Innlent

Framvísaði fölsku vegabréfi

Pakistani á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þann 11. september síðastliðinn framvísað fölsuðu bresku vegabréfi á Keflavíkurflugvelli.

Maðurinn játaði brot sitt. Frá refsingu hans dragast níu dagar sem maðurinn sat í gæsluvarðhaldi á meðan málið var rannsakað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×