Fleiri fréttir Önnur bresk sendinefnd á leiðinni Von er á annari sendinefnd frá breskum yfirvöldum til Íslands til þess að reyna að leiða deiluna um innlán breskra ríkisborgara í íslenskum bönkum til lykta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá breska fjármálaráðuneytinu og segir að í nefndinni verði yfirmenn frá Seðlabanka Englands og háttsettir menn úr fjármálaráuneytinu. 21.10.2008 19:42 Síldinni mokað upp við Stykkishólm Þrjú síldveiðiskip fylltu sig nánast uppi í landsteinum við Stykkishólm í dag og mokuðu þar upp samtals hátt í tvöhundruð milljóna króna gjaldeyrisverðmæti. Nærri þrefalt hærra verð fæst fyrir síldina nú en í fyrra. 21.10.2008 18:52 Mögulegar flóttaleiðir frá landinu Lántaka ríkisins til að endurreisa íslenskt efnhagslíf gæti numið 16 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Almenningur á þó ýmsa möguleika í stöðunni til að komast hjá því að greiða fyrir hina misheppnuðu útrás. 21.10.2008 18:42 Tekjum skotið undan skatti Hópur fólks hefur skotið tekjum undan samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Ríkisskattstjóra. Þetta sést á yfirlitum um hreyfingar á greiðslukortum sem eru skuldfærð af erlendum reikningum en notuð á Íslandi. 21.10.2008 18:30 Fastir í Færeyjum í heila viku Um fjörutíu manna hópur Íslendinga, sem sigldi með farþegaskipinu Norrænu, er veðurtepptur í Færeyjum og gert er ráð fyrir að hópurinn komist ekki heim fyrr en eftir viku. 21.10.2008 17:08 Um eitt prósent ökumanna ók of hratt í Hvalfjarðargöngum Einungis 1,2 prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöngin á fjórum sólarhringum óku of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar. 21.10.2008 17:05 Sérfræðinganefnd metur tjón Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur falið sérfræðinganefnd til að meta eignir og skuldir nýju og gömlu bankanna og því liggur ekki fyrir hvert tjón Seðlabankans verður vegna falls bankanna þriggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum þar sem segir einnig að Seðlabankinn fari að líkindum ekki tjónlaus út úr fallinu. 21.10.2008 16:53 Tveir í viðbót í varðhald vegna árásar á lögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo menn til viðbótar í gæsluvarðhald vegna árásar á tvo lögreglumenn í Hraunbæ um helgina. 21.10.2008 16:37 Þrír í farbann vegna fíkniefnasmygls Þrír karlar á aldrinum 17 til 28 ára hafa verið úrskurðaðir í farbann til 2. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.10.2008 16:32 Fagna þjónustusamningi um heimahjúkrun Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar markmiðum yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 8. október síðastliðnum um þriggja ára þjónustusamning um sameiginlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. 21.10.2008 16:19 Fresta því að kaupa nýja slökkvibíla vegna kreppunnar Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað á fundi sínum fyrir helgi að hætta við fyrirhuguð kaup á fjórum slökkvibifreiðum og taka ákvörðun um þau síðar. Hugsanlegt er að kaupunum verði dreift yfir lengri tíma. 21.10.2008 16:04 Ekki má sópa neinu undir teppið Samstaða í stjórnmálum við núverandi aðstæður í samfélaginu er mikilvæg, að mati Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Mikilvægt er að víðtæk samstaða takist um öryggi og velferð, skjaldborg verði slegið um atvinnulíf og fjölskyldur, eftir því sem nokkur er kostur. 21.10.2008 15:46 Bauhaus segir upp starfsmönnum sínum Flestum þeim starfsmönnum sem Bauhaus hafði ráðið til að undirbúa opnun verslunar undir Úlfarsfelli hefur verið sagt upp störfum. 21.10.2008 15:28 Sakfelldur fyrir mannrán og humarþjófnað Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, meðal annars fyrir mannrán. 21.10.2008 15:01 Ísafjarðarbær leggur fram aðgerðaáætlun Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt sérstaka aðgerðaáætlun til að til að bregðast við breytingum á umhverfi í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. 21.10.2008 14:26 Ætlaði að selja kannabis í Eyjum Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 350 þúsund króna sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 80 grömm af kannabisefnum. 