Innlent

Tveir Albanar á Íslandi grunaðir um að hafa verið í Frelsisher Kósóvó

Mennirnir dvöldu meðal annars´í húsakynnum hælisleitenda  í Reykjanesbæ.
Mennirnir dvöldu meðal annars´í húsakynnum hælisleitenda í Reykjanesbæ. MYND/Víkurfréttir

Tveir Kósóvó-Albanar sem lögregla grunar að hafi verið í Frelsisher Kósóvó sóttust eftir hæli hér á landi. Þriðji Albaninn var einnig til rannsóknar vegna tengsla við þá. 

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mannanna en það átti að renna út í dag. Fram kemur í úrskurði Hæstaréttar að mennirnir hafi komið til landsins fyrr í mánuðinum, hver í sínu lagi, og allir óskað eftir hæli. Við nánari eftirgrennslan lögreglu komst hún að því að tveir mannanna hefðu lagt af stað frá Þessalóníku í Grikkalndi til Íslands á svipuðum tíma en komið misjafna leið. Þeir komu til landsins 10. og 11. október. Sá fyrsti kom hins vegar 4. október.

Með því að leita í fórum eins mannanna fann lögregla myndir í síma sem sýndu þá saman hér á landi og jafnframt myndir af tveimur þeirra þungvopnuðum í útlöndum. Vaknaði þá grunur um að þeir tengdust Frelsisher Kósóvó. Taldi lögreglan með vísan til greinargerðar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um Frelsisher Kósóvó að tveir mannanna kynnu að vera hættulegir og fór fram á gæsluvarðhald yfir þeim á meðan á rannsókn málsins stæði yfir.

Samkvæmt upplýsingum Vísis á að fylgja tveimur mannanna úr landi á morgun en einn þeirra var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×