Innlent

Alcoa leggur fram tillögu að matsáætlun vegna Bakkaálvers

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Alcoa hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa á Bakka við Húsavík í Norðurþingi með allt að 346 þúsund tonna framleiðslugetu.

Í tillögunni er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst í stuttu máli og með hvaða hætti framkvæmdin samræmist skipulagi svæðisins. Þar er einnig grein frá því á hvaða framkvæmda- og umhverfisþætti mest áhersla verði lög í frummatsskýrslu. Einnig er fjallað um hvaða athuganir og rannsóknir eru fyrirhugaðar á vegum Alcoa.

Þessi tillaga að matsáætlun mun liggja frammi til kynningar til 6. nóvember og getur fólk gert athugasemdir við hana. Í kjölfar tillögu að matsáætlun er unninn frummatsskýrsla og þar á eftir matsskýrsla en gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar á framkvæmdinni liggi fyrir á seinni hluta næsta árs.

Áformað er að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka er tilbúin til afhendingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×