Fleiri fréttir Síld fyrir tólf milljarða við Stykkishólm Síldarævintýrið á Breiðafirði gæti á næstu vikum skilað tólf milljarða króna útflutningsverðmæti í þjóðarbúið. Stjórnvöld eru hvött til þess að auka síldarkvótann. 22.10.2008 18:29 Íslenska kokkalandsliðið slær í gegn á Ólympíuleikum Íslenska kokkalandsliðið hefur unnið til tveggja gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumanna sem fram fara í Erfurt í Þýskalandi þessa dagana. 22.10.2008 17:50 Hanna Birna: Ummæli Ólafs ekki svara verð ,,Ég hef ítrekað sagt að ástæðan fyrir meirihlutaskiptunum í ágúst voru málefnalegar og snérust hvorki um minn hag né Ólafs F. Magnússonar heldur hagsmuni borgarbúa," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. 22.10.2008 17:35 Tveir Albanar á Íslandi grunaðir um að hafa verið í Frelsisher Kósóvó Tveir Kósóvó-Albanar sem lögregla grunar að hafi verið í Frelsisher Kósóvó sóttust eftir hæli hér á landi. Þriðji Albaninn var einnig til rannsóknar vegna tengsla við þá. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mannanna en það átti að renna út í dag. 22.10.2008 16:49 Leita til dómstóla ef vafi er á því hvort afhenda megi gögn Valitor, umboðsaðili VISA á Íslandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið leiti alltaf til dómstóla ef vafi leiki á því hvort félaginu sé heimilt að afhenda gögn til yfirvalda. 22.10.2008 16:08 Bílvelta og aftanákeyrsla á sama stað Pallbíll valt til móts við Þingborg rétt austan við Selfoss um klukkan hálffjögur í dag. 22.10.2008 16:00 Ólafur: Hanna Birna notaði gróusögur gegn mér Ólafur F. Magnússon segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi borgarstjóri, hafi þrýst á sig að segja af sér sem borgarstjóri vegna gróusagna um persónu hans. 22.10.2008 16:00 Tilmæli ríkisstjórnar um frystingu lána ítrekuð Fréttir hafa borist af því að viðskiptavinum bankanna hafi gengið illa að fá frystingu á erlendum lánum, þrátt fyrir tilmæli viðskiptaráðherra þar um. Viðskiptaráðuneytið hefur því í dag rætt við alla bankastjóra hinna nýju ríkisbanka til þess að tryggja að þjónusta þeirra sé í samræmi við tilmæli ríkisstjórnarinnar. Þá er þess vænst að önnur fjármálafyrirtæki veiti sömu fyrirgreiðslu. 22.10.2008 15:53 Segir pólitíska sérhagsmuni Browns ráða ferðinni „Okkur blöskraði þessi klaufaháttur að koma sjónarmiðum Íslendinga í fjölmiðla," segir Ólafur Elíasson, tónlistamaður og einn aðstandenda síðunnar indefence.is. Hann segist gáttaður á því að Gordon Brown hafi komist upp með það ótrúlega „spin" að beita hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkum. Gjörningur sem hafi verið til þess eins að bjarga hans pólitíska skinni. 22.10.2008 15:53 Norrænir fjármálaráðherrar funda um kreppu Fjármálaráðherrar norrænu ríkjanna munu funda í næstu viku í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Finnlandi. 22.10.2008 15:08 Pakistanar leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Pakistan hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirstandandi fjármálakreppu eftir því sem Sky-fréttastofan greinir frá. 22.10.2008 14:57 Sýknaður af ákæru um flöskukast Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás en honum var gefið að sök að hafa hent glerflösku í annan mann þannig að hann hlaut skurð í andliti og gleraugu hans brotnuðu. 22.10.2008 14:45 Gengið til viðræðna við SÁÁ um búsetuúrræði Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag ganga til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 22.10.2008 14:35 Vilja bregðast við atvinnuleysi með auknu námsframboði Rektorar sjö íslenskra háskóla sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja að bregðast þurfi við erfiðleikum í efnahagslífinu og yfirvofandi atvinnuleysi með fjölþættum aðgerðum á sviði menntamála. 