Innlent

Norrænir fjármálaráðherrar funda um kreppu

Fjármálaráðherrar norrænu ríkjanna munu funda í næstu viku í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Finnlandi. Fundarefnið verður meðal annars hin alþjóðlega fjármálakreppa en einnig munu ráðherrarnir undirrita samning við eyríkin Jersey og Guernsey um varnir gegn skattaflótta.

Fram hefur komið að forsætisráðherrar landanna muni einnig funda um fjármálakreppuna í tengslum við þingið og verður sérstök áhersla lögð á stöðu Íslands í viðræðum þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×