Innlent

Gengið til viðræðna við SÁÁ um búsetuúrræði

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag ganga til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi.

Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Fram kemur í tilkynningu borgarinnar að um sé að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Þeir fá húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið deilt um málið í borgarkerfinu. Upphaflega ákvað borgin að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina þrátt fyrir að SÁÁ hefði átt lægsta tilboð í útboði borgarinnar. Þegar Heilsuverndarstöðin lenti í vandræðum vegna húsnæðis undir starfsemina ákvað borgin að rifta samningaviðræðum og ræða á ný við þau félög og fyrirtæki sem buðu í starfsemina. Niðurstaðan varð sú að hefja samningaviðræður við SÁÁ.


Tengdar fréttir

Ákvörðun um áfangaheimili frestað enn á ný

Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi sínum í gær að fresta til næsta fundar ákvörðun um samkomulag við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×