22.10.2008 14:21 33 sagt upp hjá EJS Tölvufyrirtækið EJS hefur sagt 33 starfsmönnum upp en tæplega 170 manns vinna hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að uppsagnirnar séu liður í aðhaldsaðgerðum sem séu nauðsynlegar vegna breyttra rekstrarskilyrða og lækkandi gengis íslensku krónunnar. 22.10.2008 14:04 21 salmonellusmit hér á landi á fyrri helmingi ársins Þrjátíu og sjö manns hafa smitast af salmonellu hér á landi frá ársbyrjun 2007 til septemberloka 2008 eftir því sem segir í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Þar er vitnað til upplýsinga frá sýkladeild Landspítalans. Flest greindra tilfella, eða 29 af 37, voru hjá einstaklingum með búsetu á höfuðborgarsvæðinu. 22.10.2008 13:58 Helmingi fleiri greinast með lifrarbólgu B Þrjátíu og átta manns greindust með lifrarbólgu B á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Eru þetta helmingi fleiri en á sama tímabili í fyrra. 22.10.2008 13:45 Enn fundað í utanríkisráðuneytinu Fundur íslenskra og breskra samninganefnda vegna deilna um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi stendur enn í utanríkisráðuneytinu. 22.10.2008 13:25 Íslenskir hryðjuverkamenn streyma í Borgartúnið Íslenskir ,,hryðjuverkamenn" með alvæpni voru ljósmyndaðir í bak og fyrir í morgun. 22.10.2008 13:15 Mikil örtröð á dekkjaverkstæðum Mikil örtröð hefur verið á hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Umferðin hefur gengið vel fyrir sig og fá og lítil óhöpp. 22.10.2008 13:08 Bruni í Vesturbergi enn til rannsóknar Rannsókn á brunanum í Vesturbergi hundrað aðfararnótt sunnudags stendur enn yfir. 22.10.2008 13:00 Fiskverð rýkur upp Fiskverð rauk upp á fiskmörkuðum hérlendis í gær samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. 22.10.2008 12:37 40 tonna grafa valt út í sjó Betur fór en á horfðist þegar 40 tonna grafa valt út í sjó skammt frá flugvellinum á Akureyri í morgun. 22.10.2008 12:28 Barentshafskvóti gæti skilað á fimmta milljarð króna Þorskkvóti sem Íslendingar fá í Barentshafi á næsta ári gæti skilað fjórum til fimm milljörðum króna í þjóðarbúið. 22.10.2008 12:14 Ekki búist við niðurstöðu varðandi IMF í dag Vinna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna fyrirhugaðrar lántöku Íslendinga dregst enn á langinn og er ekki gert ráð fyrir niðurstöðu í dag þrátt fyrir væntingar þar um. 22.10.2008 12:12 Gríðarlegur stuðningur við þjóðarávarp til Breta Fjöldahreyfing til að breyta ímynd Íslands í Bretlandi hefur hafið starfsemi og opnað heimasíðu. 22.10.2008 12:04 Svíar í för með norsku sendinefndinni Von er á norsku sendinefndinni sem hyggst skoða hvort Norðmenn geti veitt Íslendingum aðstoð með flugi um miðjan dag í dag. 22.10.2008 12:00 Vilja skýrari og betri upplýsingar frá stjórnvöldum um stöðu mála Neytendasamtökin kalla eftir skýrari og betri upplýsingum frá stjórnvöldum á þeim óvissutímum sem nú eru upp. 22.10.2008 11:51 Prenta flestar bækur sínar á Íslandi Útgáfufyrirtækið Forlagið hyggst prenta mest allar bækur sínar hér á landi fyrir jólin í ár. Prentsmiðjan Oddi og Forlagið hafa gert með sér samning um prentun nánast allra titla hins síðarnefnda fyrir þessi jól. Oddi mun prenta um 70 titla fyrir Forlagið. Í tilkynningu segir að líklega sé um að ræða stærsta samning um prentun bóka á Íslandi frá upphafi. 22.10.2008 11:47 Íslendingur mátti svara niðrandi orðum Þjóðverja Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu Þjóðverja um að ummæli Íslendings í tölvubréfi til fólks sem þeir þekkja yrðu dæmd dauð og ómerk. 