21.10.2008 13:47 Afnema stimpilgjöld við breytingu á fasteignalánum Árni Mathiesen fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að afnema stimpilgjöld af greiðsluskilmálabreytingum á fasteignaveðlánum. Árni kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórninni í morgun og var það samþykkt þar. 21.10.2008 13:29 Dæmdur fyrir að kýla dóttur sína í andlitið Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sektað hann um 160 þúsund krónur fyrir ölvunarakstur og líkamsárás. 21.10.2008 13:22 Búið að opna Víkurskarð Vegagerðin hefur opnað Víkurskarð en það hefur verið lokað frá því í nótt vegna ofankomu. Bílar sátu þar fastir og tafði það nokkuð moksturinn í morgun. Vegagerðin bendir þó á að snjóþekja sé á veginum og éljagangur. 21.10.2008 13:10 Býst við að mannekla leikskóla leysist á næstu vikum Sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar á von á því að allir leikskólar verði fullmannaðir á næstu vikum og þá verði hægt að fylla þau pláss sem ekki hefur verið hægt að fylla. Umsókn um störf á leikskólunum hefur fjölgað mjög á síðustu vikum. 21.10.2008 13:00 Varað við hvassviðri á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar Vegagerðin varar við miklu hvassviðri og sterkum hviðum á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar í Hornafirði. Einnig er varað við sandfoki í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur beðnir að gæta varúðar á þessari leið. 21.10.2008 12:36 Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings Stjórn Nýja Kaupþings hefur ráðið Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra. Starfsmönnum var tilkynnt þetta með tölvupósti fyrir örfáum mínútum. Finnur gegndi starfi formanns skilanefndar Kaupþings hf. eftir að Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn hans þann 8. október. Finnur mun hefja störf á morgun. 21.10.2008 12:25 Skilyrði IMF ekki óaðgengileg - Þjóðarframleiðslan mun hrapa Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti fyrir aðstoð væru ekki óaðgengileg. 21.10.2008 11:36 Grunaður um sölu á heimaslátruðu Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu ökumann á leið úr austurhluta umdæmisins í liðinni viku. 21.10.2008 11:19 Samkomulag við IMF í dag eða á morgun Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að samkomulag náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Íslendinga síðar í dag eða á morgun. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum. 21.10.2008 11:11 Skorar á aðra veitingamenn að lækka einnig verð ,,Það liggur einhver doði yfir landsmönnum og fólk hreyfir sig ekki út fyrir dyr. Nú þarf fólk að spjalla saman og peppa hvort annað upp og þetta er ein leið til þess," segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum sem hefur lækkað verð á sjávarréttahlaðborði sínu. 21.10.2008 10:57 Kannast ekki við að Japanar hyggist aðstoða Ísland Shiochi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði á blaðamannafundi í morgun að hann hefði ekki heyrt af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði leitað til þarlendra stjórnvalda til þess að aðstoða Íslendinga í vandræðum sínum. 21.10.2008 10:27 Ætla að spara 15-20 milljónir í nefndarkerfi borgarinnar Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, sem í eiga sæti forseti og varaforsetar borgarstjórnar, hyggst spara 15-20 milljónir króna í nefndarkerfi borgarinnar á næsta ári vegna kreppunnar. 21.10.2008 10:03 Jafnréttisþingi frestað vegna kreppunnar Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta Jafnréttisþingi, sem halda átti þann 7. nóvember, fram í janúar á næsta ári. 21.10.2008 09:34 Ófært um Víkurskarð en verið er að moka Vegagerðin segir að enn sé ófært um Víkurskarð en unnið er að mokstri þessa stundina. Þá eru hálkublettir frá Borganesi og víða á Snæfellsnesi. 21.10.2008 09:05 Héldu upplýsinga- og stuðningsfundi fyrir erlenda starfsmenn LSH Erlendir starfsmenn á Landspítalanum eru uggandi yfir stöðu sinni, launum og réttindamálum og því gripu forsvarsmenn spítalans til þess að halda upplýsinga- og stuðningsfundi fyrir þá í síðustu viku. 21.10.2008 09:00 Fjögur á slysadeild eftir útafakstur Fjögur ungmenni slösuðust og voru flutt á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík þegar bíll sem þau voru í fór út af Grindavíkurvegi í gærkvöldi og hafnaði út í hrauni. 21.10.2008 08:30 Snjóflóð lokaði vegi fyrir norðan Vegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur lokaðist undir morgun vegna snjóflóðs. 21.10.2008 08:18 Fastur í bíl á Grenivíkurvegi Lögrelan á Akureyri kallaði út Björgunarsveitina á Grenivík seint í nótt, til að aðstoða ökumann sem sat fastur í bíl sínum á Grenivíkurvegi. 21.10.2008 07:16 Handtekin með þýfi Lögreglan á Selfossi handtók fjögur ungmenni á bíl í nótt eftir að meint þýfi úr innbroti í söluskálann í Árnesi í fyrrinótt, fannst í bíl þeirra. 21.10.2008 07:11 Heimilisofbeldi í Keflavík Til átaka kom milli heimilisfólks í íbúð í Keflavík í nótt og var kallað á lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var ölóður húsbóndinn þar fyrir og tveggja ára barn, en húsmóðirin var flúin. 21.10.2008 07:08 Össur: Ríkisstjórnin „mjög nálægt“ samkomulagi við IMF Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir ríkisstjórn Íslands mjög nálægt því að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka fyrir landið. Í viðtalið við Bloomberg fréttaveituna í dag sagði hann að starfsmenn sjóðsins væru að leggja lokahönd á tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar. 20.10.2008 21:08 Ingibjörg ræddi við Norðmenn og Frakka um helgina um aðstoð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi ítarlega við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í síma um helgina. 20.10.2008 21:33 IMF: Krónuna á flot og háa stýrivexti Tvö helstu skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðum við Íslendinga eru þau að krónunni verði komið aftur á flot og að stýrivöxtum verði haldið háum. Þetta hefur fréttastofan eftir áreiðanlegum heimdildum. Sömu heimildir herma að ákvörðun í málinu verði tekin á næsta sólarhring. 20.10.2008 19:24 Tindur fékk enga sérmeðferð - Valtýr veitti frænkunni tiltal Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir það grófar aðdróttanir að halda því fram að Tindur Jónsson, sem fékk sex ára fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás, hafi notið sérmeðferðar í kerfinu sökum þess að frænka hans vann hjá stofnuninni. Fyrrverandi fangelsismálastjóri staðfestir þó að hann hafi veitt frænkunni tiltal vegna afskipta hennar af fanganum. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. 20.10.2008 20:29 Enn ringulreið í fjármálakerfinu Fjármálakerfi Íslands er enn í algerri ringulreið og engin leið að gera sér grein fyrir því hversu mikill skaðinn verður. Þessa mynd fékk viðskiptanefnd Alþingis af stöðu mála eftir fund í morgun með skilanefndum og bankastjórum nýju ríkisbankanna. 20.10.2008 19:03 Útilaug við Sundhöllina á skipulag Einmitt á tíma samdráttar og krepputals eiga menn að láta drauminn rætast um endurbætta Sundhöll Reykjavíkur með útilaug og auðga þannig mannlífið í borginni. Þetta er skoðun arkitektsins sem teiknað hefur viðbygginguna. 20.10.2008 19:10 Kemur ekki til greina að veðsetja auðlindirnar Ekki kemur til greina að Íslendingar veðsetji auðlindir landsins til að tryggja aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann segir skilmála sjóðsins fyrst og fremst vera almenns eðlis og snerta aðgerðir sem Íslendingar þurfi hvort eð er að fara í. 20.10.2008 18:35 Kristín kannast við eyjuna Tortola Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Gaums og systir Jóns Ásgeirs, kannast við eyjuna og skattaparadísina Tortola í Karíbahafinu. Hún fullyrðir að þangað hafi engir fjármunir verið fluttir frá Gaumi Holding í Lúxembúrg. Nöfn margra eignarhaldsfélaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjunum bera með sér að vera í eigu Íslendinga. 20.10.2008 18:27 Frístundaheimili fyrir fatlaða opnað í Kópavogi Félagsþjónustan í Kópavogi opnar formlega frístundaheimili fyrir fatlaða nemendur í 5. til 10. bekk grunnskólum Kópavogs miðvikudaginn 22. október. Úrræðið verður til húsa í Smáraskóla við Dalsmára. 20.10.2008 16:55 Sjá næstu 50 fréttir
Önnur bresk sendinefnd á leiðinni Von er á annari sendinefnd frá breskum yfirvöldum til Íslands til þess að reyna að leiða deiluna um innlán breskra ríkisborgara í íslenskum bönkum til lykta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá breska fjármálaráðuneytinu og segir að í nefndinni verði yfirmenn frá Seðlabanka Englands og háttsettir menn úr fjármálaráuneytinu. 21.10.2008 19:42
Síldinni mokað upp við Stykkishólm Þrjú síldveiðiskip fylltu sig nánast uppi í landsteinum við Stykkishólm í dag og mokuðu þar upp samtals hátt í tvöhundruð milljóna króna gjaldeyrisverðmæti. Nærri þrefalt hærra verð fæst fyrir síldina nú en í fyrra. 21.10.2008 18:52
Mögulegar flóttaleiðir frá landinu Lántaka ríkisins til að endurreisa íslenskt efnhagslíf gæti numið 16 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Almenningur á þó ýmsa möguleika í stöðunni til að komast hjá því að greiða fyrir hina misheppnuðu útrás. 21.10.2008 18:42
Tekjum skotið undan skatti Hópur fólks hefur skotið tekjum undan samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Ríkisskattstjóra. Þetta sést á yfirlitum um hreyfingar á greiðslukortum sem eru skuldfærð af erlendum reikningum en notuð á Íslandi. 21.10.2008 18:30
Fastir í Færeyjum í heila viku Um fjörutíu manna hópur Íslendinga, sem sigldi með farþegaskipinu Norrænu, er veðurtepptur í Færeyjum og gert er ráð fyrir að hópurinn komist ekki heim fyrr en eftir viku. 21.10.2008 17:08
Um eitt prósent ökumanna ók of hratt í Hvalfjarðargöngum Einungis 1,2 prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöngin á fjórum sólarhringum óku of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar. 21.10.2008 17:05
Sérfræðinganefnd metur tjón Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur falið sérfræðinganefnd til að meta eignir og skuldir nýju og gömlu bankanna og því liggur ekki fyrir hvert tjón Seðlabankans verður vegna falls bankanna þriggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum þar sem segir einnig að Seðlabankinn fari að líkindum ekki tjónlaus út úr fallinu. 21.10.2008 16:53
Tveir í viðbót í varðhald vegna árásar á lögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo menn til viðbótar í gæsluvarðhald vegna árásar á tvo lögreglumenn í Hraunbæ um helgina. 21.10.2008 16:37
Þrír í farbann vegna fíkniefnasmygls Þrír karlar á aldrinum 17 til 28 ára hafa verið úrskurðaðir í farbann til 2. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.10.2008 16:32
Fagna þjónustusamningi um heimahjúkrun Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar markmiðum yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 8. október síðastliðnum um þriggja ára þjónustusamning um sameiginlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. 21.10.2008 16:19
Fresta því að kaupa nýja slökkvibíla vegna kreppunnar Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað á fundi sínum fyrir helgi að hætta við fyrirhuguð kaup á fjórum slökkvibifreiðum og taka ákvörðun um þau síðar. Hugsanlegt er að kaupunum verði dreift yfir lengri tíma. 21.10.2008 16:04
Ekki má sópa neinu undir teppið Samstaða í stjórnmálum við núverandi aðstæður í samfélaginu er mikilvæg, að mati Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Mikilvægt er að víðtæk samstaða takist um öryggi og velferð, skjaldborg verði slegið um atvinnulíf og fjölskyldur, eftir því sem nokkur er kostur. 21.10.2008 15:46
Bauhaus segir upp starfsmönnum sínum Flestum þeim starfsmönnum sem Bauhaus hafði ráðið til að undirbúa opnun verslunar undir Úlfarsfelli hefur verið sagt upp störfum. 21.10.2008 15:28
Sakfelldur fyrir mannrán og humarþjófnað Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, meðal annars fyrir mannrán. 21.10.2008 15:01
Ísafjarðarbær leggur fram aðgerðaáætlun Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt sérstaka aðgerðaáætlun til að til að bregðast við breytingum á umhverfi í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. 21.10.2008 14:26
Ætlaði að selja kannabis í Eyjum Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 350 þúsund króna sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 80 grömm af kannabisefnum. 21.10.2008 13:47
Afnema stimpilgjöld við breytingu á fasteignalánum Árni Mathiesen fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að afnema stimpilgjöld af greiðsluskilmálabreytingum á fasteignaveðlánum. Árni kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórninni í morgun og var það samþykkt þar. 21.10.2008 13:29
Dæmdur fyrir að kýla dóttur sína í andlitið Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sektað hann um 160 þúsund krónur fyrir ölvunarakstur og líkamsárás. 21.10.2008 13:22
Búið að opna Víkurskarð Vegagerðin hefur opnað Víkurskarð en það hefur verið lokað frá því í nótt vegna ofankomu. Bílar sátu þar fastir og tafði það nokkuð moksturinn í morgun. Vegagerðin bendir þó á að snjóþekja sé á veginum og éljagangur. 21.10.2008 13:10
Býst við að mannekla leikskóla leysist á næstu vikum Sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar á von á því að allir leikskólar verði fullmannaðir á næstu vikum og þá verði hægt að fylla þau pláss sem ekki hefur verið hægt að fylla. Umsókn um störf á leikskólunum hefur fjölgað mjög á síðustu vikum. 21.10.2008 13:00
Varað við hvassviðri á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar Vegagerðin varar við miklu hvassviðri og sterkum hviðum á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar í Hornafirði. Einnig er varað við sandfoki í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur beðnir að gæta varúðar á þessari leið. 21.10.2008 12:36
Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings Stjórn Nýja Kaupþings hefur ráðið Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra. Starfsmönnum var tilkynnt þetta með tölvupósti fyrir örfáum mínútum. Finnur gegndi starfi formanns skilanefndar Kaupþings hf. eftir að Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn hans þann 8. október. Finnur mun hefja störf á morgun. 21.10.2008 12:25
Skilyrði IMF ekki óaðgengileg - Þjóðarframleiðslan mun hrapa Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti fyrir aðstoð væru ekki óaðgengileg. 21.10.2008 11:36
Grunaður um sölu á heimaslátruðu Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu ökumann á leið úr austurhluta umdæmisins í liðinni viku. 21.10.2008 11:19
Samkomulag við IMF í dag eða á morgun Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að samkomulag náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Íslendinga síðar í dag eða á morgun. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum. 21.10.2008 11:11
Skorar á aðra veitingamenn að lækka einnig verð ,,Það liggur einhver doði yfir landsmönnum og fólk hreyfir sig ekki út fyrir dyr. Nú þarf fólk að spjalla saman og peppa hvort annað upp og þetta er ein leið til þess," segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum sem hefur lækkað verð á sjávarréttahlaðborði sínu. 21.10.2008 10:57
Kannast ekki við að Japanar hyggist aðstoða Ísland Shiochi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði á blaðamannafundi í morgun að hann hefði ekki heyrt af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði leitað til þarlendra stjórnvalda til þess að aðstoða Íslendinga í vandræðum sínum. 21.10.2008 10:27
Ætla að spara 15-20 milljónir í nefndarkerfi borgarinnar Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, sem í eiga sæti forseti og varaforsetar borgarstjórnar, hyggst spara 15-20 milljónir króna í nefndarkerfi borgarinnar á næsta ári vegna kreppunnar. 21.10.2008 10:03
Jafnréttisþingi frestað vegna kreppunnar Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta Jafnréttisþingi, sem halda átti þann 7. nóvember, fram í janúar á næsta ári. 21.10.2008 09:34
Ófært um Víkurskarð en verið er að moka Vegagerðin segir að enn sé ófært um Víkurskarð en unnið er að mokstri þessa stundina. Þá eru hálkublettir frá Borganesi og víða á Snæfellsnesi. 21.10.2008 09:05
Héldu upplýsinga- og stuðningsfundi fyrir erlenda starfsmenn LSH Erlendir starfsmenn á Landspítalanum eru uggandi yfir stöðu sinni, launum og réttindamálum og því gripu forsvarsmenn spítalans til þess að halda upplýsinga- og stuðningsfundi fyrir þá í síðustu viku. 21.10.2008 09:00
