Hugmyndir Davíðs um þjóðstjórn hafa enga þýðingu 2. október 2008 12:03 MYND/Heiða Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina ekki sitja með hendur í skauti í því erfiða efnahagsástandi sem nú dynur á þjóðinni. Hann segir hugmyndir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn hugmyndir manns út í bæ sem ekki hafi þýðingu á hinum pólitíska vettvangi. Fjölmargir aðilar í samfélaginu hafa lýst yfir áhyggjum af efnahagsástandinu og kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til þess að binda enda á þá óvissu sem ríkir. Bent er á að gengisvísitalan hafi farið yfir 200 stig í gær og það geti leitt til enn meiri verðbólgu sem þýði auknar byrðar á herðar almennings. „Ríkisstjórnin er að leggja sitt af mörkum en allar aðgerðir sem verið er að vinna að eru ekki tilkynntar fyrr en þær eru í höfn," segir Ágúst Ólafur og bætir við að allir séu að gera sitt besta. „Við erum í miðju stormsins og sveiflumst eftir því sem gerist á erlendum mörkuðum en þar er ástandið heldur ekki gott. Það skiptir máli að til lengri tíma eru horfurnar góðar en til skemmri tíma glímum við við erfitt ástand," segir Ágúst. Aðspurður hvað ríkisstjórnin sé að gera til að forða því að fjöldi manns horfi fram á gjaldþrot bendir Ágúst Ólafur á að ríkisstjórnin hafi í gær kynnt fjárlög með halla þar sem áhersla sé á framkvæmdir á vegum hins opinbera. „Ríkisstjórnin leggur allt kapp á að koma í veg fyrir atvinnuleysi og vandræði hjá fólki en það eru engar töfralausnir til. Vonandi komumst við hratt í gegnum ástandið en við þurfum öll að leggja í púkkið til að svo verði," segir varaformaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Davíð Oddsson hafi í tvígang viðrað hugmyndir um myndun þjóðstjórnar, annars vegar á fundi bankaráðs Seðlabankans og hins vegar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. „Þetta kom mér á óvart og þetta hefur ekki verið rætt innan þingflokksins," segir Ágúst Ólafur og gefur lítið fyrir hugmyndina. „Þetta eru vangaveltur manns úti í bæ," segir hann enn fremur. Þá segir Ágúst Ólafur að ástandið batni ekki með því að hleypa stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn. „Helstu hugmyndir Vinstri - grænna eru að segja sig úr EES og Framsókn þarf á hvíld að halda eftir fjölmörg ár í ríkisstjórn. Ég held við höfum bestu ríkisstjórnina í stöðunni, þetta eru tveir stærstu flokkarnir með mikinn þingstyrk sem eru að vinna að því að leysa vandann. Þjóðstjón myndi í raun flækja málin," segir Ágúst Ólafur. Aðspurður um hvað honum finnist um þessi afskipti embættismannsins Davíðs af stjórnmálum segir Ágúst: „Davíð er bara Davíð og hann má hafa sínar skoðanir en þetta hefur enga þýðingu á hinum pólitíska vettvangi. Þetta undirstrikar bara hversu óheppilegt það er að skipa uppgjafarstjórnmálamenn í stjórn Seðlabankans," segir Ágúst Ólafur. Tengdar fréttir Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið. 2. október 2008 10:27 Enginn tilgangur með þjóðstjórn „Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. 2. október 2008 10:33 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina ekki sitja með hendur í skauti í því erfiða efnahagsástandi sem nú dynur á þjóðinni. Hann segir hugmyndir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn hugmyndir manns út í bæ sem ekki hafi þýðingu á hinum pólitíska vettvangi. Fjölmargir aðilar í samfélaginu hafa lýst yfir áhyggjum af efnahagsástandinu og kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til þess að binda enda á þá óvissu sem ríkir. Bent er á að gengisvísitalan hafi farið yfir 200 stig í gær og það geti leitt til enn meiri verðbólgu sem þýði auknar byrðar á herðar almennings. „Ríkisstjórnin er að leggja sitt af mörkum en allar aðgerðir sem verið er að vinna að eru ekki tilkynntar fyrr en þær eru í höfn," segir Ágúst Ólafur og bætir við að allir séu að gera sitt besta. „Við erum í miðju stormsins og sveiflumst eftir því sem gerist á erlendum mörkuðum en þar er ástandið heldur ekki gott. Það skiptir máli að til lengri tíma eru horfurnar góðar en til skemmri tíma glímum við við erfitt ástand," segir Ágúst. Aðspurður hvað ríkisstjórnin sé að gera til að forða því að fjöldi manns horfi fram á gjaldþrot bendir Ágúst Ólafur á að ríkisstjórnin hafi í gær kynnt fjárlög með halla þar sem áhersla sé á framkvæmdir á vegum hins opinbera. „Ríkisstjórnin leggur allt kapp á að koma í veg fyrir atvinnuleysi og vandræði hjá fólki en það eru engar töfralausnir til. Vonandi komumst við hratt í gegnum ástandið en við þurfum öll að leggja í púkkið til að svo verði," segir varaformaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Davíð Oddsson hafi í tvígang viðrað hugmyndir um myndun þjóðstjórnar, annars vegar á fundi bankaráðs Seðlabankans og hins vegar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. „Þetta kom mér á óvart og þetta hefur ekki verið rætt innan þingflokksins," segir Ágúst Ólafur og gefur lítið fyrir hugmyndina. „Þetta eru vangaveltur manns úti í bæ," segir hann enn fremur. Þá segir Ágúst Ólafur að ástandið batni ekki með því að hleypa stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn. „Helstu hugmyndir Vinstri - grænna eru að segja sig úr EES og Framsókn þarf á hvíld að halda eftir fjölmörg ár í ríkisstjórn. Ég held við höfum bestu ríkisstjórnina í stöðunni, þetta eru tveir stærstu flokkarnir með mikinn þingstyrk sem eru að vinna að því að leysa vandann. Þjóðstjón myndi í raun flækja málin," segir Ágúst Ólafur. Aðspurður um hvað honum finnist um þessi afskipti embættismannsins Davíðs af stjórnmálum segir Ágúst: „Davíð er bara Davíð og hann má hafa sínar skoðanir en þetta hefur enga þýðingu á hinum pólitíska vettvangi. Þetta undirstrikar bara hversu óheppilegt það er að skipa uppgjafarstjórnmálamenn í stjórn Seðlabankans," segir Ágúst Ólafur.
Tengdar fréttir Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið. 2. október 2008 10:27 Enginn tilgangur með þjóðstjórn „Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. 2. október 2008 10:33 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið. 2. október 2008 10:27
Enginn tilgangur með þjóðstjórn „Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. 2. október 2008 10:33