22.10.2008 11:23 Alcoa leggur fram tillögu að matsáætlun vegna Bakkaálvers Alcoa hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa á Bakka við Húsavík í Norðurþingi með allt að 346 þúsund tonna framleiðslugetu. 22.10.2008 10:29 Fundað í utanríkisráðuneytinu um Icesave Fundur stendur nú yfir í utanríkisráðuneytinu þessa stundina þar sem íslenskar og breskar sendinefndir ræða lausn á deilu landanna vegna Icesave-reikninga Landsbankans. 22.10.2008 10:09 Dæmdir fyrir barsmíðar á þorrablóti Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn í þriggja og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir fyrir utan íþróttahúsið í Þorlákshöfn í febrúar í fyrra. 22.10.2008 09:44 Þurftu að loka brekku vegna hálku Morgunumferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mikla hálku og nokkra ofankomu. 22.10.2008 09:31 Frelsi fjölmiðla mest hér á landi Frelsi fjölmiðla er mest á Íslandi, Noregi og Lúxemborg samkvæmt nýrri samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra. 22.10.2008 09:20 Fimm prósenta kaupmáttarrýrnun á 12 mánuðum Kaupmáttur hér á landi hefur rýrnað um fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu. 22.10.2008 09:06 Framsóknarmenn í Reykjavík átelja aðgerðaleysi ríkisstjórnar Kjördæmaþing framsóknarmanna í Reykjavík átelur harðlega ríkisstjórn Íslands fyrir aðgerða- og ábyrgðarleysi nú á ögurstundu í efnahagslífi þjóðarinnar. 22.10.2008 08:52 Norsk sendinefnd skoðar aðstoð við Íslendinga Norðmenn hyggjast rétta Íslendingum hjálparhönd í þeim hremmingum sem ganga yfir landið og er von á norskri sendinefnd til Íslands í dag. 22.10.2008 08:37 Sjötíu prósenta hækkun lána Lán smábátaflotans hafa hækkað um liðlega sjötíu prósent á einu ári vegna hækkunar gengisvísitölunnar, að mati Landssambands smábátaeigenda. 22.10.2008 08:11 Játuðu innbrot í söluskála Þrír menn, sem lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt að beiðni lögreglunnar á Selfossi, játuðu við yfirheyrslur undir kvöld í gær að hafa brotist inn í söluskála við Árnes og stolið þaðan talsverðum verðmætum fyrir nokkrum dögum. 22.10.2008 08:09 Brotist inn í apótek í Árbæ Brotist var inn í apótek í Árbæjarhverfi undir morgun og þaðan stolið lyfjum. Lögregla er nú að rannsaka upptökur úr eftirlitsmyndavélum þar sem sést til tveggja manna, en ekki var búið að ná þeim nú fyrir fréttir. 22.10.2008 07:23 Skipbrotsmennirnir heilir heim Dragnótabáturinn Sólborg kom til Reykjavíkur á miðnætti með báða skipbrotsmennina af hraðfiskibátnum Mávanesi, sem brann og sökk á Faxaflóa í gærkvöldi. Þeir voru heilir á húfi. 22.10.2008 07:19 Afl vill óháðan rannsóknarhóp Afl, starfsgreinafélag, ætlar að leggja það fyrir ársfund Alþýðusambandsins á morgun, að fundurinn krefjist þess að óháður aðili, utan fjármálaeftirlits, seðlabanka eða stjórnvalda, 22.10.2008 07:15 Yfirdrátturinn algengur Rösklega helmingur ungra félaga í aðildarfélögum Alþýðusambandsins er með yfirdrátt í viðskiptabönkum sínum, samkvæmt könnun, sem Alþýðusambandið lét gera nýverið. 22.10.2008 07:12 Finnur búinn að skipta um skoðun? Finnur Sveinbjörnsson nýráðinn forstjóri Nýja Kaupþings, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, ekki getað lofað því að hægt verði að borga þeim sem sagt verður upp þriggja mánaða uppsagnarfrest. Finnur gegndi áður starfi formanns skilanefndar Kaupþings. Í bréfi sem starfsmannastjóri bankans sendi starfsfólki fyrir hönd skilanefndar þann 11. október síðastliðinn segir að nefndin geri skýra kröfu um að staðið verði við ákvæði í ráðningarsamningi starfsmanna. Þar með talið á launum á uppsagnarfresti, ef til uppsagna kemur. 21.10.2008 21:09 Sjá næstu 50 fréttir
