Innlent

Setti sjávarútvegssýningu með hvelli

Íslenska sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi var opnuð með hvelli í morgun.

Þá hleypti Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, af 140 ára gamalli fallbyssu af Skaga. Um 550 aðilar frá yfir 30 löndum taka þátt í sýningunni sem stendur í tvo daga. Reiknað er með 15 þúsund sýningargestum og hefur áhuginn aldrei verið jafn mikill að sögn skipuleggjenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×