Innlent

Frelsi fjölmiðla mest hér á landi

Frelsi fjölmiðla er mest á Íslandi, Noregi og Lúxemborg samkvæmt nýrri samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra.

Samtökin taka árlega saman tölur yfir frelsi í fjölmiðlum og á heimasíðu samtakanna segir að það sé ekki efnahagsleg auðlegð sem skapi frelsi í geiranum nú heldur friður í löndunum.

Athygli vekur að á listanum yfir þau 20 lönd sem frelsi fjölmiðla er mest eru 18 Evrópulönd, þar á meðal öll norrænu ríkin, en á listann komast einnig Nýja-Sjáland og Kanda. Bandaríkjamenn eru hins vegar í 36. sæti á listanum.

Neðst á listanum eru hins vegar Túrkmenistan, Norður-Kórea og Erítrea.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×