Innlent

Enn fundað í utanríkisráðuneytinu

MYND/Stöð 2

Fundur íslenskra og breskra samninganefnda vegna deilna um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi stendur enn í utanríkisráðuneytinu.

Fundarmenn hafa rætt saman frá því klukkan átta í morgun en ekki liggur fyrir hvenær fundinum lýkur. Búist er við yfirlýsingu eftir fundinn. Fyrir íslensku sendinefndinni fer Ásmundur Stefánsson sem nýverið var ráðinn til starfa fyrir forsætisráðherra vegna kreppunnar.

Fram kom á fréttavef Financial Times í gær að breska fjármálaráðuneytið væri að leggja lokahönd á lán til Íslendinga upp á þrjá milljarða punda, eða um 582 milljarða íslenskra króna til þess að íslensk stjórnvöld gætu staðið skil á innlánum sparifjárfeigenda hjá Icesave. Þetta hefur ekki fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×