Innlent

Ekki búist við niðurstöðu varðandi IMF í dag

Vinna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna fyrirhugaðrar lántöku Íslendinga dregst enn á langinn og er ekki gert ráð fyrir niðurstöðu í dag þrátt fyrir væntingar þar um.

Unnið er að gerð þjóðhagsspár en margir óvissuþættir um þróun efnahagslífsins tefja vinnuna. Ríkisstjórn Íslands er einhuga í afstöðu sinni til lántökunnar og segir engin skilyrði sem sjóðurinn setur óyfirstíganleg.

Lánið er sagt nokkurs konar aðgöngumiði að lánveitingum ýmissa ríkja og stofnanna og er orðrómur um að Rússar vilji til að mynda sjá samkomulag á milli Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en ákvörðun er tekin um lán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×