Segir seðlabankastjóra valda sífellt meiri skaða 2. október 2008 14:58 MYND/Vilhelm Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, fer hörðum orðum um Davíð Oddsson seðlabankastjóra á bloggi sínu um leið og hann kallar eftir alvöru aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar við efnahagsástandinu.Í færslu á bloggi Eyjunnar segir Guðmundur að aðilar vinnumarkaðs hafi ítrekað spáð uppsögnum nú í haust ef ekkert yrði að gert. Hingað til hafi atvinnuleysið verið flutt út með því að erlendir launamenn flytji af landi brott en nú standi yfir hópuppsagnir Íslendinga. „Afleiðingar tortímingarstefnunnar með svimandi vöxtum og hárri verðbógu er að koma fram. Þeim fyrirtækjum fækkar óðum sem eiga fyrir útborgun launa. Úr því menn völdu þá leið að halda krónunni áttu þeir að gera viðeigandi ráðstafnir en gerðu það ekki," segir Guðmundur.Enn fremur segir formaður Rafiðnaðarsambandsins að nú komi Davíð Oddsson fram með reyksprengjur og fari að skipta sér af stjórnmálum með því að leggja til þjóðstjórn. „Það er við völd í landinu ríkisstjórn með mikinn meirihluta. Aftur á móti eru við völd menn í Seðlabankanum sem mótuðu þá efnahagsstjórn sem við búum við," segir Guðmundur.Erlent fjármagn þurfi inn í íslenskt efnahagslíf og eina leiðin til þess að skapa tilrú og fá aðstoð sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta hafi verið staðreynd lengi. „En það hafa ráðið ferðinni menn sem er ómögulegt að viðurkenna fyrri mistök og móta viðhorf sín á öðru fólki á blindu hatri. Mönnum sem var slakað úr stjórmálum í Seðlabankann og áttu þar með að hverfa af hinu pólitíska sviði. En það hafa þeir ekki gert og valda sífellt meiri skaða.Nú þarf ríkisstjórnin að taka þau völd sem hún var kosinn til og taka til við að stjórna landinu, líka efnahagslífinu. Alvöruaðgerðir strax, annars fer enn verr," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, fer hörðum orðum um Davíð Oddsson seðlabankastjóra á bloggi sínu um leið og hann kallar eftir alvöru aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar við efnahagsástandinu.Í færslu á bloggi Eyjunnar segir Guðmundur að aðilar vinnumarkaðs hafi ítrekað spáð uppsögnum nú í haust ef ekkert yrði að gert. Hingað til hafi atvinnuleysið verið flutt út með því að erlendir launamenn flytji af landi brott en nú standi yfir hópuppsagnir Íslendinga. „Afleiðingar tortímingarstefnunnar með svimandi vöxtum og hárri verðbógu er að koma fram. Þeim fyrirtækjum fækkar óðum sem eiga fyrir útborgun launa. Úr því menn völdu þá leið að halda krónunni áttu þeir að gera viðeigandi ráðstafnir en gerðu það ekki," segir Guðmundur.Enn fremur segir formaður Rafiðnaðarsambandsins að nú komi Davíð Oddsson fram með reyksprengjur og fari að skipta sér af stjórnmálum með því að leggja til þjóðstjórn. „Það er við völd í landinu ríkisstjórn með mikinn meirihluta. Aftur á móti eru við völd menn í Seðlabankanum sem mótuðu þá efnahagsstjórn sem við búum við," segir Guðmundur.Erlent fjármagn þurfi inn í íslenskt efnahagslíf og eina leiðin til þess að skapa tilrú og fá aðstoð sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta hafi verið staðreynd lengi. „En það hafa ráðið ferðinni menn sem er ómögulegt að viðurkenna fyrri mistök og móta viðhorf sín á öðru fólki á blindu hatri. Mönnum sem var slakað úr stjórmálum í Seðlabankann og áttu þar með að hverfa af hinu pólitíska sviði. En það hafa þeir ekki gert og valda sífellt meiri skaða.Nú þarf ríkisstjórnin að taka þau völd sem hún var kosinn til og taka til við að stjórna landinu, líka efnahagslífinu. Alvöruaðgerðir strax, annars fer enn verr," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira