Innlent

Hanna Birna: Ummæli Ólafs ekki svara verð

Ólafur og Hanna Birna.
Ólafur og Hanna Birna.

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi þrýst á sig að segja af sér sem borgarstjóri í ágúst vegna gróusagna um persónu hans.

Hanna Birna telur ummæli Ólafs ekki vera svara verð. ,,Ég hef fyrir löngu sagt að ég kjósi að fara ekki niður á þetta plan með Ólafi F. Magnússyni. Auk þess eru verkefnin sem bíða borgarstjórnar og Reykvíkinga í dag mun brýnni heldur en þau sem Ólafur kýs nú að gera en eina ferðina að umtalsefni."

,,Hún byrjaði fundinn á því að tala um gróusögur og það fannst mér með eindæmum lágkúrulegt. Hún nefndi hluti sem voru jafnvel grófari og meira út í hött heldur en höfðu verið í fjölmiðlum og þótti mér þó nóg um," sagði Ólafur um fund sem hann átti með Hönnu Birnu daginn áður en að meirihlustasamstarfi F-lista og Sjálfstæðisflokks var slitið.

Aðspurð hvort ekki sé eðlilegt að hún svari ásökunum fyrrverandi samstarfélaga síns í borgarstjórn sagði Hanna Birna: ,,Ég hef ítrekað sagt að ástæðan fyrir meirihlutaskiptunum í ágúst voru málefnalegar og snérust hvorki um minn hag né Ólafs F. Magnússonar heldur hagsmuni borgarbúa."








Tengdar fréttir

Ólafur: Hanna Birna notaði gróusögur gegn mér

Ólafur F. Magnússon segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi borgarstjóri, hafi þrýst á sig að segja af sér sem borgarstjóri vegna gróusagna um persónu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×