Innlent

Þorgerður skammar Davíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar

„Ég tel rétt að seðlabankastjóri einbeiti sér að þeim ærnu verkefnum sem Seðlabankinn þarf að takast á við en láti stjórnmálamönnum eftir stjórn landsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi sagt að ástandið í efnahagsmálum sé svo alvarlegt að ástæða sé til að koma á þjóðstjórn. Þorgerður segir að með ummælum sínum sé seðlabankastjóri kominn langt út fyrir sitt verksvið.

„Við erum með mjög traustan meirihluta, sem er skipaður stærstu flokkunum á sitthvorum endanum sem hægt væri að túlka sem þjóðstjórn," segir Þorgerður. Hún segir jafnframt að ríkisstjórnin sé mjög samhent í því að leita lausna á þeim gríðarlega vanda sem nú steðji að í þjóðarbúskapnum. Þá segir hún fráleitt af embættismönnum í Seðlabankanum að reifa hugmyndir um myndun þjóðstjórnar. „Slíkar ákvarðanir yrðu teknar á pólitískum forsendum af stjórnmálamönnum," segir Þorgerður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×