Innlent

Greiðslukortavelta dregst saman að raunvirði

MYND/Heiða

Greiðslukortavelta heimilanna jókst um 4,2 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum Hagvísum Hagstofunnar.

Þannig reyndist kreditkortavelta heimilanna nærri 12 prósentum meiri á tímabilinu en debetkortavelta dróst saman um þrjú prósent á sama tíma. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis jókst hins vegar um nærri 18 prósent og erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um nærri 13 prósent í janúar til ágúst 2008 miðað við sömu mánuði 2007. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 9,2 prósent sem veldur 4,6 prósenta raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×