Innlent

Bílvelta og aftanákeyrsla á sama stað

Pallbíll valt til móts við Þingborg rétt austan við Selfoss um klukkan hálffjögur í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist enginn í veltunni en lögreglan var enn að stöfum þegar Vísir ræddi við hana. Um klukkan 14 varð nokkuð harður árekstur á sama stað. Þar var um að ræða aftanákeyrslu en báðar bifreiðarnar eru óökufærar eftir áreksturinn. Enginn slys urðu á fólki í þeim árekstri. Nokkur hálka er á svæðinu og liggur snjór yfir öllu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×