Innlent

21 salmonellusmit hér á landi á fyrri helmingi ársins

Þrjátíu og sjö manns hafa smitast af salmonellu hér á landi frá ársbyrjun 2007 til septemberloka 2008 eftir því sem segir í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Þar er vitnað til upplýsinga frá sýkladeild Landspítalans. Flest greindra tilfella, eða 29 af 37, voru hjá einstaklingum með búsetu á höfuðborgarsvæðinu.

„Sextán einstaklingar greindust með innlent smit á árinu 2007, en samtals greindust 93 salmonellutilfelli á því ári. Frá janúar til september 2008 var 21 einstaklingur talinn vera með smit af innlendum toga, en alls greindist 131 salmonellutilfelli á sýkladeildinni á sama tímabili.

Þessi aukning milli ára stafar af tveimur hópsýkingum; sú fyrri varð í júní á sambýli aldraðra á höfuðborgarsvæðinu og var af völdum Salmonella poona og sú seinni varð í ágúst og september af völdum Salmonella enteritidis meðal íslenskra ferðalanga á eyjunni Ródós í Grikklandi," segir í Farsóttarfréttunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×