 í takt við minnkandi neyslu landans. 1.10.2008 16:27 Heimild í frumvarpi fyrir nýja lögreglustöð og fangelsi Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er að finna heimildir til kaup eða leigu á ýmsum fasteignum fyrir stofnanir ríkisins. Þannig er gert ráð fyrir heimild til að kaupa sendiherrabústað í Pretoríu í Suður-Afríku, kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, sem nú er við Lækjartorg, og að kaupa húsnæði fyrir Vinnumálastofnun. 1.10.2008 16:18 Framlög til flestra ráðuneyta aukast Greiðslur úr ríkissjóði til flestra ráðuneytanna tólf aukast á milli ára samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi 2009 sem lagt var fram í dag. 1.10.2008 16:09 Hundrað milljarða viðsnúningur á mili ára Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 sem lagt hefur verið fyrir Alþingi mun verða hallarekstur á ríkissjóði sem nemur 56,9 milljörðum króna á næsta ári. Þetta er viðsnúningur frá fyrra ári en þá var gert ráð fyrir tæpum 40 milljörðum í tekjuafgang af rekstri ríkissjóðs. Ekki verður hafist handa við byggingu hátæknisjúkrahúss né lagningu Sundabrautar. 1.10.2008 16:00 Stúlka sló strák með flösku í fésið Nítján ára stúlka var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun sakfelld fyrir að slá pilt í andlitið með bjórflösku. Við höggið brotnaði flaskan og pilturinn skarst á nefi og efri vör. Sauma þurfti nítján spor í andlit hans en stúlkan var dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Stúlkan neitaði að hafa slegið piltinn vísvitandi, hún hefði borið fyrir sig hendi þegar hann reyndi að slá til hennar. 1.10.2008 15:36 Tap Hafnarfjarðar um þrír milljarðar á fyrri hluta árs Tap A- og B-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar reyndist nærri þrír milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samkvæmt uppgjöri sem lagt hefur verið fram. 1.10.2008 15:33 Eitt prósent ók of hratt í Hvalfjarðargöngum Um eitt prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöng frá föstudegi til þriðjudags, á um það bil 100 klukkustundum, ók of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar. 1.10.2008 15:06 Vill að öll þingmannamál fái afgreiðslu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, vill að öll frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi fái afgreiðslu úr nefndum, hvort sem þau eru felld eða samþykkt. 1.10.2008 14:49 Erfiðleikar ekki meiri en á fyrri tímum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði við þingsetningu Alþingis í dag að vandamálin nú væru ekki meiri nú á fyrri tímum þegar Íslendingar börðust fyrir sjálfstæði og útfærslu landhelginnar. Þá sagði að erfiðleikarnir gæfu hvorki tilefni til uppgjafar né örþrifaráða. „Þvert á móti er þjóðin nú ríkulega búin að auðlindum, fjölþættri menntun og margþættri reynslu, nýtur velvildar hjá öllum ríkjum," sagði forsetinn. 1.10.2008 14:13 Hald lagt á dóp á Akureyri Lögreglan á Akureyri framkvæmdi húsleit í íbúð á Akureyri í gærkvöldi þar sem hún fann fíkniefni og tæki til fíkniefnaneyslu. Í húsleitinni fundust þrjú grömm af kannabisefnum og eitt gramm af amfetamíni. 1.10.2008 13:35 Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1.10.2008 13:18 Var ekki með hjálm og fær því minni bætur Húsasmiðjan hefur verið dæmd til að greiða starfsmanni millljónabætur eftir vinnuslys. Bæturnar hefðu þó orðið tvöfalt hærri hefði maðurinn verið með hjálm. 1.10.2008 13:13 Hundrað manna hópuppsagnir um mánaðamótin Vinnumálastofnun bárust í gær 4 tilkynningar um hópuppsagnir, allar frá fyrirtækjum í byggingariðnaði, samtals ríflega 100 manns. Allir aðilar nefna samdrátt í verkefnum og viðbrögð við erfiðleikum á markaði sem skýringar á uppsögnum. 1.10.2008 12:54 Segist ekki hafa svikið Kristin Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa gengið á bak orða sinna þegar hann lagði það til á þingflokksfundi á mánudaginn að Jón Magnússon yrði þingflokksformaður í stað Kristins H. Gunnarssonar. Ég hef ekki svikið einn né neinn segir Guðjón. 