Fjögur á slysadeild eftir útafakstur Fjögur ungmenni slösuðust og voru flutt á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík þegar bíll sem þau voru í fór út af Grindavíkurvegi í gærkvöldi og hafnaði út í hrauni. 21.10.2008 08:30
Snjóflóð lokaði vegi fyrir norðan Vegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur lokaðist undir morgun vegna snjóflóðs. 21.10.2008 08:18
Fastur í bíl á Grenivíkurvegi Lögrelan á Akureyri kallaði út Björgunarsveitina á Grenivík seint í nótt, til að aðstoða ökumann sem sat fastur í bíl sínum á Grenivíkurvegi. 21.10.2008 07:16
Handtekin með þýfi Lögreglan á Selfossi handtók fjögur ungmenni á bíl í nótt eftir að meint þýfi úr innbroti í söluskálann í Árnesi í fyrrinótt, fannst í bíl þeirra. 21.10.2008 07:11
Heimilisofbeldi í Keflavík Til átaka kom milli heimilisfólks í íbúð í Keflavík í nótt og var kallað á lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var ölóður húsbóndinn þar fyrir og tveggja ára barn, en húsmóðirin var flúin. 21.10.2008 07:08
Össur: Ríkisstjórnin „mjög nálægt“ samkomulagi við IMF Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir ríkisstjórn Íslands mjög nálægt því að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka fyrir landið. Í viðtalið við Bloomberg fréttaveituna í dag sagði hann að starfsmenn sjóðsins væru að leggja lokahönd á tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar. 20.10.2008 21:08
Ingibjörg ræddi við Norðmenn og Frakka um helgina um aðstoð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi ítarlega við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í síma um helgina. 20.10.2008 21:33
IMF: Krónuna á flot og háa stýrivexti Tvö helstu skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðum við Íslendinga eru þau að krónunni verði komið aftur á flot og að stýrivöxtum verði haldið háum. Þetta hefur fréttastofan eftir áreiðanlegum heimdildum. Sömu heimildir herma að ákvörðun í málinu verði tekin á næsta sólarhring. 20.10.2008 19:24
Tindur fékk enga sérmeðferð - Valtýr veitti frænkunni tiltal Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir það grófar aðdróttanir að halda því fram að Tindur Jónsson, sem fékk sex ára fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás, hafi notið sérmeðferðar í kerfinu sökum þess að frænka hans vann hjá stofnuninni. Fyrrverandi fangelsismálastjóri staðfestir þó að hann hafi veitt frænkunni tiltal vegna afskipta hennar af fanganum. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. 20.10.2008 20:29
Enn ringulreið í fjármálakerfinu Fjármálakerfi Íslands er enn í algerri ringulreið og engin leið að gera sér grein fyrir því hversu mikill skaðinn verður. Þessa mynd fékk viðskiptanefnd Alþingis af stöðu mála eftir fund í morgun með skilanefndum og bankastjórum nýju ríkisbankanna. 20.10.2008 19:03
Útilaug við Sundhöllina á skipulag Einmitt á tíma samdráttar og krepputals eiga menn að láta drauminn rætast um endurbætta Sundhöll Reykjavíkur með útilaug og auðga þannig mannlífið í borginni. Þetta er skoðun arkitektsins sem teiknað hefur viðbygginguna. 20.10.2008 19:10
Kemur ekki til greina að veðsetja auðlindirnar Ekki kemur til greina að Íslendingar veðsetji auðlindir landsins til að tryggja aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann segir skilmála sjóðsins fyrst og fremst vera almenns eðlis og snerta aðgerðir sem Íslendingar þurfi hvort eð er að fara í. 20.10.2008 18:35
Kristín kannast við eyjuna Tortola Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Gaums og systir Jóns Ásgeirs, kannast við eyjuna og skattaparadísina Tortola í Karíbahafinu. Hún fullyrðir að þangað hafi engir fjármunir verið fluttir frá Gaumi Holding í Lúxembúrg. Nöfn margra eignarhaldsfélaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjunum bera með sér að vera í eigu Íslendinga. 20.10.2008 18:27
Frístundaheimili fyrir fatlaða opnað í Kópavogi Félagsþjónustan í Kópavogi opnar formlega frístundaheimili fyrir fatlaða nemendur í 5. til 10. bekk grunnskólum Kópavogs miðvikudaginn 22. október. Úrræðið verður til húsa í Smáraskóla við Dalsmára. 20.10.2008 16:55