Síld fyrir tólf milljarða við Stykkishólm Síldarævintýrið á Breiðafirði gæti á næstu vikum skilað tólf milljarða króna útflutningsverðmæti í þjóðarbúið. Stjórnvöld eru hvött til þess að auka síldarkvótann. 22.10.2008 18:29
Íslenska kokkalandsliðið slær í gegn á Ólympíuleikum Íslenska kokkalandsliðið hefur unnið til tveggja gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumanna sem fram fara í Erfurt í Þýskalandi þessa dagana. 22.10.2008 17:50
Hanna Birna: Ummæli Ólafs ekki svara verð ,,Ég hef ítrekað sagt að ástæðan fyrir meirihlutaskiptunum í ágúst voru málefnalegar og snérust hvorki um minn hag né Ólafs F. Magnússonar heldur hagsmuni borgarbúa," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. 22.10.2008 17:35
Tveir Albanar á Íslandi grunaðir um að hafa verið í Frelsisher Kósóvó Tveir Kósóvó-Albanar sem lögregla grunar að hafi verið í Frelsisher Kósóvó sóttust eftir hæli hér á landi. Þriðji Albaninn var einnig til rannsóknar vegna tengsla við þá. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mannanna en það átti að renna út í dag. 22.10.2008 16:49
Leita til dómstóla ef vafi er á því hvort afhenda megi gögn Valitor, umboðsaðili VISA á Íslandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið leiti alltaf til dómstóla ef vafi leiki á því hvort félaginu sé heimilt að afhenda gögn til yfirvalda. 22.10.2008 16:08
Bílvelta og aftanákeyrsla á sama stað Pallbíll valt til móts við Þingborg rétt austan við Selfoss um klukkan hálffjögur í dag. 22.10.2008 16:00
Ólafur: Hanna Birna notaði gróusögur gegn mér Ólafur F. Magnússon segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi borgarstjóri, hafi þrýst á sig að segja af sér sem borgarstjóri vegna gróusagna um persónu hans. 22.10.2008 16:00
Tilmæli ríkisstjórnar um frystingu lána ítrekuð Fréttir hafa borist af því að viðskiptavinum bankanna hafi gengið illa að fá frystingu á erlendum lánum, þrátt fyrir tilmæli viðskiptaráðherra þar um. Viðskiptaráðuneytið hefur því í dag rætt við alla bankastjóra hinna nýju ríkisbanka til þess að tryggja að þjónusta þeirra sé í samræmi við tilmæli ríkisstjórnarinnar. Þá er þess vænst að önnur fjármálafyrirtæki veiti sömu fyrirgreiðslu. 22.10.2008 15:53
Segir pólitíska sérhagsmuni Browns ráða ferðinni „Okkur blöskraði þessi klaufaháttur að koma sjónarmiðum Íslendinga í fjölmiðla," segir Ólafur Elíasson, tónlistamaður og einn aðstandenda síðunnar indefence.is. Hann segist gáttaður á því að Gordon Brown hafi komist upp með það ótrúlega „spin" að beita hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkum. Gjörningur sem hafi verið til þess eins að bjarga hans pólitíska skinni. 22.10.2008 15:53
Norrænir fjármálaráðherrar funda um kreppu Fjármálaráðherrar norrænu ríkjanna munu funda í næstu viku í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Finnlandi. 22.10.2008 15:08
Pakistanar leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Pakistan hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirstandandi fjármálakreppu eftir því sem Sky-fréttastofan greinir frá. 22.10.2008 14:57
Sýknaður af ákæru um flöskukast Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás en honum var gefið að sök að hafa hent glerflösku í annan mann þannig að hann hlaut skurð í andliti og gleraugu hans brotnuðu. 22.10.2008 14:45
Gengið til viðræðna við SÁÁ um búsetuúrræði Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag ganga til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 22.10.2008 14:35