1.10.2008 12:39 Krónan hefur veikst um fimmtung frá því að hlé var gert á þingi Efnhagsástandið og ástandið í fjármálakerfinu verður ofarlega á baugi þegar alþingi kemur saman í dag eftir sumarfrí. Frá því þingfundi var frestað í maí síðastliðnum hefur krónan veikst um 20 prósent og þá hefur verðbólgan hækkað um nærri tvö prósentustig. 1.10.2008 12:34 Fjöldi fólks gæti orðið gjaldþrota ef gengið helst áfram hátt Gengisvísitala krónunnar komst í fyrsta sinn yfir tvö hundruð stig í morgun en hún hefur veikst yfir tvö og hálft prósent það sem af er degi. Dósent í hagfræði segir að ef ástandið haldist svona lengi þá geti það þýtt fjölda gjaldþrota hjá þeim sem eru með lán í erlendri mynt. 1.10.2008 12:21 Vilhjálmur undirbýr kröfuna á hendur Kompási Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, segist vera að vinna að stefnunni á hendur 365 hf. sem hann hefur boðað. Í Kompásþætti fyrir tveimur vikum var sýnt myndskeið af samskiptum Benjamíns og Ragnars Magnússonar, sem enduðu með því að Benjamín lét hendur skipta. Hann segist búast við því að málið verði höfðað innan mánaðar. 1.10.2008 11:47 Heppin í kreppunni Ung fjölskylda datt heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar hún vann þrefaldan lottópott um síðustu helgi, samtals um 14 milljónir. 1.10.2008 11:36 Stjórn Glitnis ákveður í hádeginu hvenær hluthafafundur verður Stjórnarfundur hefur verið boðaður hjá Glitni nú klukkan tólf þar sem ákveða á hvenær boða á til hluthafafundar. 1.10.2008 11:30 Fundað um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum Fulltrúar frá tollgæslu og lögreglu í norrænu ríkjunum funduðu um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum í gær og fyrradag hér á landi. 1.10.2008 11:14 Fjölda iðnaðarmanna sagt upp í gær Byggingarfélag Gunnars og Gylfa sagði upp 20 starfsmönnum um þessi mánaðarmót. „Ég held að það hafi verið í kringum 20 manns," segir Gunnar Þorláksson, annar stofnenda BYGG. 1.10.2008 10:51 Sjúkratryggingastofnun tekur til starfa Sjúkratryggingar Íslands, sjúkratryggingastofnun, tekur til starfa í dag en hún varð til með samþykkt laga um sjúkratryggingar. 1.10.2008 10:15 Drengir í miklum meirihluta þeirra sem þiggja aðstoð og sérkennslu Tveir þriðju hlutar þeirra nemenda í grunnskólum landsins sem þáðu aðstoð eða sérkennslu á síðasta skólaári eru piltar. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. Alls þáðu um 10.600 nemendur aðstoð eða sérkennslu, sem er um fjórðungur allra grunnskólanema. Er það eilítil fækkun á milli ára. 1.10.2008 09:08 Tveir skjálftar austur af Grímsey Tveir snarpir jarðskjálftar urðu austur af Grímsey um klukkan sex í morgun, sá fyrri 3 á Richter og sá síðari 3,2. Síðan hafa vægari eftirskjálftar mælst. 1.10.2008 08:14 Snjókoma víða fyrir norðan og austan í nótt Það snjóaði víða um norðan- og austanvert landið í nótt og sömuleiðis á Vestfjörðum, þannig að það má gera ráð fyrir að hálka sé á fjallvegum. 1.10.2008 07:23 Fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir tekjusamdrætti Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem kynnt verður í dag, er gert ráð fyrir að stórlega dragi úr tekjum ríkisins af tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti. 1.10.2008 07:22 Tveir grunaðir um fíkniefnaakstur Tveir ökumenn voru teknir úr umferð seint í gærkvöldi, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 1.10.2008 07:18 Sjá næstu 50 fréttir
Orð Geirs eru brandari Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, frá því í vor að botninum væri náð í efnahagskreppunni hljómi eins og brandari í dag. 1.10.2008 20:30
Vilja stofna Efnahagsstofnun Vinstri grænir vilja að stofnuð verði Efnahagsstofnun og mun þingflokkur flokksins leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi. 1.10.2008 20:00
