Innlent

Afl vill óháðan rannsóknarhóp

Afl, starfsgreinafélag, ætlar að leggja það fyrir ársfund Alþýðusambandsins á morgun, að fundurinn krefjist þess að óháður aðili, utan fjármálaeftirlits, seðlabanka eða stjórnvalda, verði fenginn til að gera ítarlega rannsókn á atburðum liðinna vikna í fjármálakerfi landsins, og aðdraganda þeirra.

Rannsóknahópnum verði gefið vald til yfirheryslna, húsleita og annarra rannsóknaúrræða, sem lögregluyfirvöldum eru tryggð. Jafnframt verði tryggt að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir verði kölluð til ábyrgðar vegna þess tjóns, sem unnið hefur verið á íslensku samfélagi








Fleiri fréttir

Sjá meira


×