Vilja bregðast við atvinnuleysi með auknu námsframboði Rektorar sjö íslenskra háskóla sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja að bregðast þurfi við erfiðleikum í efnahagslífinu og yfirvofandi atvinnuleysi með fjölþættum aðgerðum á sviði menntamála. 22.10.2008 14:21
33 sagt upp hjá EJS Tölvufyrirtækið EJS hefur sagt 33 starfsmönnum upp en tæplega 170 manns vinna hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að uppsagnirnar séu liður í aðhaldsaðgerðum sem séu nauðsynlegar vegna breyttra rekstrarskilyrða og lækkandi gengis íslensku krónunnar. 22.10.2008 14:04
21 salmonellusmit hér á landi á fyrri helmingi ársins Þrjátíu og sjö manns hafa smitast af salmonellu hér á landi frá ársbyrjun 2007 til septemberloka 2008 eftir því sem segir í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Þar er vitnað til upplýsinga frá sýkladeild Landspítalans. Flest greindra tilfella, eða 29 af 37, voru hjá einstaklingum með búsetu á höfuðborgarsvæðinu. 22.10.2008 13:58
Helmingi fleiri greinast með lifrarbólgu B Þrjátíu og átta manns greindust með lifrarbólgu B á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Eru þetta helmingi fleiri en á sama tímabili í fyrra. 22.10.2008 13:45
Enn fundað í utanríkisráðuneytinu Fundur íslenskra og breskra samninganefnda vegna deilna um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi stendur enn í utanríkisráðuneytinu. 22.10.2008 13:25
Íslenskir hryðjuverkamenn streyma í Borgartúnið Íslenskir ,,hryðjuverkamenn" með alvæpni voru ljósmyndaðir í bak og fyrir í morgun. 22.10.2008 13:15
Mikil örtröð á dekkjaverkstæðum Mikil örtröð hefur verið á hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Umferðin hefur gengið vel fyrir sig og fá og lítil óhöpp. 22.10.2008 13:08
Bruni í Vesturbergi enn til rannsóknar Rannsókn á brunanum í Vesturbergi hundrað aðfararnótt sunnudags stendur enn yfir. 22.10.2008 13:00
Fiskverð rýkur upp Fiskverð rauk upp á fiskmörkuðum hérlendis í gær samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. 22.10.2008 12:37
40 tonna grafa valt út í sjó Betur fór en á horfðist þegar 40 tonna grafa valt út í sjó skammt frá flugvellinum á Akureyri í morgun. 22.10.2008 12:28
Barentshafskvóti gæti skilað á fimmta milljarð króna Þorskkvóti sem Íslendingar fá í Barentshafi á næsta ári gæti skilað fjórum til fimm milljörðum króna í þjóðarbúið. 22.10.2008 12:14
Ekki búist við niðurstöðu varðandi IMF í dag Vinna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna fyrirhugaðrar lántöku Íslendinga dregst enn á langinn og er ekki gert ráð fyrir niðurstöðu í dag þrátt fyrir væntingar þar um. 22.10.2008 12:12
Gríðarlegur stuðningur við þjóðarávarp til Breta Fjöldahreyfing til að breyta ímynd Íslands í Bretlandi hefur hafið starfsemi og opnað heimasíðu. 22.10.2008 12:04
Svíar í för með norsku sendinefndinni Von er á norsku sendinefndinni sem hyggst skoða hvort Norðmenn geti veitt Íslendingum aðstoð með flugi um miðjan dag í dag. 22.10.2008 12:00
Vilja skýrari og betri upplýsingar frá stjórnvöldum um stöðu mála Neytendasamtökin kalla eftir skýrari og betri upplýsingum frá stjórnvöldum á þeim óvissutímum sem nú eru upp. 22.10.2008 11:51
Prenta flestar bækur sínar á Íslandi Útgáfufyrirtækið Forlagið hyggst prenta mest allar bækur sínar hér á landi fyrir jólin í ár. Prentsmiðjan Oddi og Forlagið hafa gert með sér samning um prentun nánast allra titla hins síðarnefnda fyrir þessi jól. Oddi mun prenta um 70 titla fyrir Forlagið. Í tilkynningu segir að líklega sé um að ræða stærsta samning um prentun bóka á Íslandi frá upphafi. 22.10.2008 11:47
Íslendingur mátti svara niðrandi orðum Þjóðverja Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu Þjóðverja um að ummæli Íslendings í tölvubréfi til fólks sem þeir þekkja yrðu dæmd dauð og ómerk. 22.10.2008 11:23