Á annað hundrað fóru of hratt um Gullinbrú Brot 185 ökumanna voru mynduð á Gullinbrú í Grafarvogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullinbrú í norðurátt. 1.10.2008 20:00
Illskárri kostur að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir illskárri kost að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn, en að þeir afpláni fullan dóm því þá sé útilokað að fylgjast með þeim eða skikka í meðferð. 1.10.2008 19:30
Haft í hótunum við starfsfólk Glitnis Viðskiptavinir Glitnis höfðu í hótunum við starfsmenn í útibúum bankans í dag. Flestir sýndu þó stillingu, en fjöldi fólks hreyfði innistæður sínar í sjóðum og á reikningum. 1.10.2008 19:00
Reyna að koma í veg fyrir þjóðnýtingu Forsvarsmenn Glitnis reyna nú allt hvað þeir geta til að komast hjá þjóðnýtingu bankans. Hluthafafundur verður í næstu viku. Stjórnarmaður í Glitni segir að Seðlabankinn geti ekki einn staðið fyrir þessari aðgerð heldur þurfi allt fjármálalífið að koma að því að finna lausn fyrir íslenskt efnahagslíf. 1.10.2008 18:31
Davíð þyrfti að verða 202 sentímetra hár. Lengja þyrfti Davíð Oddsson um 24 sentímetra ef hæð hans ætti að samsvara gengisvísitölu krónunnar í dag. Fyrir tveimur vikum jafngilti vísitalan hæð seðlabankastjórans í sentímetrum. 1.10.2008 18:58
Fjárlögin kynnt - Erfiðar tímar framundan Það eru erfiðir tímar framundan sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlögin í dag. Gert er ráð fyrir samdrætti á næsta ári og tæpum 60 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóð. Framkvæmdum við Sundabraut og Hátæknisjúkrahús hefur verið frestað. 1.10.2008 18:57
Semja um að borga bara vexti Dæmi eru um að afborganir á tuttugu milljón króna myntkörfuláni hafi hækkað um rúmar áttatíuþúsund krónur á tveimur árum. Forstöðumaður hjá fjárfestingarbanka segir marga semja um að borga bara vexti lánanna á meðan að krónan er svo veik. 1.10.2008 18:46
Forseti ASÍ: Ástandið er skelfilegt Ástandið er svo skelfilegt að tala mætti um neyðarástand, segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands, um hrikalegt gengisfall krónunnar síðustu sólarhringa. 1.10.2008 18:37
Metnaðarleysi meirihluta borgarstjórnar Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma metnaðarleysi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í leiksskólamálum sem endurspeglast í ákvörðun þeirra um að hefja heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi. 1.10.2008 17:56
45 teknir í Vesturbænum í dag Brot 45 ökumanna voru mynduð á Neshaga í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt við Melaskóla. 1.10.2008 17:41
Samtök iðnaðarins: Talið skýrt og markið stefnu Stjórn Samtaka iðnaðarins segir brýnt að tryggt eðlilegt flæði gjaldeyris á markaði með öllum tiltækum ráðum. ,,Það er nauðsynlegt til þess að koma fjármagni inn á uppþornaðan íslenskan lánamarkað. Seðlabankar um allan heim keppast við að smyrja hjól atvinnulífsins með lausafé. Það ætti íslenski Seðlabankinn líka að gera," segir í tilkynningu. 1.10.2008 17:26
Ábyrgðarsjóður launa greiði út 860 milljónir á næsta ári Áætlað er að Ábyrgðarsjóður launa greiði um 860 milljónir króna á næsta ári sem er um 300 milljónum króna meira en í áætlun þessa árs. Frá þessu greinir í nýju fjárlagafrumvarpi. 1.10.2008 17:06
Jórunn í Strætó Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, var kjörin nýr stjórnarformaður Strætó bs. á síðasta stjórnarfundi byggðasamlagsins. Jórunn tekur við af Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi, sem lét af formennsku eftir að hafa gegnt embættinu frá júlí 2006. 1.10.2008 16:54
Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1.10.2008 16:40
Þorsteinn stendur við orð sín í Kastljósi Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi það hvort samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi verið fengið áður en Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn sagði í Kastljósi í gær að ekki hafi verið fengið samþykki stærstu hluthafa áður en boðað var til fundarins en Seðlabankinn vísaði þessu á bug í tilkynningu fyrr í dag. 1.10.2008 16:38
