Innlent

Prenta flestar bækur sínar á Íslandi

Jón Ómar Erlingsson afhendir Agli Erni Jóhannssyni fyrstu bók Forlagsins sem fer í dreifingu fyrir þessi jól.
Jón Ómar Erlingsson afhendir Agli Erni Jóhannssyni fyrstu bók Forlagsins sem fer í dreifingu fyrir þessi jól.

Útgáfufyrirtækið Forlagið hyggst prenta mest allar bækur sínar hér á landi fyrir jólin í ár. Prentsmiðjan Oddi og Forlagið hafa gert með sér samning um prentun nánast allra titla hins síðarnefnda fyrir þessi jól. Oddi mun prenta um 70 titla fyrir Forlagið. Í tilkynningu segir að líklega sé um að ræða stærsta samning um prentun bóka á Íslandi frá upphafi.

,,Í ár prentar Forlagið 80% sinna bóka hjá Prentsmiðjunni Odda á meðan 75 til 80% frumprentana voru unnar erlendis í fyrra. Það má því segja að handritin séu komin heim," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

,,Við höfðum mjög náið samstarf um hvernig framleiðslu yrði hagað og með því móti náði Oddi að bjóða hagstæðari kjör en ella, " segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda.

Fullyrt er að verð á bókum verði ekki í samræmi við aðrar verðlagshækkanir. Verð mun í mörgum tilfellum standa í stað, að sögn Egils Arnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×