Alcoa leggur fram tillögu að matsáætlun vegna Bakkaálvers Alcoa hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa á Bakka við Húsavík í Norðurþingi með allt að 346 þúsund tonna framleiðslugetu. 22.10.2008 10:29
Fundað í utanríkisráðuneytinu um Icesave Fundur stendur nú yfir í utanríkisráðuneytinu þessa stundina þar sem íslenskar og breskar sendinefndir ræða lausn á deilu landanna vegna Icesave-reikninga Landsbankans. 22.10.2008 10:09
Dæmdir fyrir barsmíðar á þorrablóti Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn í þriggja og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir fyrir utan íþróttahúsið í Þorlákshöfn í febrúar í fyrra. 22.10.2008 09:44
Þurftu að loka brekku vegna hálku Morgunumferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mikla hálku og nokkra ofankomu. 22.10.2008 09:31
Frelsi fjölmiðla mest hér á landi Frelsi fjölmiðla er mest á Íslandi, Noregi og Lúxemborg samkvæmt nýrri samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra. 22.10.2008 09:20
Fimm prósenta kaupmáttarrýrnun á 12 mánuðum Kaupmáttur hér á landi hefur rýrnað um fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu. 22.10.2008 09:06
Framsóknarmenn í Reykjavík átelja aðgerðaleysi ríkisstjórnar Kjördæmaþing framsóknarmanna í Reykjavík átelur harðlega ríkisstjórn Íslands fyrir aðgerða- og ábyrgðarleysi nú á ögurstundu í efnahagslífi þjóðarinnar. 22.10.2008 08:52
Norsk sendinefnd skoðar aðstoð við Íslendinga Norðmenn hyggjast rétta Íslendingum hjálparhönd í þeim hremmingum sem ganga yfir landið og er von á norskri sendinefnd til Íslands í dag. 22.10.2008 08:37
Sjötíu prósenta hækkun lána Lán smábátaflotans hafa hækkað um liðlega sjötíu prósent á einu ári vegna hækkunar gengisvísitölunnar, að mati Landssambands smábátaeigenda. 22.10.2008 08:11
Játuðu innbrot í söluskála Þrír menn, sem lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt að beiðni lögreglunnar á Selfossi, játuðu við yfirheyrslur undir kvöld í gær að hafa brotist inn í söluskála við Árnes og stolið þaðan talsverðum verðmætum fyrir nokkrum dögum. 22.10.2008 08:09
Brotist inn í apótek í Árbæ Brotist var inn í apótek í Árbæjarhverfi undir morgun og þaðan stolið lyfjum. Lögregla er nú að rannsaka upptökur úr eftirlitsmyndavélum þar sem sést til tveggja manna, en ekki var búið að ná þeim nú fyrir fréttir. 22.10.2008 07:23
Skipbrotsmennirnir heilir heim Dragnótabáturinn Sólborg kom til Reykjavíkur á miðnætti með báða skipbrotsmennina af hraðfiskibátnum Mávanesi, sem brann og sökk á Faxaflóa í gærkvöldi. Þeir voru heilir á húfi. 22.10.2008 07:19
Afl vill óháðan rannsóknarhóp Afl, starfsgreinafélag, ætlar að leggja það fyrir ársfund Alþýðusambandsins á morgun, að fundurinn krefjist þess að óháður aðili, utan fjármálaeftirlits, seðlabanka eða stjórnvalda, 22.10.2008 07:15
Yfirdrátturinn algengur Rösklega helmingur ungra félaga í aðildarfélögum Alþýðusambandsins er með yfirdrátt í viðskiptabönkum sínum, samkvæmt könnun, sem Alþýðusambandið lét gera nýverið. 22.10.2008 07:12
Finnur búinn að skipta um skoðun? Finnur Sveinbjörnsson nýráðinn forstjóri Nýja Kaupþings, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, ekki getað lofað því að hægt verði að borga þeim sem sagt verður upp þriggja mánaða uppsagnarfrest. Finnur gegndi áður starfi formanns skilanefndar Kaupþings. Í bréfi sem starfsmannastjóri bankans sendi starfsfólki fyrir hönd skilanefndar þann 11. október síðastliðinn segir að nefndin geri skýra kröfu um að staðið verði við ákvæði í ráðningarsamningi starfsmanna. Þar með talið á launum á uppsagnarfresti, ef til uppsagna kemur. 21.10.2008 21:09