Þriðjungssamdráttur á vörugjöldum af ökutækjum á milli ára Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum dragist mikil saman á milli áranna 2008 og 2009 í takt við minnkandi neyslu landans. 1.10.2008 16:27
Heimild í frumvarpi fyrir nýja lögreglustöð og fangelsi Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er að finna heimildir til kaup eða leigu á ýmsum fasteignum fyrir stofnanir ríkisins. Þannig er gert ráð fyrir heimild til að kaupa sendiherrabústað í Pretoríu í Suður-Afríku, kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, sem nú er við Lækjartorg, og að kaupa húsnæði fyrir Vinnumálastofnun. 1.10.2008 16:18
Framlög til flestra ráðuneyta aukast Greiðslur úr ríkissjóði til flestra ráðuneytanna tólf aukast á milli ára samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi 2009 sem lagt var fram í dag. 1.10.2008 16:09
Hundrað milljarða viðsnúningur á mili ára Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 sem lagt hefur verið fyrir Alþingi mun verða hallarekstur á ríkissjóði sem nemur 56,9 milljörðum króna á næsta ári. Þetta er viðsnúningur frá fyrra ári en þá var gert ráð fyrir tæpum 40 milljörðum í tekjuafgang af rekstri ríkissjóðs. Ekki verður hafist handa við byggingu hátæknisjúkrahúss né lagningu Sundabrautar. 1.10.2008 16:00
Stúlka sló strák með flösku í fésið Nítján ára stúlka var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun sakfelld fyrir að slá pilt í andlitið með bjórflösku. Við höggið brotnaði flaskan og pilturinn skarst á nefi og efri vör. Sauma þurfti nítján spor í andlit hans en stúlkan var dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Stúlkan neitaði að hafa slegið piltinn vísvitandi, hún hefði borið fyrir sig hendi þegar hann reyndi að slá til hennar. 1.10.2008 15:36
Tap Hafnarfjarðar um þrír milljarðar á fyrri hluta árs Tap A- og B-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar reyndist nærri þrír milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samkvæmt uppgjöri sem lagt hefur verið fram. 1.10.2008 15:33
Eitt prósent ók of hratt í Hvalfjarðargöngum Um eitt prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöng frá föstudegi til þriðjudags, á um það bil 100 klukkustundum, ók of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar. 1.10.2008 15:06
Vill að öll þingmannamál fái afgreiðslu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, vill að öll frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi fái afgreiðslu úr nefndum, hvort sem þau eru felld eða samþykkt. 1.10.2008 14:49
Erfiðleikar ekki meiri en á fyrri tímum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði við þingsetningu Alþingis í dag að vandamálin nú væru ekki meiri nú á fyrri tímum þegar Íslendingar börðust fyrir sjálfstæði og útfærslu landhelginnar. Þá sagði að erfiðleikarnir gæfu hvorki tilefni til uppgjafar né örþrifaráða. „Þvert á móti er þjóðin nú ríkulega búin að auðlindum, fjölþættri menntun og margþættri reynslu, nýtur velvildar hjá öllum ríkjum," sagði forsetinn. 1.10.2008 14:13
Hald lagt á dóp á Akureyri Lögreglan á Akureyri framkvæmdi húsleit í íbúð á Akureyri í gærkvöldi þar sem hún fann fíkniefni og tæki til fíkniefnaneyslu. Í húsleitinni fundust þrjú grömm af kannabisefnum og eitt gramm af amfetamíni. 1.10.2008 13:35
Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1.10.2008 13:18
Var ekki með hjálm og fær því minni bætur Húsasmiðjan hefur verið dæmd til að greiða starfsmanni millljónabætur eftir vinnuslys. Bæturnar hefðu þó orðið tvöfalt hærri hefði maðurinn verið með hjálm. 1.10.2008 13:13
