Innlent

Bruni í Vesturbergi enn til rannsóknar

MYND/Egill

Rannsókn á brunanum í Vesturbergi hundrað aðfararnótt sunnudags stendur enn yfir.

Eldsupptök liggja ekki fyrir að öðru leyti en að opinn eldur var í þurrkherbergi í kjallara en ekki er vitað hvernig hann kviknaði. Íkveikja er ekki útilokuð en enginn hefur verið yfirheyrður vegna málsins.

Lögreglan ætlar að ræða betur við íbúa hússins og kanna hvort þeir hafi orðið varir við eitthvað sem varpað gæti ljósi á málið. Mildi þykir að ekki varð stórslys þegar eldurinn kom upp, á þriðja tug manna búa í húsinu og flestir í fastasvefni þegar eldurinn kom upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×