Innlent

Enginn tilgangur með þjóðstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur.
Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur.

„Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið greinir frá því í dag að tvisvar sinnum á skömmum tíma hafi Davíð Oddsson sagt að ástandið í efnahagsmálum sé svo alvarlegt að hafi einhvern tíma verið ástæða til að koma saman þjóðstjórn hér á landi sé það nú.

Einar Mar tekur ekki undir þessi sjónarmið og bendir á að sú stjórn sem nú sitji hafi mjög styrkan meirihluta, eða 40 þingmenn af 63. „Það væri allt annað ástand ef hér væri mjög veik ríkisstjórn með tæpan meirihluta," segir Einar Mar. Í slíkri stöðu þyrfti ef til vill að koma á þjóðstjórn til að ná samstöðu um ákveðin mál.




Tengdar fréttir

Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×