Hundrað manna hópuppsagnir um mánaðamótin Vinnumálastofnun bárust í gær 4 tilkynningar um hópuppsagnir, allar frá fyrirtækjum í byggingariðnaði, samtals ríflega 100 manns. Allir aðilar nefna samdrátt í verkefnum og viðbrögð við erfiðleikum á markaði sem skýringar á uppsögnum. 1.10.2008 12:54
Segist ekki hafa svikið Kristin Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa gengið á bak orða sinna þegar hann lagði það til á þingflokksfundi á mánudaginn að Jón Magnússon yrði þingflokksformaður í stað Kristins H. Gunnarssonar. Ég hef ekki svikið einn né neinn segir Guðjón. 1.10.2008 12:39
Krónan hefur veikst um fimmtung frá því að hlé var gert á þingi Efnhagsástandið og ástandið í fjármálakerfinu verður ofarlega á baugi þegar alþingi kemur saman í dag eftir sumarfrí. Frá því þingfundi var frestað í maí síðastliðnum hefur krónan veikst um 20 prósent og þá hefur verðbólgan hækkað um nærri tvö prósentustig. 1.10.2008 12:34
Fjöldi fólks gæti orðið gjaldþrota ef gengið helst áfram hátt Gengisvísitala krónunnar komst í fyrsta sinn yfir tvö hundruð stig í morgun en hún hefur veikst yfir tvö og hálft prósent það sem af er degi. Dósent í hagfræði segir að ef ástandið haldist svona lengi þá geti það þýtt fjölda gjaldþrota hjá þeim sem eru með lán í erlendri mynt. 1.10.2008 12:21
Vilhjálmur undirbýr kröfuna á hendur Kompási Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, segist vera að vinna að stefnunni á hendur 365 hf. sem hann hefur boðað. Í Kompásþætti fyrir tveimur vikum var sýnt myndskeið af samskiptum Benjamíns og Ragnars Magnússonar, sem enduðu með því að Benjamín lét hendur skipta. Hann segist búast við því að málið verði höfðað innan mánaðar. 1.10.2008 11:47
Heppin í kreppunni Ung fjölskylda datt heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar hún vann þrefaldan lottópott um síðustu helgi, samtals um 14 milljónir. 1.10.2008 11:36
Stjórn Glitnis ákveður í hádeginu hvenær hluthafafundur verður Stjórnarfundur hefur verið boðaður hjá Glitni nú klukkan tólf þar sem ákveða á hvenær boða á til hluthafafundar. 1.10.2008 11:30
Fundað um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum Fulltrúar frá tollgæslu og lögreglu í norrænu ríkjunum funduðu um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum í gær og fyrradag hér á landi. 1.10.2008 11:14
Fjölda iðnaðarmanna sagt upp í gær Byggingarfélag Gunnars og Gylfa sagði upp 20 starfsmönnum um þessi mánaðarmót. „Ég held að það hafi verið í kringum 20 manns," segir Gunnar Þorláksson, annar stofnenda BYGG. 1.10.2008 10:51
Sjúkratryggingastofnun tekur til starfa Sjúkratryggingar Íslands, sjúkratryggingastofnun, tekur til starfa í dag en hún varð til með samþykkt laga um sjúkratryggingar. 1.10.2008 10:15
Drengir í miklum meirihluta þeirra sem þiggja aðstoð og sérkennslu Tveir þriðju hlutar þeirra nemenda í grunnskólum landsins sem þáðu aðstoð eða sérkennslu á síðasta skólaári eru piltar. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. Alls þáðu um 10.600 nemendur aðstoð eða sérkennslu, sem er um fjórðungur allra grunnskólanema. Er það eilítil fækkun á milli ára. 1.10.2008 09:08
Tveir skjálftar austur af Grímsey Tveir snarpir jarðskjálftar urðu austur af Grímsey um klukkan sex í morgun, sá fyrri 3 á Richter og sá síðari 3,2. Síðan hafa vægari eftirskjálftar mælst. 1.10.2008 08:14
Snjókoma víða fyrir norðan og austan í nótt Það snjóaði víða um norðan- og austanvert landið í nótt og sömuleiðis á Vestfjörðum, þannig að það má gera ráð fyrir að hálka sé á fjallvegum. 1.10.2008 07:23
Fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir tekjusamdrætti Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem kynnt verður í dag, er gert ráð fyrir að stórlega dragi úr tekjum ríkisins af tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti. 1.10.2008 07:22
Tveir grunaðir um fíkniefnaakstur Tveir ökumenn voru teknir úr umferð seint í gærkvöldi, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 1.10.2008 07:18