Innlent

Óvæntur starfsmannafundur seðlabankafólks

Davíð Oddson, seðlabankastjóri, útskýrði málið fyrir starfsmönnum í hádeginu.
Davíð Oddson, seðlabankastjóri, útskýrði málið fyrir starfsmönnum í hádeginu.

Boðað var til starfsmannafundar í Seðlabanka Íslands í hádeginu. Þar fór Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, yfir Glitnismálið, og dró fram þær opinberu upplýsingar sem til eru um málið.

Þá munu starfsmenn hafa verið fullvissaðir um að unnið væri að málum af fullum heilindum. Enn fremur að Seðlabankinn hefði ekkert ákveðið í málinu, heldur ríkisstjórnin.

Eftir því sem Vísir kemst næst var boðað til fundarins með mjög skömmum fyrirvara.

Ástæður þess að boðað var til fundarins munu vera ýmsar upplýsingar sem birst hafa í fjölmiðlum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×